Gleðilegt ár

Hef flutt mig alfarið á Facebook.

Þið eruð þar flest ykkar, en  ef ykkur langar svakalega, getið þið prufað að að óska eftir að verða Facebook vinir, þið sem eruð það ekki þegar.

 


Andskotinn!

mynd3Nú verður maður að fara að passa sig! Nú má ekki lengur nota myndir eða annað tengt höfundarétti, varla þá hausana af þingmönnum, til að myndskreyta færsluna! Þá er bara eitt sem hægt er að gera: Teikna sjálfur! Varla yrði sú teikning eign MBL.is (s.b. skilmálar Fésbókar)

Mér finnst þetta reyndar svolítið svínslegt, svei mér þá!

 

 

 

Höfundur myndar: Bragi Einarsson2005


Sigur Evrópusinna?

Það er nokkuð deginum ljósara að Evrópusinnar sigruðu þessar kosningar, þrátt fyrir afstöðu VG um hvaða leið ætti að fara. SJS staðfesti það á RUV í gær og Ögmundur einnig, að það verður valin lýðræðislega leiðin, þó svo að flokkurinn sé andsnúinn inngöngu samkvæmt stefnuskrá. Þeir opnuðu þennan möguleika. Framsókn er opin fyrir viðræðum, með ströngum skilyrðum þó, en eru tilbúnir til að skoða og vilja viðræður. Borgaraflokkurinn vill fara lýðræðislegu leiðina og útilokar ekki að þjóðin fái að kjósa um málið. Um skoðun Samfylkingarinnar þarf ég ekki að tíunda hér.

Mín afstaða til málsins er einfaldlega sú að við eigum að fara í viðræður og sjá hvaða möguleika Íslendingar hafa í þeim málum. Þjóðin mun alltaf eiga síðasta orðið. Það er lýðræðislegasta leiðin. 
Það er ekki lýðræði að gefa ekki landsmönnum kost á að fá að skoða möguleikana, eins og afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið í þessari kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkur hefur í raun einn flokka harðneitað að gefa fólkinu tækifæri á að skoða möguleikana, þeir eru of skelkaðir við niðurstöðuna. Allavega samkvæmt niðurstöðu landsfundar. Reyndar kom það mér á óvart hvað Þorgerður Katrín og Bjarni Ben tóki á þessu ESB máli í gær, það er greinilegt að leiðtogarnir báðir í Sjálfstæðisflokknum eru þó samstíga í því að hugsanlega væri það nú bara best að fara í viðræður, skoða kosti þess og galla, fá eins hlutlausa umfjöllun og kjósa svo um málið. Þeir ættu ekki að óttast þá niðurstöðu. Ég held að við Íslendingar hljótum að una þeirri niðurstöðu sem kemur út úr þeim viðræðum, hver sem niðurstaðan er.

Ég held að fara að kjósa fyrst um hvort við eigum að fara í viðræður sé tímasóun og hefur ekkert með málið að gera annað en að tefja fyrir að íslendingar fái hér almennilega umræðu.
ESB sinnar hafa sína skoðun og andstæðingar hafa sínar og er það í fínu lagi en við verðum að horfa í þá staðreynd að afstaða þessara tveggja þverpólitískra arma er lituð stundum af ofstæki, þó að skynsemisraddir séu inn á milli.

Förum í viðræður, sjáum hvað er í boði og krefjumst opinna, fordómalausra umfjöllun og kjósum! Við erum hvort sem er á hraðri leið til fjandans með þetta allt saman og ef við ætlum að halda þessu landi í byggð, verðum við að leggja tilfinningar okkar til hliðar og láta skynsemina ráða.

Til hamingju Ísland!


Ríkustu fjölskyldurnar urðu ellefu sinnum ríkari

Samkvæmt þessari frétt á RUV í gær þá hafa tekjur þeirra ríkustu margfaldast á tímanum 1993-2007. Það er einmitt sá tími sem Frjálshyggjan reið hér húsþökum og fjármagnstekjur voru lækkaðar. Meðaltekjur þeirraríkustu 1993 var um 1.5 milljónir í það að vera 18. milljónir á mánuði! Og þetta er það fólk sem einn ákveðinn flokkur er að verja.

Sjá má fréttina hér

Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að menn eigi að borga skatta því með sköttum höldum við uppi velferðarkerfinu. En ég vil þá að allir borgi sömu skattaprósentu. Ef það er vilji íhaldsins að láta fjármagnstekjufólk borga bara 10 prósent, þá vil ég bara borga 10 prósent! Aðrar tekjur ríkis er svo hægt að ná í gegnum virðisauka.

Nú ef einhverjir telja það ásættanlegt að þeir sem lifa eingöngu af fjármagnstekjum ætti að borga 14 prósent, þá ætti allir landsmenn að borga sömu prósentutölu, þannig eru allir að borga hlutfallslega sömu upphæð af sínum tekjum og jafnræði ríkir.

Nú ef fjármagnstekjueigendur vilja ekki sætta sig við þessa niðurstöðu ber þeim þá að borga 37% af sínum tekjum, alveg eins og ég þarf að gera, ef ég "þjéna" eitthvað umfram hin venjulegu laun sem ég vinn mér fyrir. 

Niðurstaðan: Allir borgi sömu skattaprósentu af sínum tekjum (14%), sama hvernig þær verða til og ná inn tekjum í gegnum virðisauka.

Rökstuðningur: Þannig aukast ráðstöfunartekjur alls venjulegs fólks og þeir eyða meiru, verslun dafnar og ríkið fær tekjur.

Annað er bara arðrán!

 

 


Loksings allir sammála!

Það eru mörg þjóðþrifamálin sem flokkarnir mættu vera eins sammála um eins og varðandi þessa frétt á MBL áðan. Það væri tilbreiting að þeir hættu að karpa sín á milli eins og smábörn í sandkassa og færu sameiginlega að vinna fyrir þjóðina, ekki bara fyrir flokkinn!

Með sama áframhaldi er ég bara nokkuð bjartsýnn fyrir framtíð landsins!

Ef ekki, ó mæ gott!


mbl.is Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstýring stjórnmálamanna á blogginu?

Ég var að skoða bloggfærslu Sigurðar Kára alþingismann og þegar ég vistaði færsluna kom sú athugasemd upp að athugasemd mín muni birtast eftir að höfundur færslunnar hafi samþykkt hana!

Þarf Sigurður Kári virkilega að ritskoða allar athugasemdir sem settar eru á bloggið hans. þar sem ég er ekki viss um að hann samþykki hana þá bið ég fólk um að lesa fyrst bullið hans og lesa svo svarið mitt hér að neðan.

Og er þetta  bara eftir 80 daga stjórn? Vá!.
Mig minnir (og er ég ekki fæddur í gær) að megnið af þessu vandamálum hafi þegar verið staðreynd í fyrri ríkisstjórn og væri örugglega ekki neitt betra ef sú ríkistjórn hafi verið enn við lýði. Þú nefnir þarna að það hafi verið 12.000 manns atvinnulausir áður en núverandi/fráfarandi ríkisstjórn tók við og atvinnulausum fjölgað um 6000 síðan. Hvers vegna urðu 12.000 manns atvinnulaus? Var það Samfylkingunni og VG að "kenna". Er það ekki utanaðkomandi vandamálum um að kenna? (Geir var allavega  duglegur að benda á það, þegar hann var spurður hverja ætti að draga til ábyrgðar.) Bankakreppunni? Falli krónunnar? Yfirgangur frjálshyggjunnar í íslensku atvinnu- og stjórnkerfi? Ofmat útrásarvíkinga á eigin getu? Hrokafullum stjórnmálamönnum sem lugu að þjóðinni daginn fyrir hrun og sögðu að hér væri allt í lagi? Sögðu að bankakerfið væri öruggt? Báðu svo Guð að hjálpa sér, því að þeir gætu það ekki sjálfir! Og svo kemur þú og gagnrýnir fyrrum samstarfsflokk þinn og VG fyrir að standa sig ekki í stykkinu og fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem treystandi er fyrir að halda utan um efnahagskerfið í landinu! Sem fyrir löngu var orðið ónýtt apparat fyrir hinn almenna borgara þessa lands.

Ég held að þú og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að lofa þjóðinni of miklu, því að það er alveg öruggt að þið getið ekki staðið við það. Svo rækilega eruð þið frjálshyggjuliðið búnir að menga þessa þjóð og það allt í boði Hannesar Hólmsteins.

Þjóðin á eftir að gefa Sjálfstæðisflokknum falleinkunn fyrir hegðun þeirra á nýloknu þingi. Það er eina falleinkunnin sem þú ættir að hafa áhyggjur af þessa stundina.
Satt að segja mun ég ekki nenna að gá að því seinna hvort að hann hafi yfirhöfuð haft fyrir því að svara, en ég tek það fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég verð var við það að flokksmenn fuglaflokksins stilli bloggið hjá sér þannig að þeir geti lesið fyrst athugasemdir frá öðrum og samþykki þær eða hafni, allt eftir innihaldi.

Shit, hvað þetta er sjúkt lið!

ÞEIR HAFA TRÚÐINN EN ÞÁ VANTAÐI TRÚBADOR

Fyrir margt löngu síðan orti Bubbi þetta ljóð og í ljósi umræðunnar er fróðlegt að bera þetta saman við yfirlýsisnigar hanns hér um daginn! Ég tók mér bessaleyfi að breyta fyrirsögninni aðeins hér að ofan. Mér finnst hún passa betur við í dag!

ÞEIR HAFA TRÚÐINN EN ÞÁ VANTAR TRÚBADOR

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
og lífið hjá fólkinu er svart og  hvítt
þar er listamaðurinn glaður,  þægur og þiggur
í þriðja sinn styrkinn til að gera eitthvað nýtt
Á fjögra ára fresti þeir ganga í gömul spor
gjaldið til baka er heldur ekkert slor (...)   
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúba dor (...)

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
mér leiðist fólkið sem stjórnar þar
ef þú hefur þrælslund, ert duglegur og dyggur
og draumar þínir stangast ekki á við reglurnar
þá skaltu ganga múlbundinn og máta þeirra spor
og merkja þig fuglinum fyrir næsta vor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador

Ungur ég heyrði að hugsjón væri dyggð
og hlustaði á flokkana tala um þessa tryggð
og þeir sem enga hugsjón hafa halda kannski það
að hamingjan sé fólgin í að hreyfast ekki úr stað

Ég er staddur á stað þar sem línan liggur
og loforðin vaxa á flokksins vör
smælinginn hann tínir upp loforðin tryggur
og tekur á sig skítverkin en fær aldrei svör
Þeir hringja og vilja kaupa kjarkinn þinn og þor
kannski vantar flokkinn aðeins betra skor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador

Ég er staddur á stað þar sem lygin liggur
sem lína dregin og skilur að
hægri og vinstri og ég horfi á hryggur
hvernig þeir leiða fólkið á sinn merkta stað
Og ég geng frá línunni og legg mín eigin spor
lækurinn sem rann svo tær er orðinn drullufor
Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador.

Er þetta sami Bubbi og hvatti fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?


Heiðarleg stjónmál

Það vita það allir sem kæra sig um að vita það, að Ísland er ekki laust við spillingu. Við sem erum eldri en 30 og höfum fylgst með stjórnmálum, sjáum það alveg að stjórnmálamenn hafa verið leiðitamir og undir hælnum á stórfyrirtækjum, hvort sem þau voru undir stjórn ríkis og bæja eða einkarekin. Flokkarnir fengu mikinn pening frá hægri og vinstri til að geta rekið flokkana. Svo er það hreinlega spurning hvað margir af þeim hafa fengið pening inná einkareikning sinn sem aldrei hefur verið gefið upp.

Nú ætla ég ekki að fullyrða að þetta hafi verið skipulögð starfsemi en ásetningurinn er stundum ljósari í málinu en góðvildin eða greiðasemin, þegar styrkur (eða mútur) er greiddur til flokka eða einstaklinga innan þeirra. Hvenær er styrkur styrkur og hvenær verður hann mútur? Ég tek það fram að notkun á hugtakinu mútur í þessari grein er miðað við þá óeðlilega háa styrkgreiðslu til flokks eða einstaklings. Einstaklingar í t.d. prófkjörum hafa rekið baráttu sína á "eigin" reikning, þó að þeir fái eitthvert fjárframlag frá móðursamtökunum, það vita allir sem kæra sig um.

Nú er svo komið að fjórflokkarnir standa í stríði út af fjárframlögum frá fyrirtækjum. Nýlegt dæmi sýnir þó að þessar styrkveitingar gengu út fyrir allt viðurkennt "velsæmi" miðað við þann tíðaranda sem virtist viðgangast í þjóðfélaginu þá. Í fréttum í gær kom fram að þær tölur sem koma hafa fram frá skrifstofu Valhallar, Samfylkingunni, Framsókn og Frjálslyndum, miðast eingöngu við móðurstöðvarnar, þá á eftir að taka saman frá hinum ýmsu félögum úti á landi. Og þá er ekki verið að tala um styrkveitingar vegna prófkjörsbaráttu á milli manna í sama flokki.

Þessi umræða er löngu orðin tímabær og þess vegna finnst mér það vera einkennilegt að Bjarni Ben og félagar vilja reyna að eyða málinu með því að segja að nær væri að einblína á þau mál sem skipta máli í komandi kosningum, þ.e. vandamál heimilanna og fyrirtækja og hvernig það á að endurreisa hagkerfið aftur (sem þeir bera að vísu ansi stóra ábyrgð á).
Því segi ég; Það skiptir miklu máli að við vitum hvort að stjórnmálaflokkarnir ætli sér að stunda heiðarlega kosningabaráttu. Ég mun allavega ekki styðja þann flokk sem ætlar sér ekki að koma með þá siðferðilegu endurreisn í íslenska pólitík og ég mun ekki styðja þann flokk, sem vill með smjörklípuaðferð beina sjónum fólks í aðra átt. Það kalla ég óheiðarleg stjórnmál.
Bara til að halda "kúlinu".

Svo til að árétta það að það er mikill munur á 5 millj. króna styrkveitingu til stjórnmálaflokks frá stórfyrirtæki eða 20 eða 30 millj. frá einu fyrirtæki handa einum stjórnmálaflokki. Sama hvað flokkurinn er illa staddur fjárhagslega. Og þá er ég kominn að hinu atriðinu sem vefst mjög mikið fyrir mér þessa dagana.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðin talið okkur trú um að hann væri eini flokkurinn á landinu sem væri treystandi fyrir fjármálum. Hann einn væri ekki að eyða um efni fram, hann einn þekkti fjármálaumhverfið, hann einn ætti að vera með forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti osfv.
Hvernig stendur þá á því að svona flokkur, vel að sér í hvernig best væri að ráðstafa skattpeningum landsmanna, hafa talað um sparnað í ríkisútgjöldum og að menn ættu að bera ábyrgð á sínum fjármálum, geta sett einn flokk í þvílíkar skuldir, að hann þurfi að fara út í svona fjáröflunarleiðir að þær fari út fyrir öll siðferðismörk? Og sett flokkinn á "hausinn"?

Er þeim flokki treystandi fyrir mínum skattpeningum?

Ekki frekar en ég myndi treysta "gömlu" bönkunum að ávaxta mína peninga!


Afsökunarbeiðni

Kæru blogg félagar!

Ég bið ykkur afsökunar á því hvað langt er um liðið síðan ég bloggaði síðast. Ég tel mig bera fulla ábyrgð á því og þarf ekki að kenna neinum öðrum um aðgerðaleysi mínu hér á Netinu. Aðgerðaleysi þetta hefur verið þess valdandi að þið, lesendur góðir, misstuð af góðum bloggpunktum og tækifærum og mörg ykkar sjálfsagt eigið um sárt að binda vegna þess.

Jæja, þá er þessari aumingjalegur "afsökunarbeiðni" lokið og þá get ég farið að snúa mér að fyrri iðju og byrjað að hrauna yfir stjórnmálamenn og aðra sambærilega iðjuleysingja, enda ekki nema korter í kosningar!
Það var eiginlega drepfyndið að fylgjast með landsfununum síðustu helgi og þá sérstaklega þeim sem kenndur er við fuglategund eina. Þar kepptust menn við að gagnrýna flokkinn og dásama hann til skiptis og ég get tekið undir alla þá gagnrýni sem meðlimir flokksins töluðu um á fundinum. Málið er bara að það hafa allir aðrir verið með nákvæmlega sömu gagnrýni undan farna mánuði og þá slógu þeir skollaeyrum við! Og það tók síðan steininn úr að sjá gamla flokksformanninn væla eins og smákrakka yfir hve allir aðrir voru vondir en hann var frábær! Og meira að segja að bar hann sig saman við krossfestinguna!
Ja, hérna hér!Þó má Geir eiga það að loksins þorði hann að gagnrýna Davíð harðlega  vegna óréttmætri gagnrýni hans á hinum svokallaða Endurreisnarnefnd flokksins. Hefði Geir mátt hvæsa fyrr á hann vegna þrautsetu hans í Seðlabankastólnum.
Lokaorð Þorgerðar voru líka svolítið fyndnar, það var eins og hún væri að hvetja liðið sitt í handbolta; Koma svo, taka þetta, við getum þetta vel! (Kræst!)

Á meðan rússnesk kosning fór fram á öðrum landsfundum, VG og Samfylkingarinnar, þá er það eftirtektarvert að Bjarni Ben fékk "aðeins" 57% greiddra atkvæða en Kristján Þór um 40%. Þó tók Kristján ekki ákvörðum um framboð fyrr en í vikunni á undan en Bjarni búinn að vera í umræðunni sem eini frambjóðandinn frá því snemma á þessu ári og hann  haft góðan tíma til að sannfæra sjálfstæðismenn um eigið ágæti. Þessi niðurstaða sýnir glöggt að landsbyggðarmenn eru ekki á eitt sáttir um hvað Höfuðborgarelítan í Sjálfstæðisflokknum er sterk á kostnað þeirra og það læðist að manni sá grunur að þó að Kristján hafi vitað allan tímann að hann ætti ekki séns, fór hann fram til að það yrði ekki Rússnesk kosning, eins og hjá "hinum". Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni hins nýskipaða formanns flokksins, að hafa ekki 100% stuðning Sjálfstæðismanna í þeirri "endurreisn" sem hann ætlar að leiða flokkinn í gegnum. 
Bjarni hefur þó ekki ennþá útskýrt fyrir mér hvað hann meinar með þegar hann segir að hann vilji endurvekja "gömlu gildin" í flokknum!
Ekki annað en það sem ég hef áður gagnrýnt að flokkurinn var farinn svo gjörsamlega út í móa með sín stefnumál og áherslur, að þörf sé á að koma honum á vegin aftur, eða að reyna það.
En það vita allir að ef maður ekur bíl út í móa, þá þarf nú að fara með bílinn á verkstæði og laga hjólabúnað, undirvagn, hljóðkút og f.l., því eitthvað hlýtur að hafa gefið sig í útafkeyrslunni. Ekki myndi ég treysta bíl fyrir lífi mínu eftir að hafa fengið svona illa útreið! Hvað þá að fara á honum til Akureyrar!
Nei, þá myndi ég skipta um bíl og senda hinn á verkstæði og selja hann svo! Og það ætla ég að vona að sem flestir geri í komandi kosningum, sendi Sjálfstæðismenn í langt viðgerðarfrí og helst ævilangt, því ekki viljið þið að sagan endurtaki sig næstu 18 árin eins og komið er fyrir okkur í dag eftir 18 ára samfelda setu sjálfstæðismanna í öllum stigum stjórnsýslunnar!

Lifið heil


80 daga strjórn

Þá erum við Íslendingar komnir með nýja stjórn og þá er að sjá hvernig henni reiðir af á næstu 80 dögum. Þó að það liggi ekki alveg ljóst fyrir HVERNIG það á að redda heimilunum og atvinnulífinu, (sjálfsagt verður það sársaukafullt) en mér leist mjög vel á þann þátt sem varðar breitingu á stjórnsýslulögum og breitingar á stjórnarskrá. Einnig eftirlaunafrumvarpið umdeilda, nýtt skipulag seðlabanka og margt annað. Helst má þó nefna aðgreiningu á löggjafavaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi, hér er 30 ára hugmynd VIlmundar kannski að verða að veruleika. Og þótt fyrr hefði verið!

Til hamingju Ísland, (næstu 80 daga amk)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband