Að vagga skútunni

Var í samkvæmi í gærkveldi, þar sem mál Hjálmars  Árnasonar kom inní umræðuna. Eins þið vitið sem eruð að skoða pólitíkina, þá bauð Hjálmar sig fram í fyrsta sæti á móti Guðna Á. Guðni var víst miður sín út af þessu en svona er pólitíkin. Í  þessu samtali sem ég átti við góðkunningja minn, kom meðal annars fram að það hafi verið langflestir af Suðurlandi, sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna, fæstir af Suðurnesjum. Sagði félagi minn að þetta væri nú dæmigert fyrir Suðurnesjamenn, þeir geta víst ekki komið sér saman um að styðja "sitt" fólk í efstu sætin, ein og t.d. Vestmannaeyingar gera við "sitt" fólk. Gat ég alveg tekið undir þessa gagnrýni, enda báðir Suðurnesjamenn. Þetta er okkar helsti galli, við getum ekki stutt "okkar" fólk, sama úr hvaða flokki þeir koma. Meira að segja, gamall framsóknarmaður úr Keflavík, hafði víst samband við Hjálmar og bað hann um að draga framboð sitt til baka og að hann "ætti ekki að vera að vagga skútunni"!
Þá vitum við það, endilega ekki að styðja sitt fólk af sínu svæði, grasið er alltaf grænna hinum megin, það hafa Suðurnesjamenn alltaf talið. Skoðið bara niðurstöðu Suðurnesjamanna í prófkjörunum, sem fram hafa farið á svæðinu, hlutur Suðurnesjamanna mjög rýr, svo ekki sé meira sagt. Ég er ekki framsóknarmaður og kem ekki til með að kjósa þann flokk, EN þeir sem eru framsóknarmenn og ætla sér að kjósa flokkinn, af hverju ekki að standa við bakið á "sínum" manni svona einu sinni og komi Hjálmari í fyrsta sæti. Það geriri ekkert til, framsókn mun hvort er eð ekki vera í næstu rikisstjórn, svo hver er þá áhættan?

Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 16.12.2006 kl. 14:36

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég flutti til Svíþjóðar 1989 og ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum á Íslandi. Mér hefur fundist það vera of strembið að fylgjast með. Það er frábært að lesa allt sem fólk skrifar hér á bloggunum sínum… Ég er á fullu að mynda mér skoðun… Núna er ég að bulla aftur... Hefði kannski bara átt að skrifa Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.12.2006 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband