Staðreyndir um Monu Lisu

joconde.jpg
Hver var hún?
Mun hún trúlega vera Lisa Gherardini, fædd á þriðjudegi, 15. júní 1479 (er það það næsta sem Lourve hefur komist) Hún giftist Francesco di Bartolomeo di Zanobi del Giocondo, ríkum kaupmanni frá Flórens, þegar hún var 16 ára gömul. Þegar myndin var máluð, var hún 24. ára gömul og átti 2 syni.

Af hverju kemur nafnið?
Monna Lisa er upprunalegt nafnið. Monna er tenging við Madonna, Mia Donna (Madam eða My Lady). Hún heitir Mona Lisa á enska tungu, væntanlega vegna þýðingarvillu. Hún heitir La Joconde í Frakklandi, La Giaconda á Ítalíu, einnig má leggja út af nafni hennar “the merry one”, sem er tenging við bros hennar.

Hver málaði hana?

Leonardo da Vinci (1452-1519) kemur hann frá þorpinu Vinci í Tuskana héraði, rétt hjá Flórens. Listamaður, vísindamaður, heimspekingur, stjörnufræðingur, vélfræðingur, uppfinningamaður og einn af risum Endurreisnar. Einnig var hann meðal þeirra fyrstu sem rannsakaði mannslíkamann, eða anatomíu hans og er nútíma þekking lækna á mannslíkamanum, honum að þakka, m.a.
Talið er að Leo hafi verið að mála hana á árunum 1503-1506, eða fjögur ár, en var að drattast með hana í eftirdragi í um 20 ár. Myndin er því um 500 ára gömul. Þrátt fyrir að myndin sé ekki með undirskrift eða dagsetningu Leo, þá fer það ekki á milli mála að hann málaði hana.

Hvar hangir hún?
Það tók um fjögur ár, næstum því jafn langan tíma og að mála hana, að útbúa salin á Lourve safninu fyrir ML, þar sem hún er staðsett núna, en það kostaði um 7,5 milljónir dollara. Hún hangir í Salle de Etats og koma um milljónir manna að skoða hana við kjöraðstæður, en málverkið er á bak við öryggisgler. Er hún skráð í safnaskrá Lourve sem mynd nr. 779.

Af hverju hangir ítalskt málverk á frönsku safni?
Á 16. öld varð málverkið eign Francois I frakkakonungs, sem skaut skjólshúsi yfir þennan aldna meistara og var Francois mikill aðdáandi Leonardos. Fyrir utan þjófnaðinn 1911-1913 á Ítalíu, fór hún í sýningarferð til USA 1963, til Japans og Moskvu um 1970, en allan tíma hefur hún verið á Lourve síðan 1797.

Hve stór er myndin?
Myndin er um 77cm á hæð og 53 cm á breidd. (30 X 20 7/8 tommur) og er olía á panil, sem var mjög algengt á þessum tíma. Engin hefur treyst sér til að verðleggja myndina  og er hún talin vera ómetanleg.
Samkvæmt orðum safnastjóra Lourve, Estelle Nadau, þá sé myndin eign frönsku þjóðarinnar og því ástæðulaust að tryggja hana, sem er í sjálfu sér næg trygging, því að engum dytti í hug að stela henni í dag, því að það væri ekki hægt að koma henni í verð!

Af hverju er hún ekki með augabrúnir?
Gera má ráð fyrir að þeim hafi verið eitt í burtu hér áður fyrr, þegar menn voru að reyna að hreinsa hana, en það má líka geta þess að konur plokkuðu augabrúnir á þessum tíma.

Er það satt að Mona Lisa sé í raun mynd af Leonardo sjálfum?
Að hann hafi málað sjálfan sig í kvennmansfötum eru ein af kenningum sem komið hafa fram. Einnig að andlitið sé samhverfa af Leo sjálfum. Þó er nokkuð öruggt að myndin er af Lisu Gherardini.

Hver stal Monu Lisu á sínum tíma?

Ítalski teppalagningarmaðurinn, Vincenzo Peruggia, 21. ágúst 1911, en var myndin þá hangandi á Salon Carré á milli myndanna Mystical Marrage og St. Catherine eftir Coreggio og Allegory og Alfanso eftir Titian. Var myndin týnd þar til 1913, er  flórenskur antiksali komst yfir myndina og skilaði henni á Lourve safnið.

Hefur einhver reynt að skemma myndina?
30. desember, 1956 tókst  bólivískum manni að nafni Ugo Ungaza Villegas að henda litlu grjóti sem lenti á vinstri olnboga á ML og kvarnaðist aðeins upp úr málningunni.

Af hverju er hún svona fræg?
Það eru margar ástæður hvers vegna:
a) hún er máluð af snillingi sem náði fram mjög dulúðum áhryfum, hún var máluð með svokallaðri Sfumato aðferð, en hún fólst í því að engin pensilför sáust. Myndbygging var píramídalaga og bakgrunnur dulúðlegur og full af táknum, margir lögðu sig fram að reyna að kópera myndina, meira að segja Raphael, samtímamaður Leonardo. Einnig var það málaratæknin sem heillaði marga, þessi gegnsæja húðaráferð, sem mörgum þótti erfitt að ná fram.

b) Myndin hékk í svefnherbergi frakkakonungs og síðar var hún í baðherbergi Napoleons þar til hún var færð á Lourve 1797.

c) Með prenttækni seint á 19. öld, var myndin aðgengileg almenningi víða um heim. Einnig fékk hún góða umfjöllun þegar henni var stolið 1911 og einnig þegar henni var skilað 1913. Fékk myndin mjög góða umfjöllun og sífellt verið að skrifa og rita um hana.

d) Á 20. öldinni var henni sungið lof í lófa, kom hún fram í kveðskap, skáldsögum, leikritum og söngvum. Hún var kölluð Femme fatale og lá mikil dulúð yfir brosi hennar.

e) 1919 málaði Dadaisminn, Marscel Duchamp, yfirvaraskegg og hökutopp og bjót til póstkort til að hæðast að myndinni. Þetta og önnur umræða varð til þess að Mona Lisa varð fræg fyrir að vera fræg.
f) Í ferð sinni til USA 1963 sáu ein og hálf milljón manna myndina, og í Japan og Moskvu sáu um 2 milljónir manna myndina. Voru skilinn eftir blóm og vísur við myndina eins og hún væri orðin trúartákn.

Þá vitum við það Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband