15.12.2006 | 15:21
París III
Montmarte, Sacre Coeur Cathedral, Moulin Rouge. Þessi hæð í París er um 130 metra há og efst trónir Sacre Coeur kirkjan, en hún var reist hermönnun til heiður í Frakklands-Prússland stríðinu. Nafnið er dregið af Mont des Martyrs, en áður hafði verið þarna klaustur frá 1200 en viðvera heilagra manna frá því um 250 eftir Krist. Þetta svæði var miðja listamanna um 1871, þar sem impressionistarnir bjuggu og störfuðu og var lengi framan af sjálfstætt bæjarfélag, þar til það sameinaðist París. Þeir listamenn sem m.a. þarna störfuðu voru kallar eins og Cézanne, Carot, Daumier, Degar, Modigliani, Picasso, Pissaro, Renoir og Seruat.
Þarna rétt hjá er Moulin Rouge staðsett, einn frægasti skemmti-, dans-, kaparett- og gleðihús Parísar. Staðurinn hefur verið starfandi frá 1889 og er þekktastur fyrir Cancan dansatriði sín og listamaðurinn Henri de Toulouse-Lautrec gerði mörg ógleymanleg verk sín frá þessum stað, plaköt, teikningar og málverk. Við gáfum okkur ekki tímatil að skoða staðinn vel, enda hraðferð í gangi, ákváðum að taka City-bus og flækjast á yfirborðinu um París.
Fyrsta lending var Sigurboginn eða Arc de Triomphe, (reist eftir sigur Napoleons á Austurríkismönnum 1806) við Champs Elysées, breiðustu götu sem ég hef séð! 8 akgreinar og gangstéttarnar báðum megin jafn breiðar ef ekki breiðari. Löbbuðum niðu Champs Elysées og að risatorgi, Place de la Concorde; Obélisque de Luxor, en það er torg sem er um 8 hektarar að stærð og þessi Luxor súla staðsett þar fyfir miðju. Hausar kóngafólksins fuku þarna á þessu torgi, en það var í byltingunni 1793 þar sem Louis XVI, Marie-Antoinette og 2800 annarra háttsettra var hálshöggvið. Ojbjakk! Á þessu svæði voru lík atvær hallir sem byggðar voru vegna Heimsýningarinnar 1900 og eru sýningarsalir í dag og engar smá hallir! Sú minni gat rúmað allar opinberar byggingar á Íslandi og verið nóg pláss fyrir alla.
Næst var farið á Eifel turnin og hoppað af rútunni og labbað undir bákni. Við dóttir mín kölluðum hann alltaf Franska gaurinn okkar á milli, því að í Washinton var líka súla ekki óskyld Luxor súlunni, sem var þá Kana gaurinn, til aðgreiningar! Þarna undir Eifel þurfti minn að lauma sér inn á milli trjáa til að losa sokkinn, því að það er víst þannig með París, langt í mýgildi eða þá illa merkt. Var heppinn að vera ekki tekinn og skotinn, því re´tt eftir að ég var búinn að losa, komu 3 hermenn, gráir fyrir járnum labbandi. Bonsjur, sagði ég bara brosandi og þeir heilsuðu á móti. Dóttir mín fullyrti að ég bæri á mér sjálfseyðingarhvöt og dróg mig í næstu rútu og komum okkur burt. En mikið svakalega var turninn hár !
Næsta stopp var svo Notre Dame og í þetta sinn var farið ínn í gripinn. Það var stanslaus straumur fólks inn og út úr kikjunni og við dyrnar sat nunna með dós og óskaði eftir frjálsu framlagi fyrir dómkirkjuna. Einhverjir aurar hurfu úr vasanum. Arkitektúrinn á þessari kirkju er hreint út sagt geðveik!
Kirkjan er að stofni til frá því um 1160 þegar Maurice de Sully tekur ákvörðun um að þarna yrði reist kirkja en framkvæmdir við hana hefjast 1163. Er hún því í Gotneskum stíl, með oddbogum og rósagluggum. Lauk framkvæmdum við hana 1864!
Eftir þetta var bara chillað á götunum, fengum okkur lauksúpu og fínerí og ég gaf skotleyfi á H&M fyrir dóttur mína, á meðan sat ég á götukaffihúsi og skoðaði mannlífið. Þegar ég settist, kom þjónn og ég pantaði Expresso og stórann (Large) bjór og koma hann með þann minnsta Expresso kaffibolla sem ég hef séð og heilan líter af bjór! Bara bjórinn kostaði 1600 kr íslenskar! (16 Evrur) Þannig að ég gerði ekkert annað í heilann klukkutíma annað en að lepja úr ámunni. Þegar komið var á hótelið var dóttirin orðin veik og ég eitthvað slappur, en lét mig hafa það að fá mér Kebapp og öllara fyrir svefnin. Vorum komin í rúmið um 10 um kvöldið vildum vera klár á því fyrir heimferðina daginn eftir, sem ólíkt föstudeginum, gekk áfallalaust fyrir sig. En mikið rosalega var gott að vera kominn heim!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
rosalega skemmtileg lesning Parísarferðin þín, held ég bara prenti þetta út ef ég á ferð um París og það yrði þá í fyrsta sinn ;) takk fyrir þetta. kv. M
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 16.12.2006 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.