Ný stjórn fyrir helgi?

Þá eru þau Solla og SGrímur J. byrjuð að semja sín á milli. Það var reyndar athyglisvert í Kastljósi í gær hvað Steingrímur var yfirvegaður og rólegur, miðað við dagana á undan. Það var greinilegt að hann var búinn að setja sig í samningagírinn. Og einnig athyglisvert að Ingibjörg þurfti að stiðja sig við stól á fréttamannafundinum á Bessastöðum í gær. Það er greiniulegt að hún rétt stóð undir sér og því aðdáunarvert að hún geti hreinlega staðið í þessu. Því fyrr sem hún kemur keflini í hendur annara í Samfylkingunni, því fyrr getur hún farið að huga að því að safna kröftum.
Það verður frólegt að sjá hvað kemur út úr þessum umræðum í dag því að það var greinilegt að allt var á "hold" í stjórnmálum á meðan stóru flokkarnir þráttuðu sín á milli.

En hver svo sem niðurstaðan verður, tel ég það landinu holt til lengri tíma litið, að Sjálfstæðismenn komi ekki nálægt stjórn landsins næsta áratuginn eða svo, því ekki er hægt að segja annað að en að hann beri stærstann hluta ábyrgð á því hvernig stjórnsýslan er orðin í dag. Og við hverju öðru mátti búast með Hannes Hólmstein þar sem hugmyndafræðing og frjálshyggjupostula.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jón Erlendsson

hæhæ

vonandi fer ástandid eitthvad ad batna tharna á klakanum. Manni stendur ekki ordid á sama thegar allir adal stjórnmálamennirnir eru farnir ad hrynja nidur med alvarlega sjúkdóma.

baráttukvedjur

Ragga

Guðmundur Jón Erlendsson, 28.1.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband