Trúboð

Er nýkominn inn í hlýjuna af stéttinni eftir að tveir ungir Mormónar voru búnir að halda mig á "tjatti" um Mormónabók. Kræst! Hefur einhver lesið Mormónabók? Ekki ég, að minnsta kosti.
Ég bennti þeim veiðimönnum á að þeir væru kannski ekki á réttum stað á plánetunni! Íslendingar væru langtrúaðastir af öllum, samkvæmt einhverri gamalli skoðanakönnun! Hvort sem það væri trú á JK eða Peninga eða hreinlega á eitthvað annað. Annars voru þeir ágætir, strákarnir, töluðu íslensku og allt, reynda svolítið bjagað, en vel hægt að skilja þá. Kenndi þeim meira að segja nýtt íslenskt orð, sjálfboðaliði. Þeir voru ánægðir með það. Vildu endilega gefa mér bók, sem ég afþakkaði pennt, ætti nóg af bókum. Ætti meira að segja Biblíu og þrjár til fjórar úgáfur af Nýja Testamentinu frá Gideonfélaginu. Var reyndar að reyna að koma því inní umræðuna þessa nýju upplýsingar um Júdas, sem Discovery var að fjalla um í þætti á dögunum. Fræddi þá um að Páfinn í Róm væri eitthvað að missa sig yfir þessum upplýsingum. Sá hér á trúarblogginu, að ástæða fyrir öllum þessum miskilningi væri röng þýðing á trúarritunum. Held að það sé bara rétt.
Komið hafa fram ýmis rit í dagsljósið, sem hafa valdið trúarleiðtogum hugarangri, en hvað vita þeir? Eru þeir upphaf og endir alls? Hvað vitum við um þessi mál í raun? Voru kannski Guðirnir geimfarar, eins og Eric von Döniken fjallar um í þríriti sínu?
Kannski eigum við eftir að upplýsa margt, en margt hefur farið forgörðum, vegna þess að menn hafa verið iðnir við að farga ritum, sem falla ekki að þeim kenningum, sem trúarleiðtogar vilja halda í heiðri, eingöngu til þess að hafa stjórn á lýðnum. Allstaðar er þessi "pólitík" að vasast í. Ætti í raun að kalla þetta "trúartík".

Pissukeppni?

He, he he, Steinunn Valdís vil ekki fara í pissukeppni við Kópavogs-þursann, hann Gunnar I. Ég er ekki hissa á því, enda væri það mjög ójafn leikur, nema að Gunnar pissi þá sitjandi, annað væri ekki "fer". Annars er frólegt að sjá hvað Kópavogur hefur stækkað, landsvæðið að verða uppurið, það er slegist um spildur á Vatnsenda og svo kemur bara í ljós að Kópavogur á bara land að Suðurlandsvegi! Því ekki byggja þar? Byrja á að setja upp sjoppu með sjálfsafgreiðslu á bensíni og opið-allan-sólarhringinn-búð, fyrir vegalúinn ferðalanginn. Síðan geta moldríkir framkvæmdamenn tryggt sér nokkrar lóðir, farið að byggja háhýsi og skipulagt íbúabyggð fyrir alla og að lokum, þá er búið að króa Reykjavík af! Þetta væri bara ágætt, enda vilja Reykvíkingar byggja út í sjó, svo að nóg ætti að vera fyrir hina að byggja upp í land.
Hitt er annað mál að þessi svokallaða pissukeppni er stunduð daglega af stjónmálamönnun, hvort sem þeir sitji við að pissa eða ekki. Nýjasta pissukeppnin er vandræðagangur stjórnvalda vegna brotthvarf kanans og nú er að fara í hönd ein af skemmtilegustu pissukeppnum landsins, sveitastjórnakostningarnar. Þar verður sko pissað mikið!

Varnir landsins -er lausnin fuglaflensa eða hvað?

Þá er það ljóst. Helsta ógnin sem stafar að okkur mörlandanum er fuglaflensan, ekki hryðjuverk eða innflutningur á dópi eða þaðan af verra. við erum komin með nýja stofnun, sem mun sjá um þessi mál fyrir okkur. Við þurfum ekki leyni-her í anda Barns-Síns-Tíma-Björns eða bíða eftir að herforingjar USA leggji fram einhverjar lausnir fyrir Harde, bara til að halda hér dýrum þotum gangandi. Þessi stofnun sem ég er að tala um er kannski ekki ný af nálinni, hefur reyndar verið starfandi lengi en samkvæmt Fréttablaðinu í dag, er þessi stofnum komin með pottþétta lausn á málinu. Þessi kallar sáu hina réttu ógn, ógnina sem kemur úr lofti, ógnina sem allir tala um, nema USA, þeir vilja meina að það sé bara ógn, sem snýr að bandarískum Republik-kana-hugsjónum. Þeir eru komnir með leiðbeiningar hvernig verja eigi fiðurfénað okkar, leiðbeiningar til starfsmanna á alifuglabúum og þeirra sem sjá um förgun fugla og annara dýra sem sýkt eru af skæðri fuglaflensu. Þetta er Landbúnaðarstofnun sem stendur fyrir þessu og í henni eru Sóttvarnarlæknir, Landbúnaðarstofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið sem standa að þessari útgáfu. Sko. Það er hægt að skipuleggja varnir landsins hér innanlands! Þarf ekki bandarískan her til þess. Við getum alveg gert þetta sjálfir. Mikið vildi ég að Utanríkis- og Forsætisráðherra væru svona séðir að geta gert þetta á eigin spítur, frekar en að vera sífellt mígandi utan í Bush um að sjá um þessi mál fyrir okkur. Látum bara Landbúnaðarstofnun sjá um þetta og Landbúnaðarráðherra líka, þeir hafa allavega hingað til séð til þess að verja landbúnaðinn! Eða hvað!?

Blogg-manía!

Merkilegt!
Það virðist vera endalaust hægt að búa til ný og ný blogg svæði fyrir landann. Enda kannski ekki furða, frá þjóð sem hefur skrifað á skinn frá landnámi, reyndar bara nokkrir úvaldir karlar, því að ekki þótti það þorandi að láta almúgann læra að lesa og skrifa, fyrr en í upphafi 20. aldar eða svo. Fram að því voru það bara prestar og dindilmenni, sem þóttust eiga landið skuldlaust og einstaka sérvitringur, sem lærði á bókina upp á sitt einsdæmi og var kallaður letingi, sem nennti ekki að vinna baki brotnu fyrir einhvern annann.
Þannig að með nýrri tækni og ?betri? tímum, geta nú hver sem er sagt sína skoðun og meira en það, það þarf ekki endilega að vera neitt vit í því sem þeir eru að skrifa um. Bara láta það flakka sem því býr í brjósti og ekki einu sinni að nota rétta stafsetningu, nota styttingar og skammstafanir. Bíðið nú við! Voru ekki einmitt skinnkrotararnir að nota stittingar og skammstafanir á skinnin, bara til að spara pláss? Eða voru það kannski bara útlenskir munkar sem föttuðu uppá því snemma á miðöldum og íslenskur almúginn rétt farin að fatta "trixið" í upphafi 21. aldar?
Nei, reyndar ekki. Það væri fullgróft að halda því fram. Auðvitað erum við mest og best og erum fljótust allra þjóða að tileinka okkur ný tækni, erum nú þegar meðal þeirra fremstu í netnotkunn, miðað við þessa frægu höfðatölu, svo að það er ekkert skrítið að forfeður okkar hafi slátrað slatta af kálfum til að skrifa á skinnin, annað eins hefur nú verið gert í þágu tækninnar og framþróunar.
Samt vil ég óska Bloggurum til hamingju með þetta nýja svæði til að tjá sínar hugsanir og vonandi halda notendur sig einmitt innan þeirra marka, að tjá sínar hugsanir á vitrænan og gagnrýnin hátt, skilurru!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband