13.5.2007 | 15:11
Daginn eftir...
En það tókst ekki í þessari atrennu að fella stjórnina, þó svo að hún hangi inni með naumum meirihluta, því að Bjarni Harðar er eins og Sleggjan, ef þeir fara að vesenast með virkjun í neðri Þjórsá, mun Bjarni ekki styðja það og Árni Johnsen, ja, ef hann fær ekki hlutina með frekju á þingi, er hætt við að hann fari í fýlu, ef hann fær ekki göng til Eyja. Nei, ég held að Geiri kallin fari ekki í stjórn með Framsókn, skilaboð þjóðarinnar er of afgerandi til þess að það gangi. Sko, flokkur sem nær ekki inn formanni sínum á þing né umhverfisráðherra, verður að fara í endurhæfingu á Reykjalund eða hreinlega að grafa sig strax. Að verða malbiksflokkur mistókst, þeir eru og verða alltaf sveitaflokkur.
Nei, get ekki séð hvernig næsta stjórn verður, finnst ekki tókst að fella stjórnina, Geiri H. er með boltann og honum liggur ekkert á. Kannski tekur hann VG inn eða þá að hann bjóði Samfó til sængur. Æ, ég veit það ekki, hefði viljað sjá Kaffibandalagið virka, en eins og ég sagði Geiri ræður og hann verður ekki tilbúinn að láta boltann til Samfó eða Steingríms.
12.5.2007 | 16:34
Munið...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 12:49
Rétt talið?
Dam it, nú er barasta búið að setja á mann nýtt talningakerfi! Næst verður það þannig að mar kjósi í gegnum tölvur.(það er þó nokkuð öruggt) Þar sem ég er ekki einn af þessum bloggurumm sem fer mikið yfir 50 heimsóknir á dag, þá er þetta kerfi hreinlega til að brjóta mann niður
Nei, djók, líst bara vel á þetta, það verður þó til þess að það verður rétt talið á síðunni.
Annars er ég rétt mátulega bjartsýnn fyrir næstu helgi. Laugardagurinn verður ansi strembinn, nema hvað. Kjósa og kjósa. Pizza, bjór og missa sig yfir niðurstöðum kosninga. Reyndar kemur það í ljós á fimmtudagskvöldinu, hvort að það sé einhver ástæða til að vera missa sig yfir laugardeginum, er það möguleiki að Eiki komi okkur (eða sér) uppúr undankeppninni? Vonandi en er ekki bjartsýnn, frekar en Framsókanrflokkurinn, Þeir nefnilega vona en óvíst að þeir hafi árangur sem erfiði. En ekki ætla ég að gráta það. Reyndar keppast Sjallar að segja og þegja sem minnst eða mest þessa dagana, taka ekki á neinum málum sem eru hvað sterkust í umræðunni, nema þá kannski að viðhalda hagvexti (reyndar á kostnað barnafólks, láglaunafólks, öryrkja og aldraðra). Þeir eru með svakalega flottar sjónvarpsauglýsingar en þær segja bara ekki neitt, nema það sem fólk vill heyra. Ég sagði við félaga minn í gær að í raun væri Sjallar ekki nema 25-27% flokkur, þ.e. þeir sem eru allharðir sjallar, með blátt blóð og sjálfstæðis-steinhjarta. Hin 15% eru svona "wannabee" lið sem hefur ekki sjálfstæða skoðun og vill bara styðja þann flokk sem nær hæstu prósentutölu í kosningunum. Hann hló dátt þessi félagi minn og tók undir þetta.
Síðasta skoðanakönnun (í gær) sagði að Sjallar og VG væru að dala, Samfó og Framsókn að bæta við sig. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Hlæja yfir að Sjallar væru að missa flugið eða að Framsókn að bæta við sig. Svo hugsaði ég með mér: Gott, ef þetta verður niðurstaðan, þá er alveg öruggt að hvorugur stjórnarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn, því að þó að Framsókn bæti við sig 2 prósentustigum, er nokkuð öruggt að Samfó, F, og VG vilja ekki hafa hann með.
En endilega, fellum ríkisstjórninga þann 12 og setjið X við S og vonum að Eiki meiki það í Helsinki.
Góðar stundir.
4.5.2007 | 08:25
Hrósa þeir sigri?
Ja hérna hér! Heldur var það nú rýrt hjá saksóknara að ná fram einni ákæru af 50 ákærum sem var vísað frá! Skyldi vera skálað í kampavíni upp í Seðló?
Bara að velta þessu fyrir mér!
30.4.2007 | 09:00
Úlfar í sauðagæru?
Þetta er skrítin auglýsing og má misskilja hana á tvenna vegu. Í það fyrsta má telja að þeir í Sjálfstæðisflokknum séu komin vel á efri ár eða að nálgast titilinn Eldri borgari, en mér sýnist þau Geir og Gerður vera bara á góðum miðjum aldri og eiga sér langan starfsaldur, í öðru lagi hefur þessi flokkur staðið í því að skerða laun og bætur og fl. af eldri borgurum og hafa ekki staðið sig vel í þaim málum, þ.e. vistunarmálum og öðrum úrlausnum, frekar hefur flokkurinn (reyndar í stjórn Davíðs) staðið í baráttu við eldri borgara og öryrkja. ÞEssi auglýsing tel ég sýna að þarna eru úlfar í sauðagæru og ég ætla rétt að vona að fólk taki ekki mark á þessu slagorðakjaftæði þeirra í þessum málaflokki. Flokkurinn hefur nefnilega staðið sig best í því að skerða kjör eldri borgara. Þra´tt fyrir að vera með einhverjar úrbætur korteri fyrir kosningar, þá er það eins og að berja hundinn sinn í 12 ár og svo klappa honum einu sinni á bakið, af því að hann hætti að gelta!
Svei, barasta!
28.4.2007 | 13:05
Finnsk skemmtisaga 3
Hér kemur þriðja sagan af þeim bræðrum óborganlegu:
Þeir Pekka og Júkka voru einu sinni í ökuferð upp í sveit, þeir eru jú finnskir sveitamenn og óku eftir dæmigerðum mjóum sveitavegi. Pekka sat við stýrið. Svo komu þeir að krappri blindbeygju þegar annar bill kemur skyndilega á móti þeim, öfugu meginn og átti Pekka fullt í fangi með að forðast árekstur. Stórvaxinn finnsk svitarkona sat við stýrið í hinum bílnum og um leið og hún skaust framhjá, stakk hún höfðinu út um gluggann og kallaði: - SVÍN!
Pekka var einnig með opinn glugga, stakk hausnum ú tog öskraði með kreptan hnefa á lofti: BELJA!
Þegar þeir Pekka og Júkka komu út úr beygjunni óku þeir aftan á það starsta svín sem þeir höfðu á ævi sinni séð!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 09:34
Hert viðurlög...
... gegn ýtrekuðum umferðalagabrotum. Og það var sko tími til kominn!
http://www.visir.is/article/20070426/FRETTIR01/70426008
23.4.2007 | 12:17
Skóflustungu- og buddukosningar
Skóflustungukosningar:
Þegar flestir ef ekki allir toppar stórnarflokka eru farin að birtast á síðum dagblaða við einhvern ákveðin viðburð, fyrstu skólfustungu eða opnun á einhverju Rými. HEf tekið eftir því síðustu daga og vikur að það er orðið mjög algengt að slíkt sjáist á áberandi stað. Þetta gerist alltaf rétt fyrir kosningar, þæði til Þings og Bæjar. Liður í því að láta fólk gleyma.
Buddukosningar:
Jón Baldvin kallar það buddukosningar og er nokkuð til í því hjá kallinum. Framsókn búinn að moka út nokkrum millum, fjármálaráðherra, samgönguráðherra líka. Væntanlega fer heilbr. ráðherra/frú að gera slíkt hið sama. Á bara að gera eitthvað jákvætt fjórða árið sem setið er í stjórn, en nota hin 3 árin til að svíkja það sem lofað var?
Samkvæmt skoðanakönnun mun stjórnin halda velli, geri væntanlega ráð fyrir að þessi skóflustungu- og buddukosningaaðferðum séu að skila sér, því miður!
21.4.2007 | 00:40
Finnsk skemmtisaga II
Ég lofaði að það kæmu fleiri finnskar skemmtisögur og hér kemur saga númer 2. Góða skemmtun:
Þeir óborganlegu finnsku bræður Pekka og Júkka fóru til Indlands og dvöldust í Nýju-Delhí. Þeir lenda alltaf í einhverju þeir bræður og svo fór nú einnig í þessari ferð því fyrr en varði var Pekka lentur á spítala þar sem hann lá vafinn sárabindum um allan skrokk og var illa haldinn.
Júkka koma að sjáfsögðu á spítalann til að heimsækja bróður sinn.
- Hvað gerðist eiginlega? spurði Júkka.
- Það er nú varla að ég viti það, stundi Pekka vesældarlega. Ég var úti í skógi á snákaveiðum og var búinn að læra aægjörlega til hlítar hvernig veiða átti snáka. Svo kom ég skyndilega auga á einn stórann, gul- og svartröndóttann og það sást ekki í hausinn á honum þarna í þykku grasinu. Ég auðvitað greip endann, lét höndina renna eldingshratt upp eftir halanum á honum og hafði þumalputtann útspentan til að grípa um hausinn á honum, því ég vildi náttúrulega ekki að hann biti mig!
- Nú, en hvað? spurði Júkka. Beit hann þig?
- Ja, ég veit það varla. stundi Pekka. Áður en ég vissi af, var ég kominn með þumalfingurinn á kaf upp í rassgatið á því stærsta tígrisdýri sem ég hef nokkurn tímann séð !
19.4.2007 | 17:19
South River Band...
... eru hreint frábærir! Var að koma af tónlekum með þeim félögum, en þeir voru í Gamla bíósal í Duus húsum í Reykjanesbæ kl. 3 í dag. Leikgleðin, húmorinn og spilagleðin snerti hverja einustu taug gesta á staðnum. Eins og stendur á heimasíðu þeirra félaga, þá eru svo tónleikar á Cafél Rosenberg í Lækjargötu kl. 22:00, en væntanlega verða þeir blásnir af vegna brunans !?
Hér er heimasíða þeirra félaga.