Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ný bæjarstjórn í Garði

Þá hefur ný bæjarstjórn í Garði tekið við og vil ég óska Oddnýju Harðardóttur til hamingju með nýja starfið. Ég efa ekki að hún verði starfi sínu vaxin þó að ég efist um aðra meðlimi hins nýja lista. En hvað um það, þetta var niðurstaðan og nú er að sjá hvernig hinum nýja merihluta tekst til. Auðvitað vonar maður að vel takist, ekki er ég að óska þess að allt fari fjandans til, skárra væri það nú, þetta er spurning um áherslur fyrst og fremst. Eða þannig leit það út í kostningabaráttunni. Krafist var opnari stjórnsýslu og lögð meiri áhersla á skólamál, minni áhersla á malbik og aðrar steypuframkvæmdir, þannig að 80% tekna bæjarins fer þá í að reka skólann, samkvæmt tillögu N-listans. Ég tek það fram að ég vil og hef alltaf viljað veg skólans okkar sem bestann, en tekjur bæjarins þessa stundina duga ekki til að fara eftir öllum þeim tillögum sem óskað er eftir. Vil ég minna á að bæjarfélögin (þessi minni) voru neydd í að taka að sér rekstur grunnskóla, því að það voru eingöngu stóru, ríku bæjarfélögin, (rekin flest af Sjálfstæðismönnun) sem heimtuðu að taka yfir rekstur þeirra. Þau minni urðu að fylgja með (hefur eitthvað með staðfestu og innmúrun að ræða). Þetta var allt gert án þess að bæjarfélögin fengu nokkuð auka fjármagn í skólareksturinn. Svo þegar skiptin voru orðin að veruleika, komu tilskipanir frá ráðuneytunum um einsetningu, skólaeldhús og bla, bla, bla....Svo átti að leysa vandamálið með að sameina sveitarfélögin! Ég hélt að kostnaðurinn væri sá sami þrátt fyrir það að skólinn sé rekinn með eða án sameiningu, nema þá að fækka eigi starfsfólki, leggja niður skólastjórn og reka kennara, þá væri kannski hægt að spara! En það er ekki það sem við viljum. Ég vil bara að bæjarfélögin fái stærri hlut af skattaapkkanum til að getað tekið við þessum skyldum sem á þau eru lögð. Leggja minni áherslur á utanríkisþjónustuna, skattleggja hátekju-eignafólk og stórfyrirtæki og fara að hugsa um fólkið.

Lifi byltingin!


Enn um Framsókn

Á sama tíma og Framsóknarflokkurinn er í upplausn í landsmálapólitíkinni, virðist þessi örflokkur komast til mikilla áhryfa innan nýja Reykjavíkur-listans. Alveg furðulegt hve lágt Fuglaflokkurinn leggst að ganga til samstarfs við þann flokk sem tapaði mest í kostningunum. Það segir nú meira um Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn, því að þeir hefðu hæglega tekið Frálslinda inn og komið með eitthvað nýtt í Reykjavíkurpólitíkina, en nei, falla í sama farið og stórnarflokkarnir, enda slitnar ekki slefið á milli þessara tveggja flokka. Heyrði í fréttum í dag að það þurfi að sækja einstaklinga inn í nefndir og ráð, sem náðu ekki kostningu, svo að þetta aumingja-samstarf geti nú haldið. Hungrið í völd eru orðin það mikil hjá Bara Villa og hans fólki og gamla sjálfsagða "að ráða öllu" genið í framsókn er svo sterkt hjá þessum tveim aðilum að það er skelfilegt. Halldór ætlar að hætta vegna slæms gengis flokksins og Einfrumingurinn fær ótrúleg völd innan Borgarinnar. Er ekki eitthvað skakt við þessa mynd? Í síðustu alþingiskostningum töpuðu báðir stjórnarflokkarnir og héldu naumum meirihluta, og Sjálfstæðismenn fengu næst lökustu kostningu frá því síðast.

Ja, hérna, hérna, bara, ég segi ekki meir!


exbé=Formúla fyrir nýja tegund af einfrumungum?

Jæja, ekki að spyrja að því, auðvitað tókst minnsta flokknum í landinu að komast í borgarstjórn, ásamt flokki með Vinstra íhaldinu (eða hægri-var dáldið óljóst þarna í restina!) Þetta virðist vera lögmál frekar en tilviljun, en alltaf hefur Framsóknarflokknum tekist að vera meira og minna með puttana í stjórn landsins, alltaf tekst honum að komast í áhrifastöðu í ríkisstjórn og borgarstjón, þrátt fyrir slæglegt gengi, allstaðar þar sem hann kemur því við, nær hann að troða sér, þó svo að langmestur meirihluti þjóðarinnar vilji ekki hafa hann yfir sér! Hvernig stendur á þessu? Kannski vegna þess að hann er galopinn á báða enda og er tilbúinn að fórna hugsjónum (ef einhverjar eru) bara til að fá að stjórna, og Fuglaflokkurinn (XD ef einhver skyldi ekki fatta!) veit alveg að hægt er að kaupa Einfrumingsflokkinn fyrir stól, bara ef hann vill vera memm! Hvað kallast svona stjórnmál? Ég fatta þetta ekki. Enda ættla ég ekki að reyna það, enda búinn að fá nóg af þessum tveim flokkum í stjórn og tími til kominn að skipta þeim út fyrir lýðræðið.

Kosningavor

Jæja, það styttist í kosningar þetta vorið. Menn eru í óðaönn að mynda sér skoðun, endurnýja skoðun sína eða hreinlega að ákveða að hafa enga skoðun! X-D hamast við að tala sem minnst, X-Bé hamast við að lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við, X-S hamast við að halda meirihluta í REK og annarstaðar, X-V hamast við að skammast út í alla, X-F hamast barasta ekki neitt, því að engin veit fyrir hverju þeir eru að hamast yfir höfuð! Nema kannski að halda flugbrautinni í Vantsmýrinni. En hvað er ég að skipta mér af bæjarpólitíkinni í henni Reykjavík, kýs ekki einu sinni þar! Hef nóg með það þar sem ég er búsettur, enda allt á fullu hér í Garðinum, aðeins tveir listar í boði og eru blessunarlega lausir við að tengjast D, B, S, V, F osfv. á nokkurn hátt, allavega ekki opinberlega.
Munið bara að kjósa eftir ykkar bestu samvisku.
Góðar stundir.

Logn og blíða og "m-álæði"

Flott þetta nýja þema! Rembrant. Hentar vel svona listakalli eins og mér og hlakka til að fá fleirri afbrigði af þessu í framtíðinni.

Þrátt fyrir þessi fyrstu orð, á fer þessi færsla á Stjórnmál og samfélag, eðlilega, enda að styttast í kostningar. Sá þáttinn á stöð tvö í gær, "Slegið í klárinn" eina og Sigmundur Ernir kallar það, og það má eiginlega segja að hrossið hafði verið hreinlega slegið niður, ef menn eru staddir annar staðar en á línu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Annað eins hefur nú ekki sést barasta síðan olían fraus hér um árið! Reyndar mátti hann eiga það, bæjarstjórinn, að hann minntist nú á það að fyrra bragði að það væri eiginlega ekki að marka þessa spá, þrír smáflokkar voru hreinlega ekki komnir á koppin, þegar þessi spá var gerð og A-listinn afsakar sig með því að segja að stefnulistinn (loforðalistinn) hefur ekki verið birtur. Hm. Mig minnir að hann hafi verið kominn fram þetta framboð Samfylkingar og Framsóknar fyrir meir en mánuði síðan. Hvers vegna var ekki stefnuskráin komin í ljós fyrr? Engin skipstjóri leggur úr höfn nema vita hvert hann ætlar að fara og hvað hann ætlar að gera. Ekki góð byrjun það hjá annars ágæta lista. Vonandi verða þessar tölur ekki til að draga úr mönnum kjarkinn, því að enn er langt í kostningar og margt getur gerst á þrem vikum, þó svo að litlu listarnir nái ekki að velta Árna úr stólnum, en þeir eiga eftir að rétta úr kútnum, alla vega A-listin og Vinstri grænir, það er nokkuð öruggt. Reyndar hefur Reynir tekið þarna stóran séns að setja sig á 6 eða 7 sæti, full mikil bjartsýni þykir mér, því að ekki geri ég ráð fyrir að A-listinn fái svo marga, mesta lagi 2 og í besta falli 3. Vinstri gærnir koma sterkir inn, hafa reyndar aldrei boðið áður fram til sveitastjórnar í Reykjanesbæ, eða ekki síðan að Allaballar voru og hétu. Það var eitt atriði sem ég tók eftir hjá Sigurði Eyberg, "Ekkert álver, takk fyrir". Nýjan vinklil - Aðra sýn!. Flott, ánægður með hann, leggja frekar áherslu á ferðamál, en eitthvert F*****G monster við bæjardyrnar, þó að það gefi eitthvað í aðra hönd í smá tíma, þá á það eftir að koma í bakið á okkur. Eða erum við íslendingar mikið að fara á staði erlendis þar sem stórar verksmiðjur eru, kjarnorkuver og þessháttar mannvirki eru staðsett, (ekki nema einhverjir verkfræðingar kannski)? Nei, það er sól, náttúra og að græða peninga. Málið er að Suðurnesin hafa sól, (stundum falin á bak við ský) sérstaka náttúru, heillandi hugmyndir fyrir ferðamenn og fólk sem sér lengra fram í tíman í ferðamálum, sem er umhverfisvænn iðnaður sem ALLIR njóta góðs af og á eftir að skila til svæðisins mun meiri pening en álver. Þ.e., fjámagnið verður þá a.m.k. eftir á svæðinu, ekki satt?

Góðar stundir.


Götóttar götur í KEF!

Sá það á vef VF í gær eða fyrradag, að margir KEF-víkingar séu orðnir langþreyttir á vegaleysunni á Hingbrautinni og var þá orð í tíma töluð. Ekki er ég hissa á því! Ef maður myndi nú samanburðarmerki á milli stjórnunar bæjarins og lagfæringar á götum bæjarins, væri útkoman sú, að stjórnunin væri álíka götótt og göturnar í KEF! Má þar benda á marga vegaspotta í þeim góða bæ, sem mætti fyrir löngu vera búið að lagfæra, ekki bara Hringbrautina, heldur lagfæringar á gamla Flugvallarvegi (Nikkel) og malarkaflann frá Húsasmiðju og uppá Reykjanesbraut, sem er eins og argasti afdala-sveitarvegur eða þaðan af verri! Með allri virðingu fyrir sveitum landsins! Og nú á að setja hringtorg á mótum Aðalgötu og Iðavalla og lokast þá þarna aðalinnakstur í bæinn frá FLE, Sandgerði og Garði á meðan eða í viku, því ekki er ástandið á gamla Þrætukaflanum við Gróf neitt betra!
Stundum hvarflar það að manni að öll þessi jeppaeign sé ástæðan, það sé bara stefnan að hafa að minnsta kosti 30% gatna í hverju bæjarfélagi svona götóttar, til að jeppafólkið fái nú að reyna bílana, eða hvað? Ég var á ferðinni á Hringbraut í vikunni, sem ég þarf að aka daglega vinnunar vegna, í mikilli rigningu og slyddu, fræsingarnar yfirfullar af vatni og BANG! Svei mér þá, ég hélt hreinlega að annað framdekkið væri komið í hönk hjá mér því að í einni fræsingunni var engin smá hola og auðvitað ekki séns á að sneiða framhjá, bíll á móti og bíllar í bílastæðum.
Ég hélt að það væri nú ekkert mál að troða malbiki á götuna jafnóðum og búið er að fræsa, í stað þess að treysta á góða veðrið, því eins og menn vita, þá er víst ekki hægt að leggja malbik í mikilli bleytu. Og tímasetningin, maður! Byrja að fræsa rétt fyrir páska og enn eru göturnar götóttar. Í morgun búið að loka kafla á Hringbrautinni og umferðinni beint á nærliggjandi íbúðagötur. Hvað skildi það standa lengi yfir?

Mér finnst að ef það á að setja hringtorg á gatnamótin Aðalgötu og Iðavalla, að það yrði að minnsta kosti lagaður kaflinn þarna við Húsasmiðjuna, svo að hægt væri að beina umferð inná þann veg á meðan. Þetta næ ekki nokkurri átt fyrirkomulagið á gatnamálum í KEF þessa dagana, kannski fólk verður búið að gleyma þessu daginn fyrir kostningar, hver veit?


Olía - Kjarnorka - Vetni

Jæja, enn heldur olían að hækka! Flott væri ef maður ætti nú eins og eina olíudælustöð, eitthvað hlítur að detta í kassann hjá þeim að seðlum þessa dagana. Fatið að stefna í 74 dollara og hefur ekki hækkað eins mikið á jafn stuttum tíma í langan tíma. Allt vegna þess að "Goggi Witlausi Runni" hótar að sprengja allt og alla (Allah) til fjandans, ef ekki er farið eftir óskum og kröfum kanans. Þeir láta svona sem halda að þeir eigi heiminn skuldlausann. Það kæmi mér ekki á óvart að Runni yrði þekktur fyrir það eitt á spjöldum sögunar hafa beitt kjarnorkuvopni á friðartímum á aðra þjóð, sem er að reyna að búa til raforku handa þjóð sinni. Alla vega hefur ekkert annað komið ljós en að Íranir ætli sér að framleiða rafmagn, en ekki vopn. Vonandi er það einlægur vilji þeirra að framleiða rafmagn en ekki vopn, en væri það þá ekki til að nota það sem fælingarmátt, eins og Kaninn og Rússinn hefur gert s.l. 50 ár? Væri ekki nær að Kaninn drægi heri sína til baka frá Mið-Austurlöndum, hætti að "bögga" muslimskar þjóðir og standi fyrir því að finna og þróa nýjan orkugjafa. Staðreyndin er sú að mestu orkusóarar veraldar eru bandríkjamenn og það eina sem þeir eru að gera með þessu brölti sínu er að tryggja það að þeir geti verið þar í fremstu röð áfram! er það furða að muslimar séu illir út í bandaríkjamenn út af þessu.

Einhverstaðar las ég það að menn hafi verið búnir að þróa aðferð til að framleiða orkugjafa fyrir bíla um 1950, en olíurisarnir hafi gert allt til að standa í vegi fyrir þeirri þróun. Leiðréttið mig þeir sem vita betur. Íslendingar hafa verið einmitt verið að skoða leiðir til að nota vetni á bíla, má vera að gangi upp, en framleiðsla á vetni kallar á mikla raforku. Einnig hafa tilraunir með alkóhól gefist ágætlega og tilraunir með rafmagnsbíla ganga ágætlega.

Hverjir græða á stríði? Ef ég ætti vopnaverksmiðju, já, annars tapa allir, þegar til lengri tíma er litið. Vestrænar þjóðir hafa átt í stíði sín á milli s.l. 1000 ár og munu með sama áframhaldi og sama hugsunarhætti, hlada því áfram næstu 1000 árin, ef við verðum þá ekki búin að eyða þessari menningu okkar með fíflaskapi. Við vitum að stórveldi rísa og falla og ég hef það einhvern vegin á tilfinningunni að USA sé einmitt það stórveldi sem á eftir innan fárra ára eða áratuga, eftir að falla og verður það fall mikið og afdrifaríkt fyrir okkur öll, hvar sem er í heiminum við svo sem búum.


Pissukeppni?

He, he he, Steinunn Valdís vil ekki fara í pissukeppni við Kópavogs-þursann, hann Gunnar I. Ég er ekki hissa á því, enda væri það mjög ójafn leikur, nema að Gunnar pissi þá sitjandi, annað væri ekki "fer". Annars er frólegt að sjá hvað Kópavogur hefur stækkað, landsvæðið að verða uppurið, það er slegist um spildur á Vatnsenda og svo kemur bara í ljós að Kópavogur á bara land að Suðurlandsvegi! Því ekki byggja þar? Byrja á að setja upp sjoppu með sjálfsafgreiðslu á bensíni og opið-allan-sólarhringinn-búð, fyrir vegalúinn ferðalanginn. Síðan geta moldríkir framkvæmdamenn tryggt sér nokkrar lóðir, farið að byggja háhýsi og skipulagt íbúabyggð fyrir alla og að lokum, þá er búið að króa Reykjavík af! Þetta væri bara ágætt, enda vilja Reykvíkingar byggja út í sjó, svo að nóg ætti að vera fyrir hina að byggja upp í land.
Hitt er annað mál að þessi svokallaða pissukeppni er stunduð daglega af stjónmálamönnun, hvort sem þeir sitji við að pissa eða ekki. Nýjasta pissukeppnin er vandræðagangur stjórnvalda vegna brotthvarf kanans og nú er að fara í hönd ein af skemmtilegustu pissukeppnum landsins, sveitastjórnakostningarnar. Þar verður sko pissað mikið!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband