Baráttann um fjóshaugin II

Fundur var haldin hjá úrilla hananum og gömlu vinum hans. Gömlu vininrnir voru einmitt þeir sem höfðu lagt grunninn að stóra fjóshaugnum á sínum tíma, þegar aðeins þeir útvöldu fengu að versla með hænsnaskít og egg. Þeir voru ekki allt of sáttir.
“Hvernig gat þetta gerst”? gögguðu þeir við úrilla hanann.
- Hvernig gastu látið það viðgangast að Bleiki unghaninn gæti ráðið yfir svona mörgum fjóshaugum og hreiðrum? Hann er að ganga af okkur dauðum!
“Svona, svona, gaggið lægra,vinir mínir. Ég finn ráð við þessu, hann lifir ekki lengi, ef ég læt Réttlætis unghanann fara í málið. Hann er pottþéttur. Einnig mun ég gala við ritfæra unghanann, vin  minn, sem rekur Morgungalið, skrifa eitthvað illa um hann. Og svo skulum við ekki gleyma því að við eigum vini víða um hænsnasamfélaginu, líka þá blágrænu, sem eru tilbúnir til að gagga gegn þessum Bleika andskota. Úrilli hanninn krafsaði í fjóshauginn og reigði sig hátt. Við sem sagt notum aðferð sem ég kýs að kalla hænsnaskítsaðferðin!
En þrátt fyrir þessi loforð, hurfu gömlu hanarnir einn af öðrum úr eggja- og fjóshaugaviðskiptum og með tímanum átti Bleiki unghaninn all stóran hlut í langflestum fjóshaugum og hreiðrum og var jafnvel farinn að sækja á í önnur hænsnabú. Og það sáu vinir úrilla hanans ekki fyrir! Og örugglega ekki þeir blágrænu! Einnig höfðu aðrir brottflúnir unghanar úr öðrum hænsnasamfélögum komið til baka í sitt gamla hænsnasamfélag með ógrynni eggja og fóru að kaupa upp restina af hreiðrum og sameina fullt að fjóshaugum og græddu vel á þeim viðskiptum. Gekk þeim svo vel að þeir fóru einnig að flytja út fjóshaugana og keyptu hven fjóshauginn á fætur öðrum í mörgum hænsnagirðingum og urðu moldríkir að lokum.
Á sama tíma og þetta er að gerast, er ung hæna að klífa hænsnastigann. Hún var farinn að ráða yfir einum stærsta fjóshaugnum en var í sífeldri baráttu og gaggi við úrilla hanann og að lokum var það hatramt stríð á milli þeirra tveggja, svo hatramt að unghænur og hanar úr báðum fylkingum stundum að ganga á milli. Við þessa baráttu esptist unghænan upp, ákvað, í fyrsta sinn í hænsnasögunni, að gerast Aðalhænan í samfélaginu og stefndi á Stóra fjórhauginn! Við þá ákvörðun hennar varð allt vitlaust í herbúðum Bláu unghanana og einstaka unghæna, líka hjá þeim blágrænu, sem studdu þá og göluðu út úm allan fjóshaug hversu galin þessi hugmynd væri.
“Þessi metnaðrfulla hæna getur ekki gert þetta! Hún hefur ekki rétta gaggið til þess! Hún er ótrúverðug! Svo er hún ekki Hani!
Og meira en það, þeir fóru að telja öðrum hænum og hönum trú um það, að allt sem misfórst í hænsnasamfélaginu, væri í raun henni og hennar félögum að kenna!
Til liðs við metnaðrfullu hænuna kom nú hvíta hænan, sem taldi að nú væri sinn tími kominn að gera eitthvað í málunum. Saman stofnuðu þær flokk hænsna, sem átti eftir að gera allt vitlaust.
En, það voru ekki allir sammála metnaðrarfullu hænunni og hvítu hænunni, það kom nefnilega fram ungur og fagurrauður unghani, mælskur vel og hávær og gaggaði að það væri til önnur aðferð til að vinna úrilla hanann. Með þvi að banna allt!
Það sló þögn á hópinn.
”Það er nú reyndar ekki það sem við viljum, mótmæltu þær, við viljum bara réttlátara kerfi, þar sem eggjum og fjóshaugum er skipt jafnt á milli allra, burt séð af hvaða hænsnapriki þau koma”.
Þetta gat ekki rauði unghannn fallist á og stofnaði sér fylkingu, þar sem aðaláherslan var að banna allt sem búið var að leyfa og fella úrilla hanann af fjóshaugnum. Reyndar var það síðastnefnda aðeins það eina, sem þau gátu verið sammála um. En eftir smá gagg ákváðu þau að fylkjast saman gegn úrilla hananum og hyski hans og komast svo að samkomulagi um það síðar, hvað ætti að banna og hvað mætti leyfa! Var drukkið hænsnaskál af vatni uppá það! Var þessi fundur alltaf kallaður Hænsnaskálasamkomulagið upp frá því.

Framhald. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband