Afsökunarbeiðni

Kæru blogg félagar!

Ég bið ykkur afsökunar á því hvað langt er um liðið síðan ég bloggaði síðast. Ég tel mig bera fulla ábyrgð á því og þarf ekki að kenna neinum öðrum um aðgerðaleysi mínu hér á Netinu. Aðgerðaleysi þetta hefur verið þess valdandi að þið, lesendur góðir, misstuð af góðum bloggpunktum og tækifærum og mörg ykkar sjálfsagt eigið um sárt að binda vegna þess.

Jæja, þá er þessari aumingjalegur "afsökunarbeiðni" lokið og þá get ég farið að snúa mér að fyrri iðju og byrjað að hrauna yfir stjórnmálamenn og aðra sambærilega iðjuleysingja, enda ekki nema korter í kosningar!
Það var eiginlega drepfyndið að fylgjast með landsfununum síðustu helgi og þá sérstaklega þeim sem kenndur er við fuglategund eina. Þar kepptust menn við að gagnrýna flokkinn og dásama hann til skiptis og ég get tekið undir alla þá gagnrýni sem meðlimir flokksins töluðu um á fundinum. Málið er bara að það hafa allir aðrir verið með nákvæmlega sömu gagnrýni undan farna mánuði og þá slógu þeir skollaeyrum við! Og það tók síðan steininn úr að sjá gamla flokksformanninn væla eins og smákrakka yfir hve allir aðrir voru vondir en hann var frábær! Og meira að segja að bar hann sig saman við krossfestinguna!
Ja, hérna hér!Þó má Geir eiga það að loksins þorði hann að gagnrýna Davíð harðlega  vegna óréttmætri gagnrýni hans á hinum svokallaða Endurreisnarnefnd flokksins. Hefði Geir mátt hvæsa fyrr á hann vegna þrautsetu hans í Seðlabankastólnum.
Lokaorð Þorgerðar voru líka svolítið fyndnar, það var eins og hún væri að hvetja liðið sitt í handbolta; Koma svo, taka þetta, við getum þetta vel! (Kræst!)

Á meðan rússnesk kosning fór fram á öðrum landsfundum, VG og Samfylkingarinnar, þá er það eftirtektarvert að Bjarni Ben fékk "aðeins" 57% greiddra atkvæða en Kristján Þór um 40%. Þó tók Kristján ekki ákvörðum um framboð fyrr en í vikunni á undan en Bjarni búinn að vera í umræðunni sem eini frambjóðandinn frá því snemma á þessu ári og hann  haft góðan tíma til að sannfæra sjálfstæðismenn um eigið ágæti. Þessi niðurstaða sýnir glöggt að landsbyggðarmenn eru ekki á eitt sáttir um hvað Höfuðborgarelítan í Sjálfstæðisflokknum er sterk á kostnað þeirra og það læðist að manni sá grunur að þó að Kristján hafi vitað allan tímann að hann ætti ekki séns, fór hann fram til að það yrði ekki Rússnesk kosning, eins og hjá "hinum". Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni hins nýskipaða formanns flokksins, að hafa ekki 100% stuðning Sjálfstæðismanna í þeirri "endurreisn" sem hann ætlar að leiða flokkinn í gegnum. 
Bjarni hefur þó ekki ennþá útskýrt fyrir mér hvað hann meinar með þegar hann segir að hann vilji endurvekja "gömlu gildin" í flokknum!
Ekki annað en það sem ég hef áður gagnrýnt að flokkurinn var farinn svo gjörsamlega út í móa með sín stefnumál og áherslur, að þörf sé á að koma honum á vegin aftur, eða að reyna það.
En það vita allir að ef maður ekur bíl út í móa, þá þarf nú að fara með bílinn á verkstæði og laga hjólabúnað, undirvagn, hljóðkút og f.l., því eitthvað hlýtur að hafa gefið sig í útafkeyrslunni. Ekki myndi ég treysta bíl fyrir lífi mínu eftir að hafa fengið svona illa útreið! Hvað þá að fara á honum til Akureyrar!
Nei, þá myndi ég skipta um bíl og senda hinn á verkstæði og selja hann svo! Og það ætla ég að vona að sem flestir geri í komandi kosningum, sendi Sjálfstæðismenn í langt viðgerðarfrí og helst ævilangt, því ekki viljið þið að sagan endurtaki sig næstu 18 árin eins og komið er fyrir okkur í dag eftir 18 ára samfelda setu sjálfstæðismanna í öllum stigum stjórnsýslunnar!

Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jón Erlendsson

Kæri Bragi

þér hefur greinilega verið orðið mikið niðri fyrir eftir þessa bloggpásu. Sem ætíð skýrmæltur og liggur ekki á skoðunum þínum! :)

kveðja frá Tiset

Guðmundur Jón Erlendsson, 5.4.2009 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband