Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tilvitnanir Björns

Hér má sjá ein ummæli Björns Bjarnasonar um uppgjör Alþingis vegna kalda stríðsins. Þessi grein er tekinn beint úr gagnasafni MBL.is

Innlent | Morgunblaðið | 23.5.2006 | 05:30 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Hvatt eindregið til uppgjörs Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa hvatt eindregið til þess, bæði innan Alþingis og utan, að uppgjör vegna kalda stríðsins fari fram hér á landi. Sé vilji til þess á Alþingi að rita sögu Íslands og kalda stríðsins megi gera það með sama hætti og gert var þegar saga stjórnarráðsins 1964-2004 var rituð. Um rannsóknar- og greiningarheimildir til lögreglu segir Björn að hann hafi lýst þeirri skoðun á þingi að hann telji ekki lengra gengið að óbreyttu en fram komi í frumvarpi um nýskipan lögregluumdæma. Nánar er rætt við Björn í Morgunblaðinu í dag.

Hér eru ummæli nr. 2

Innlent | mbl.is | 22.5.2006 | 20:31 Björn: Skrýtið að hlusta á gamla sósíalista undrast upplýsingar um símahleranir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni í dag, að fréttir af erindi Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, um símahleranir í kalda stríðinu hljómi eins og aldrei hafi heyrst um, að símar hafi verið hleraðir á þessum árum. Sérstaklega er skrýtið að hlusta á hina gömlu sósíalista og alþýðubandalagsmenn tala eins og símahleranir komi þeim algjörlega í opna skjöldu. Þeir hömruðu þó á því sýknt og heilagt á þessum árum, að stjórnvöld væru að alltaf að hlera síma. Hafi eitthvað komið þeim á óvart í erindinu væri það líklega, að skiptin eru sex og nákvæmlega tilgreind auk þess sem dómsúrskurður er að sjálfsögðu að baki hverri heimild," segir Björn

Nokkrir kunningjar mínir hafa staðfest að Björn hafi talað um það í fréttaviðtali á RUV að fyrir einhverjum árum, að sóíallistar og gömlu kommarnir yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að Sovétríkin væru ekki lengur til og þeir ættu að gera upp fortíð sína sem fyrst. Ef hann vill að uppgjör verði, hversvegna lætur hann þá ekki opna fyrir gögnin í Þjóðskjalasafninu og stuðlar að því að þetta mál verði krufið í kjölinn?

Lifi byltinginn


Ekki sama Björn og Séra Björn?

Einu sinni sagði Björn Bjarnason að Kommúnistar á Íslandi þurftu að gera upp sína fortíð og draga ekkert undan. Mig minnir að þetta hafi verið fljótlega eftir að Múrinn féll og Sovétríkin liðu undir lok. Var hann harðorður í garð kommúnista, sósíalista og almennt alla vinstri menn, sem á einhvern hátt tóku upp hanskann fyrir Sovét og vildu innleiða sósíalið hér á landinu. Sem betur fer fór þó ekki svo að við gerðum það. Að vísu voru til hópar sem voru ekki með inngögngu í Nató og voru þar með kommúnistar, þeir sömu væntanlega voru á móti veru bandaríks her hér á landi og má fullyrða það að finna mátti efahyggjumenn úr ýmsum flokkum. Voru þau mótmæli laminn niður með táragasi á Austurvelli. Ég var t.d. einn af þeim sem vildu bandarískan her, ólst upp við það og taldi að af tvennu illu, væri skárra að hafa Kanann við bæjardyrnar en Kommann. Takið eftir; AF TVENNU ILLU!

Nú þegar sagnfræðingar leggja fram með rökstuðningi að hér hafi farið fram njósnir og símhleranir af stjórnvöldum á árunum 45-75 (+/-) gegn þeim sem voru ekki á sömu skoðun og Íhaldið, rekur Björn Bjarnason upp væl og segir að þingmenn ættu frekar að líta fram á veg en vera að velta sér uppúr fortíðinni og rannsóknir á henni (fortíðinni) ættu að vera í höndum sagnfræðinga! Bíddu við; Ætti Íhaldið ekki gera upp sína fortíð eins og Björn lagði til réttilega að sósialistar ættu að gera? Er maðurinn fæðingarhálviti eða hvað? Eða eru að koma kostningar í vor?

Mikið rétt, það má glögglega sjá á tillögum ríkisstjórnar varðandi lækkunar á vörugjaldi og virðisaukagjaldi á matvæli. Gott mál, en var ekki búið að vera benda þeim á þetta í sl. 2-3 kjörtímabil? Eða var þeta neyðarúrræði vegna þess að Samfylkingin, VG og Frjálslyndir ætluðu að nota matarskattin sem kosingamál? Þá er þetta gott útspil en vonandi sér fólk í gegnum þetta áður en það verður of seint, því að mér skilst að þetta taki ekki gildi fyrr en næsta vor! Tillögurnar eru að vísu ágætar en LÖNGU tímabærar og þessir tillögumeistar ættu að skammast sín að vera ekki búnir að lækka þessa skatta af matvælum fyrir löngu. (Ég sé t.d. ekki neinn mun á Skatti og Gjaldtöku, þegar ríkið er á annað borð að innheimta þetta af okkur)

Lifi byltingin!


Um stjórnmálaskoðun

Það er kannski komin tími til að ég geri grein fyrir þessari endalausu árás á Íhaldið og Framsókn í greinum mínum undanfarið. Málið er að ég kaus Íhaldið hér áður fyrr, þegar flokkuri stóð fyrir slagorðinu, Stétt með stétt! Þá trúði ég því eins og nýju neti að þetta væri málið. Að íhaldsmenn gætu stjórnar verkalýðsfélagi af sama skapi og eldheitir hugsjónamenn. (reyndar er verkalýðshreyfingin hundónýt í dag) Ég trúði því að maðurinn sem var að handflaka fisk í gamla frystihúsinu hér heima ætti eitthvað sameiginlegt með heildsalanum í Reykjavík (eða hvar sem er). Ég trúði því að flokkurinn ætlaði að vernda láglaunamanninn jafnt og hálaunamanninn, trúði því að allir mættu græða. En ég var ungur þá og óþroskaður. Í dag þegar ég heyri Íhaldsmenn segja Stétt með stétt, eins og Sólveig Pétursdóttir sagði í hádegisviðtali, þá fæ ég gubbu! Þetta sem átti að vera Stétt með stétt varð Há-Stétt að troða á Lá-stétt. Ég kaus ekki Íhaldið síðast og var í vafa þar síðast, sá bara enga lausn, nema að skila auðu, en það vildi ég ekki. Vildi ekki gera atkvæði mitt ónýtt með því að skila auðu. Maður væri svo mikill "lúser" ef svo væri og einnig ef maður mætti ekki á kjörstað. Ég kaus Alþýðubanda-Krata-Kvennaflokkinn (heitir víst Samfylking) síðast en geri það ekki aftur. Það er sama með hann og Íhaldið, ég veit ekki hvar ég hef þessa flokka. Áður fyrr var hægt að ganga að því vísu fyrir hverju Íhaldið stóð fyrir, það fór ekkert á milli mála. Einnig var það með Krata og Allaballa, Maður vissi nákvæmlega hvar maður hafði þessa flokka og svo það var mjög auðvelt að vera með eða á móti. Íhaldið í dag er þannig að undir niðri ríkir valdagræðgi, ráðstjórnarkomplexar og stefnan að gera þá ríku ríkari með öllum ráðum. Á yfirborðinu reyna þeir að vera ferlega Feminískir og taka fyrir málefni sem venjulegast eru á miðju eða jafnvel til vinstri á litrófinu, en tekst það herfilega. Það var nefnilega kjánalegt að sjá gamlann íhaldshund eins og Villa sitja með leikskólakrökkum í fanginu í síðustu bæjarstjórnarkostningum, maðurinn sem hefur varla skipt um bleyju á sínum börnum og Gísla Martein sem er jafnvel enn með b....!
Nei, svolítið ankaralegt, finnst mér. Reyndar var það sem gerði útslagið hjá mér varðandi Íhaldið, var þessi gegndarlausa einkavæðingarstefna þeirra, stefna þeirra í fjármálum að menn máttu græða eins og þeim sýndist og á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki séns í þetta fjámálarugl. Svo varð það Baugsmálið, Jónsmálið og ljósvakafrumvarpið. Þá fékk ég nóg. Þá sá ég að Íhaldið var að meina allan tímann; Það er allt í lagi að græða, það verða bara að vera réttu mennirnir sem meiga það! Og Baugsfeðgar voru ekki réttu mennirnir og Jón var kjaftfor bisnessmaður sem bara móðgaði Kjartan Valhallargoð, en það mátti engin gera! Allir urðu að vera hlýðnir og gera það sem Davíð og Kjartan sögðu. Það mátti engin hafa sjálfstæða skoðun. Það mátti engin segja neitt sem var í andstöðu við stefnuna eða jafnvel smágagnrýni, þá var sá sami settur út í kuldann eða gerður að sendiherra! Þegar upp er staðið, þá er Íhaldið sami gamli lokaði flokkurinn, illa haldinn að kaldastríðs-komplexum og er það furða þó ég kalli hann Íhaldskomma! Samfylkingin er þó að reyna að vera þessi opni, lýðræðislegi flokkur, en vill kannski ekki viðurkenna mikið mistök sín, s.s. Kárhnjúkavirkjun, en ætti sér viðreisnarvon ef stefna þeirra væri ákveðnari og hætti þessu kjaftæði, eins og virðist vera með Íhaldið, Frjálslyndir urðu til út af einu máli, kvótanum og þeirra akkilesarhæll er að þeir eru hægriflokkur, en meiga eiga það, þeir eru frjálslyndir. Það er aðeins einn flokkur sem maður veit nákvæmlega hvar maður hefur og það eru Vinstri grænir. Stefna þeirra er kristalskýr en maður þarf ekki endilega að vera sammála henni. Þannig að ég geri hreinlega ráð fyrir að kjósa bara Sólskinsflokkinn, ef hann væri i framboði!
Lifi byltingin!

Íhaldskommi eða kommaíhald?

Þá liggur það ljóst fyrir. Þeir sem hafa ekki húmor og eru ekki sammála Íhaldinu í umhverfismálum, utanríkismálum, málefnum aldraðra, fjármálum, skólamálum, stóryðjumálum, kynferðismálum, vegamálum, launamálum, fiskveiðimálum og þessháttar gríni, eru Kommar! Það þýðir, ef þú ert ekki sammála þeim Stóra í einu og öllu og leyfir þér að efast, þá ertu Kommi, ef þú leyfir þér að gagnrýna, þá ertu Kommi. Þetta minnir mig svolítið á stefnu þeirra Kremverja hér áður fyrr, svei mér þá! Nema að þeir eru ekki farnir að flytja menn stórfeldum búferlum Austur á land í þrælabúðir!
En eins og fólk veit og vilja vita, stunduðu Kremlverjar stórfeldann áróður fyrir stefnu sinni og hikuðu ekki við að fremja glæpi til að standa við hana. Sem betur fer leið komúnisminn undir lok, því að hún var óholl mannkyninu það geta allir verið sammála um, líka alhörðustu íhaldsmenn. en stundum finnst mér þögnin, áhugaleysið, virðingaleysið og tilhneiging íhaldsins að leyfa ekki opna umræðu um ýmis mál, jaðra við komúnisma. Þá er það spurningin; Hvort er betra að vera Íhaldskommi eða Kommaíhald, því að báðar þessar stefnur hafa fært mankyninu meiri ófögnuð en gæfu!
Því segi ég enn aftur og stend við það; Lifi byltingin (og það þarf ekki að vera neitt Che og Kúbulegt við það slagorð)

Söguleg endalok!

Þá hefur ríkisstjórn Ísland gert samning við herinn vegna brotthvarf hans af landinu. Geir og Framsóknar-þurs fagna því, stokkbólgnir á hnjám, að herinn ætlar að nota ALLANN sinn herstyrk, ef ráðist verði á landið! Vá, ekki hélt ég að við værum svona merkileg hjá herraþjóðinni fyrr vestan að þeir sendi barasta allann Nato-herstyrk sinn í Evrópu, Atlandshafsflotann og flugher og jafnvel flytja herlið frá Afganistan og Írak, auk heimavarnaliðsins í USA til að verja Ísland! Til hvers voru þeir þá að fara? Hvað sagði eiginlega Geir við þá í samninganefndinni? Hvaða rosa tak hefur hann á Kanann að þeir eru tilbúnir að beita ÖLLUM sínum herstyrk okkur til verndar, ef með þarf? A.m.k. var ekki annað að skilja á Geir í gær, þegar hann og Þursinn kynntu niðurstöðuna í beinni. Reyndar er þessi varnarsamningur svo leynilegur, samkvæmt fréttum gærdagsins, að aðeins tveir vita innihald hans, þ.e. aðeins tveir á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þeir í bandarísku samninganefndinni viti líka innhald samningsins, skárra væri það nú tangarhaldið á Kananum! En það var líka eitt sem ég tók eftir í gær, hvar var Valgerður, utanríkisráðherrann á meðan. Jú að tala Ísl-Ensku í útlöndum, eitthvað sem varðar þróunarhjálp. Henni var sem sagt ekki treystandi til að skrifa undir nein plögg á vegum ríkisstjórnar. Tilviljun að hún skuli vera á erlendis á sama tíma og samningurinn er kynntur? Og hvernig ætla Þeir að ráðstafa svo svæðinu innan "girðingar"? Þeir ætla að taka sér heilt ár til að hugsa málið. Fólk er nefnilega fljótt að gleyma á einu ári. Þeir vilja ekki gera neitt óþægilegt á komandi vetri, vegna kostninga að vori, treysta því að Þeir verði við stjónvöld næsta sumar, nota tímann til að láta gæðinga sína og innmúraða tryggja sér fasteignir og verðmæti. Af hverju ekki strax? Árni Bæjó í Reykjanesbæ var ánægður með samninginn en eitthvað var hann pirraður út í kollega sína að ekki skuli vera búið að gera neinar ráðstafanir um að nýta svæðið, þrátt fyrir fjölmargar tillögur og margar þeirra mjög góðar! Náttúrufræðisafn. Lögregluskóli, Kvennafangelsi, Íbúðir aldraðra, Kvikmyndaver og sfv. Og svo ákvæðið um að hreinsa svæðið. Þar held ég að Kaninn sé að taka okkur í óæðri endann, því að við vitum ekki hversu mikil mengunin er á svæðinu, bara það að við vitum að mengnin er til staðar og það þykir mér miður. Jú, þeir gefa sér 4 ár, en ef ég þekki Íhaldið rétt, þá draga þeir örugglega tærnar alveg framundir það síðasta til að gera eitthvað í málinu og þá verður of seint að láta Kanann standa við sitt og við sitjum uppi með óþverrann, en í staðinn ætlar Kaninn að verja okkur með ÖLLUM sínum herstyrk, EF eitthvað kæmi uppá hjá okkur!
Þetta kalla ég Söguleg endalok!
Lifi byltingin!

Kanar og kakkalakkar!

Jæja, kaninn farinn og þeir skilja eftir sig mengaða jörð og kakkalakka! Ekki einu sinni Bless! Eða takk fyrr!  Bara farnir. Og ríkisstjórn Íslands ætlar að taka við svæðinu eins og engin starfsemi hafi verið á svæðinu sl. 50 ár. Taka við byggingum, bæði nýjum og ónýtum, sem er í sjálfu sér OK, en létu ekki gera úttekt á mengun á svæðu, þrátt fyrir ábendingar um mengun á gömlu sorphaugunum og jafnvel víða innan girðingar. Eitthvað sem kostar jafnvel vel á miljarðinn að þrífa. Þeir skelltu bara öllu í lás og ráða svo eftirlitsmenn með byggingunum í eitt ár, en bara til að passa svæðið. Engin ákvörðun tekin um að halda úti vörnum gegn meindýrum, s.s. kakkalökkum, sem eiga nú mun auðveldara með að fjölga sér. Og svei, ef kakkalakkarnir ná svo fótfestu hér utan girðingar!

ég er dapur í hjarta hvernig stjórnvöld tóku á þessu máli. Kosningar í vor og það er öruggt hverjir fá ekki mitt arkvæði!

Lifi byltingin!


Er ekki í lagi?

Hm, Davíð Oddson, fyrrverandi eitthvað og núverandi "moneysaver", þ.e. Seðló, er farinn að hafa áhyggjur af auðsöfnun manna á Íslandi! Skrítið. Maðurinn sem undanfarin 12 ár hefur stuðlað að því með einkavæðingu Sjalla ásamt fyrrverandi Krötum og leifunum af Framsók, að örfáir einstaklingar græða sko þvílíkt á því einu að vera Group eitthvað og sérstaklega bankarnir. Varla er hann að tala um Jóhannes í Baug, það er búið að sýkna hann og varla er hann að tala um son hans, en hvert málið á fætur öðru er að leysast upp í tómt vesen hjá Hæstarétti og er ekki að verða að neinu, hann hlítur að vera að tala um bankana. Ég barasta trúi ekki öðru! Kannski er hann að meina kvótakónganna, en þeir eru víst orðnir svo fáir, að það er víst lítið á þeim að græða lengur, þeir, kvótakóngarnir græða bara í staðinn. Niðurstaðan: Davíð Oddson hefur mjög miklar áhyggjur af auðsöfnun manna, sem hafa stutt hann og ríkisstjórn hans í gegnum tíðina. Davíð getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð og sagt að þetta sé einhverjum öðrum um að kenna, hann var í forsvari fyrir ríkisstjórn, sem stuðlaði að óhóflegri auðsöfnum örfárra manna og það er hann og Sjallaflokkurinn sem ber ábyrgð á þessu. Hann er ekki undanþeginn þeirri ábyrgð þótt hann sé orðin Seðlabankastjóri. Misskipting og það mikla bil, sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu á undanförnum misserum, er á ábyrgð þeirra sem höfðu stjórn á hlutunum.  Tímarnir nenilega breittust líka í verslun og viðskiptum, karlar eins og Jóhannes í Bónus komu fram á sjónarsviðið og gjörbreittu verslunarlandslaginu. Auðvitað situr gamla heildsöluíhaldið eftir með sárt ennið og eru reiðir út í Jóhannes, í stað þess að ræða þetta við Davíð.

Lifi byltingin!


Frummaðurinn í Framsókn

Jæja, það stefnir víst í enn einn frummanninn til að stjórna Framsókn, fyrst var það Halldór og nú er það Jón. Annars afgreiddi Sigurjón þetta snilldarlega á baksíðu Fréttablaðsins í gær, mæli með að allir lesi Bakþanka. Ég leyfi mér að stórefa að Jón myndi laga stöðu Framsóknar fyrir næstu kostningar, réttast væri að leggja flokkinn niður og hægri íhaldsarmur hans gengi til liðs við Íhaldið (enda Framsókn stundum kallaður Litla íhald) og hinir dreifðust á restina. Ég var að ræða við vin minn um daginn um pólitík og þá lýsti ég Framsókn þannig að hann væri eins og gamall, slitinn plastpoki, fastur á nagla á gömlum, tjörguðum ljósastaur! Sjáið þið þetta fyrir ykkur?

Hávaðamengun eða hvað?

Jæja, lang síðan síðast, enda maður búinn að vera á flakki og ekki mátt vera að neinum skriftum síðustu vikur vegna viðhalds á húsi og fl. Reynda er það eitt málefni sem rekur mig til að Blogga og varðar það umræðuna um hraðakstur á íslendingum. Ég horfði á Ísland í dag í gær og þar komu fram í þættinum vélhjólakappi, löggæslumaður og fréttaskúmur og allir höfðu þeir eitthvað til málanna að leggja. Reyndar snérist þessi umræða i þættinum um ímynd vélhjólafólks frekar en um alvarleika þess að sumir í þessum annars ágæta hópi, keyra eins og vitleysingar í umferðinni, sumir teknir á 180 km. hraða og þar yfir! Og það strax eftir baráttufund þessa fólks vegna hraðaksurs vélhjólamanna! Skrítið! Það er rétt hjá vélhjólakappanum, þegar hann fullyrti að allir íslendingar keyra of hratt, enda halda flestir sem aka á þjóðvegum landsins að þeir séu á Autobahn í Þýskalandi, en ekki á sveitavegum á Íslandi. Vegir landsins þola ekki þennan hraðakstur, það er ljóst, hvort sem um er að ræða vélhjólakappa, flutningabílstjóra, rútubílstjóra eða bara venjulegir aular í umferðinni á sínum fjallabíl eða fólksbíl. Eins og fréttir síðustu daga bera með sér. Olíubíll útaf fyrir norðan, flutningabílar reyna að troða sér í Hvalfjarðargöngin með of háann farm og síðast í gær flaug einn útaf á Sandgerðisveginum og fartin slík að örygisbeltið gaf sig í látunum og bíllin eins og hann hafi verið settur í bílapressu! Ég meina það, ég er bara fyrir þeim, þó ég keyri á 100! Og það á Vesturlandsvegi. Fyrir utan það vélhjólamenn aki hratt og stofna lýfi sínu og annara í hættu, þá er annað sem fer ferlega í taugarnar á mér varðandi þessi hjól, sérstaklega tek ég það fram að ég er að tala um hin svokölluðu "reiser hjól" (sjálfsagt eru það keppnishjól á góðri íslensku) og skellinöðrur, (krossarar) sem eiga það sameiginlegt að gera ekkert annað en að framleiða hvimleiðann hávaða! Þessar skellinöðrur (fynnst það réttnefni vegna hávaðans sem þær framleiða) eru komið í annað hvert hús hér í nágrenninu og á góðviðrisdögum, sem ekki hafa verið allt of margir, þá eru þessir friðaspillar að þenja þessar græjur sínar fram og til baka eftir götunni, bara til að kalla fram hávaða. En það er önnur saga og tengist víst því eðli mannsins að vera hættir að sína öðrum tillitssemi. Varðandi hraðakstur, þá legg ég til að þeir sem teknir eru á þessum tólum á ofurhraða, verði sektaðir sem samsvarar andvirði hjólsins sem þeir eru á, sviftir ökuleyfi ævilangt á vélhjóli og hjólið gert upptækt og því eitt! Því ef sá einstaklingur sem missir stjórn á svona hjóli og stórslasar sig, (fyrir utan þá sem því miður hafa misst lífið á þessu ári) þá kostar það þjóðfélagið nokkuð margar milljónir að koma þeim á lappir aftur. Á þetta einnig við þá sem keyra eins og heilalausir á bílum, það sam ætti að gilda um þá. Því miður er allur hópurinn dæmdur eftir einstökum einstaklingum sem haga sér eins og fífl. Það er ekkert sem réttlætir svona hraðakstur. Og þeir hafa engan rétt til að framleiða hávaða, bara til að sýnast töff. Það er ekkert töff að vera dauður!
Hafið svo ánægjulega Verslunarmannahelgi og akið varlega! Það liggur ekkert á!

1%

Jæja, þá vitum við hve mikið verðbólgan getur haft á kostningaloforð. Í fréttum á RUV í kvöld var sagt frá samkomulagi samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og ríkisstjórnar um launakjör mörlandans, þ.e. þeirra sem verða að Berjast fyrir launum sínum,( hinir rétta bara upp hægri eða vinstri hönd þegar þeir vilja kauphækkun! lesist: þingmenn) Í sömu frétt var sýnt frá landsfundi Fuglaflokksins og þar sagði Dabbi frá því að hann (og flokkurinn væntanlega) ætli að lækka tekjuskatta um 4%, lækka virðisauka af matvælum og bókum og síðast en ekki síst; afnema eignarskatt! Það var semsagt ekki nóg að lækka tekjuskatt, sem allir nytu góðs af og lækka virðisaukaskatt, sem einnig allir nytu góðs af, nei, heldur var loforðið að afnema eignaskatt með öllu, en það voru bara þeir sem áttu eignir og skítnóga peninga sem nutu góðs af því, svona auka búbót fyrir tekjuháa liðið, því ekki höfðu hinir venjulegu launþegar neitt að ráði uppúr þessari skattalækkun eða afnámi skattsins að græða, því að þeir skulda mest! Ég tek fram og vitna alfarið í téða frétt og vil minna fólk á það (sem á annað borð nenna að lesa þetta) að þetta voru kosningaloforð fyrir 4 árum, þegar allt var á uppleið, samkvæmt tilbúningi þáverandi ríkistjórnar, sem voru, ef ég man rétt, Fuglaflokkurinn og Maddaman. Ég væri ekki hissa þó að það verði ekkert minnst á þetta í næstu kosningabaráttu, því að þar verður barist fyrir stöðuleika, stöðuleika sem ríkisstjórnin er búin að telja okkur trú um að geti ekki orðið, Nema Fuglinn og Maddaman verði áfram við völd! Farið hefur fé og reittar fjaðrir fyrir betra.

Eins og ég ritaði í pistli hér á undan; Lifi byltingin og ég stend við það!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband