Evran-Krónan?

Í þó nokkurn tíma hafa menn verið að velta því fyrir sér hvort að heppilegt sé fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið og taka þar með upp Evruna sem gjaldmiðil. Hafa komið fram rök með og á móti. Þeir sem helst eru á móti, segja að þá missa íslendingar sjálfstæði sitt og krónuna. Hinir vilja meina að með inngöngu væru íslendingar orðnir samhliða Evrópubúum hvað lífskjör varðar og það verði jafnræði á milli þjóðanna. Að vísu opnuðust markaðir, innflutningur á kjeti og öðrum landbúnaðarvörum myndi aukast og verð lækka. Þeir sem mæla þessu mót nota hræðsluáróður og bera fyrir sig sjúkdóma og annan ófögnuð og það komi ekki til greina að leyfa óheftann innflutning, slíkt myndi skaða íslenskann landbúnað. OK, hvað er íslenskur landbúnaður? Lambaket? Grænmeti? Ull? Hm, laxaeldi? Þetta er bara tittlingaskítur miðað við það sem verið er að framleiða í kringum okkur. Vissulega eru þetta úrvalsvörur, ekki dreg ég það í efa, en dýr er Hafliði allur, ef eingögnu ætti að styðjast við innlenda framleiðslu. Hver man ekki eftir styrkjakerfinu, kjöt- og smjörfjallinu fræga, sem var að leggja skútuna á hliðina, vegna þess að gamlir framsóknarmenn voru að verja hagsmuni örfárra manna í þjóðfélaginu, landinn varð bara að éta það sem að þeim var rétt. Og verðbólguna?

Ég er nokkuð viss um að íslendingar væru betur settir ef gegnið væri í ESS og Evran væri okkar gjaldmiðill, það er margt sem myndi ávinnast með því. Fyrir það fyrsta væri það stöðuleikinn, þessi sem Haldór og félagar eru alltaf að tala um, nema að það væri meiri stöðuleiki fyrir almenning, ekki bara nokkra vel valda úr þjóðfélaginu. Einnig ætti að leggja niður verðtryggingu lána og samræma vexti við það sem er í nágrannalöndum okkar. Síðasta gegnisfall krónunnar hafði það í för með sér að almennur lánagreiðandi tapar stórfé, sérstaklega vegna þeirrar stefnu að bjóða uppá 100% lán til íbúðarkaupa, hin gengdarlausu útlán bankanna varð til þess að þjóðin er meira skuldsett en áður.
Afnám verðtryggingar lána yrði mesta launabót, sem við gætum fengið, hinir sem eiga peningana eru hvort sem er farnir með þá alla úr landi, kvótin í eigu örfárra einstaklinga, svo að ekki myndi það skipta sköpun. Það er sama hvert litið er, allstaðar er verið að láta okkur borga allt of mikið fyrir allt, mat, bensín, bíla, varahluti og fatnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband