Götóttar götur í KEF!

Sá það á vef VF í gær eða fyrradag, að margir KEF-víkingar séu orðnir langþreyttir á vegaleysunni á Hingbrautinni og var þá orð í tíma töluð. Ekki er ég hissa á því! Ef maður myndi nú samanburðarmerki á milli stjórnunar bæjarins og lagfæringar á götum bæjarins, væri útkoman sú, að stjórnunin væri álíka götótt og göturnar í KEF! Má þar benda á marga vegaspotta í þeim góða bæ, sem mætti fyrir löngu vera búið að lagfæra, ekki bara Hringbrautina, heldur lagfæringar á gamla Flugvallarvegi (Nikkel) og malarkaflann frá Húsasmiðju og uppá Reykjanesbraut, sem er eins og argasti afdala-sveitarvegur eða þaðan af verri! Með allri virðingu fyrir sveitum landsins! Og nú á að setja hringtorg á mótum Aðalgötu og Iðavalla og lokast þá þarna aðalinnakstur í bæinn frá FLE, Sandgerði og Garði á meðan eða í viku, því ekki er ástandið á gamla Þrætukaflanum við Gróf neitt betra!
Stundum hvarflar það að manni að öll þessi jeppaeign sé ástæðan, það sé bara stefnan að hafa að minnsta kosti 30% gatna í hverju bæjarfélagi svona götóttar, til að jeppafólkið fái nú að reyna bílana, eða hvað? Ég var á ferðinni á Hringbraut í vikunni, sem ég þarf að aka daglega vinnunar vegna, í mikilli rigningu og slyddu, fræsingarnar yfirfullar af vatni og BANG! Svei mér þá, ég hélt hreinlega að annað framdekkið væri komið í hönk hjá mér því að í einni fræsingunni var engin smá hola og auðvitað ekki séns á að sneiða framhjá, bíll á móti og bíllar í bílastæðum.
Ég hélt að það væri nú ekkert mál að troða malbiki á götuna jafnóðum og búið er að fræsa, í stað þess að treysta á góða veðrið, því eins og menn vita, þá er víst ekki hægt að leggja malbik í mikilli bleytu. Og tímasetningin, maður! Byrja að fræsa rétt fyrir páska og enn eru göturnar götóttar. Í morgun búið að loka kafla á Hringbrautinni og umferðinni beint á nærliggjandi íbúðagötur. Hvað skildi það standa lengi yfir?

Mér finnst að ef það á að setja hringtorg á gatnamótin Aðalgötu og Iðavalla, að það yrði að minnsta kosti lagaður kaflinn þarna við Húsasmiðjuna, svo að hægt væri að beina umferð inná þann veg á meðan. Þetta næ ekki nokkurri átt fyrirkomulagið á gatnamálum í KEF þessa dagana, kannski fólk verður búið að gleyma þessu daginn fyrir kostningar, hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband