Jólaljósa-raunir!

94091.jpg

Arrrrrrrrrrg!
Ég hef undanfarin ár verið að kaupa ljósaslöngur á húsið mitt og í hvert skipti sem ég setti slöngurnar upp ári seinna, þurfti ég að henda þeim og versla nýjar. Var þetta að verða einn dýrasti parturinn af "jóla"-undirbúningnum hjá mér og var farin að leiðast þessi eyðslusemi í handónýtt drassl. Tók svo afdrifaríka ákvörðun um miðjan des í fyrra og "fjárfesti" í dýrum ljósum, kostuðu 15.000 kall og átti sko að vera 10 ára ending á þeim. Ég auðvitað trúði því eins og ansi (tilvitn. Með allt á hreinu) og setti þau upp með ærnum tilkostnaði og stigabrölti. (er nú pínu lofthræddur, sko) Ég byrjaði sem sagt að skrúfa lykkjur á allan kassann hjá mér og voru þetta um 80 ljósa sería. Lagði mig í stórhættu vestan meginn á húsinu, því að þar var langt, langt að komast upp, (sendi reyndar son minn) heilir 4,5 metrar og stiginn ekki nema 2 og ég lofthræddur (hefur komið fram áður). Nú, nú, allt í lagi með það, þetta var víst svaka flott, sögðu nágrannarnir og hvöttu mig til að klára svo hringinn og var það sett á áætlun næstu jól. Núna um helgina var svo allt dregið fram og yfirfarið og stungið í samband. ARRRRRG! Virkaði ekki! Ég kaupa peru! ARRRRRG! Virkaði ekki! Ég tala við rafvirkja og rafvirki ekki hafa tíma! ARRRRRG!

Þetta ljósa-seríu-peninga-austurs-kjaftæði endaði þarna á sunnudeginum, því að hér með er ég yfirlýstur andstæðingur ljósasería og svoleiðis húmbúkki, sem eingögnu er til sölu, til að æra dagfarsprúðan mann (hef víst minnst á það áður) eins og mig og ætla ekki að vera ljósaseríu-fíkill lengur!!!

Reyndar laumaði nú frúin að mér 2 kössum með 100 ljósa seríu, sem ég kastaði yfir birkikvistinn hjá mér! Fékk ljósin á 300 kall kassann á útsölu í jan á þessu ári. Hm, kannski er það bara best, kaupa nógu ódýrt drassl, sem dugar rétt yfir jólin og henda þessu svo! 

Kræst, hvað ég þoli ekki léleg jólaljósCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Ditto

Bragi Einarsson, 4.12.2006 kl. 18:58

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

í augnablikinu dettur mér bara einn hlutur í hug sem er leiðinlegra en þetta seríudrasl... þrífa ísskápinn...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 4.12.2006 kl. 23:52

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ísskápar jólaljós jólahreingerning eiga eitt sameiginlegt: ´hundleiðilegt.....

Ólafur fannberg, 5.12.2006 kl. 08:12

4 Smámynd: Bragi Einarsson

dísöss mar, og ég hélt að ég væri einn um þessa skoðun.

Bragi Einarsson, 5.12.2006 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband