Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú geta þeir sellt drasslið!

Einu sinni var ég á þeirra skoðun að RUV ætti að vera í eigu almennings og hvert heimili borgaði eitt fast gjald fyrir sjónvarp og RUV1 og selja bara Rás 2. Nú í dag er ég eiginlega komin á þá skoðun að best væri fyrir almenning að selja bara allt draslið, halda bara eftir Gufunni, því að með breytingu á OHF þá var því "laumað" inn í lögin að setja á nefskatt á alla í landinu til að halda uppi dagskrágerðinni. Ég held að fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því hvað átt er við þegar talað er um að leggja á nefskatt. Það þíðir það að á hvern íbúa eru lagðar um 13.000 þúsund krónur (svo leggst vsk á þetta) á alla heimilismenn sem eru orðnir 16 ára. Gott og vel. Ég á þrjú börn á skólaaldri og sá yngsti er að verða 15 ára og þegar lögin taka gildi mun hann þurfa að greiða um og yfir þúsund kall á mánuði það sem hann á eftir ólifað í miðil sem hann hvorki horfir á, hlustar á eða mun um næstu 25-30 árin eða svo hafa neinn áhuga á að horfa á. Fyrir heimilið er þetta kostnaður uppá 65 þúsund kall á ári! (+ vsk) Og fyrir hjón með börn á skólaaldri þá er það nokkuð víst að hluti þessa "SKATTS" mun leggjast á þau fullum þunga. Skattur, já. ég kalla þetta ekkert annað en skattheimtu ofan á alla þá skattheimtu sem lögð eru á heimili landsins, sama hvað Geir og Grani segja um þau mál.
Nú á dögunum var gerður samningur á milli RUV og Björgúlfs um að leggja pening í innlenda dagskrágerð sem á síðan að sýna á RUV. Eins og aðrir hafa bent réttilega á, m.a. Hollvinafélag RUV, þá er þetta liður í og flýtir fyrir einkavæðingu RUV og er líka í hrópandi ósamræmi við samkeppnislög. Það er pottþétt að spunameistarar Þorgerðar, Geirs og Grana, vissu alveg uppá hár að sá gjörningur að leggja Nefskatt á landsmenn, væri liður í að flýta fyrir sölu og svona samningur er auðvitað eins og bera olíu á eld.
Því segi ég, skattpíndur og þjakaður launþegi undan vaxtaokri og háu eldneytisverði, að ég hef hreinlega ekki neinn áhuga á að borga meira fyrir einhverja svokallaða "almenningseign" þegar búið er að útþynna fyrirtækið svona eins og gert er með þessum samningi, bara til þess að peningamenn í landinu geti verið að "leika" sér í að hnekkja á hvor öðrum eða þykjast vera í samkeppni við hvern annan.

Einu sinni var það Sambandið, heildsöluíhaldið og Kolkrabbinn, núna er það Baugur og Björgúlfur.
Þeir eiga orðið Ísland með mold, grasi, vatni og möl.


Malbik

Ja hérna hér! Segi nú ekki annað.
Um daginn ( ágúst nánar tiltekið) var aðalgatan hér í bæ malbikuð og var sko þörf á því, svo ekki sé meira sagt. Göturnar gjörsamlega handónýtar og fyrir löngu komin tím á að lagfæra þær. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar var skipt um bæjarstjórn og hafði sú gamla lagt áherslu á að malbika allar nýjar götur og afleggjara og lagfæra aðalgöturnar. Í sumar hélt ég nú að nú væri komið að því. Neibb. Kaflinn sem var malbikaður í sumar var malbikaður aftur!! Þrátt fyrir að önnur gata var götótt eins og heklaður dúkur, þrátt fyrir að vegurinn út á Garðskaga var eins og yfirborðið á tunglinu! Kaflinn fyrir framan húsið mitt, en ég er staðsettur á horni við mikla umferðagötu, er eins og eftir stríðið í Kosovo og þegar bílar, vörubílar og trailerar með kerrur keyra þar um, skröltir í öllu og hávaðinn yfirgengilegur á köflum.
En nú getur bæjarstjórinn ekið sem leið liggur beint heiman frá sér og í vinnuna á nýmalbikuðum vegi en pöbullinn má éta það sem úti frís!

Og hana nú!Devil


NAUÐGUNARLYFIÐ!

NAUÐGUNARLYFIÐ! Óska eftir smá samstöðu hérna frá ykkur!

 Tekið af blogginu hennar Heiðu:

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst


Það er sem ég segi...

...að maður bregður sér út fyrir landsteinanna í smá tíma og það hefur gjörbreyst landslagið þegar mar kemur heim aftur. Í síðustu færslu tala ég um að Jón sé út í kuldanum og mikið helv... var ég sannspár, þó svo að ég hafi verið að meina það í annarri merkingu. Enda varð ég steinhissa (og þó) að lesa um það í fréttablöðunum að mjólkureftirlitsmaðurinn úr Flóanum hafi loksins fengið hið langþráða embætti og tekið að sér formennsku Framsóknarflokksins! Verði honum að góðu!

Annars er úr ferðinni að segja að Helsinki rokkar og Tallinn einnig, en mikið finnst mér miðborg Köben vera orðin skítug og subbuleg. Og liðið þarna á torginu á nóttunum. Það var ráðist á okkur, einn sleginn niður og aðsúgur gert að einni konu í hópnum. Enda var okkur bent á það að vera ekki að þvælast á Torginu eftir miðnætti á kvöldin og þá er átt við ÖLL kvöld vikunnar, ekki bara um helgar. Sukkið er mikið á þessu svæði og hótelið sem við vorum á var staðsett á Ráðhústorginu. Ég var líka feginn að verra kominn heim í gærkveldi, rosalega feginn!


Hvað svo...?

Jæja, Jón úti í kuldanum, farinn í fýlu og Ingibjörg inni og VG sýna tennurnar yfir þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Það var dálítið fyndið að sjá Sif setjast í stól stjórnarandstæðing í Íslandi í dag í kvöld, virkilega fúl út í Geir að hafa tekið Samfó fram yfir Framsókn en svona er pólitíkin. Maður bíður bara spennur yfir því hvernig ráðherra uppröðunin verður og að hvaða samkomulagi flokkarnir gera sín á milli. Verður ESB skoðað? Hvað með virkjanaáform? Hvað með vexti og verðbætur? Hvað með sjávarútveginn og heilbrigðiskerfið? Jæja, maður segir nú bara, Hvað svo?

En ég er að fara til Helsinki á sunnudag og mun þar af leiðandi vera hálfsambandslaus þar til 29. maí. Þegar komið verður til baka mun ég hella mér út í að undirbúa sýningu sem verður á Flösinni í Byggðarsafni Garði þann 29. júní - 15. júlí í sumar. Ykkur er formlega boðið, Bara að skrá ykkur í gestabókina. Kannski að kaupa eina mynd. Annars mun ég setja myndir afmálverkunum inná myndaalbúmið mitt áður en langt um líður svo að þið fáið smá nasaþef (hehehe, nasaþef, hvernig er það hægt í gegnum tölvu?) að því sem verður til sýnis.

Hittumst síðar eftir rúma viku og farið varlega á meðan. 


Þetta vill Íhaldið

Eða allavega hafa þeir talað í átt að bandaríska módelinu í heilbrigðismálum. Einkavæða allt og leggja niður almannkerfið. Ég hef allavega ekki skilið annað á tali þeirra s.l. ár.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1269623

 


Daginn eftir...

...kosningar. Hausverkur. Bæði af bjór og niðurstöðum. Greinilegt að stór hluti þjóðarinnar telur að Sjallar séu þess verðugir að láta þá ráðskast með sig. Bæta við sig 3 þingsætum og það þrátt fyrir það að vera með tvo vonlausa karaktera í Suðurkjördæmi! Ég óska samt Björgu Guðjónsdóttur til hamingju með þingsætið og veit að hún á eftir að standa sig, þrátt fyrir að vera í liði Sjalla, þekki hana bara af góðu. En ég er ekki eins glaður yfir gengi minna manna í kjördæminu, hvorki Marshall né Guðný inni! Bömmer! Þetta leit mjög vel út miðað við fyrstu tölur og á tímabili sá ég að Samfó hafði um 20 þingmenn (RÚV.is)
En það tókst ekki í þessari atrennu að fella stjórnina, þó svo að hún hangi inni með naumum meirihluta, því að Bjarni Harðar er eins og Sleggjan, ef þeir fara að vesenast með virkjun í neðri Þjórsá, mun Bjarni ekki styðja það og Árni Johnsen, ja, ef hann fær ekki hlutina með frekju á þingi, er hætt við að hann fari í fýlu,  ef hann fær ekki göng til Eyja. Nei, ég held að Geiri kallin fari ekki í stjórn með Framsókn, skilaboð þjóðarinnar er of afgerandi til þess að það gangi. Sko, flokkur sem nær ekki inn formanni sínum á þing né umhverfisráðherra, verður að fara í endurhæfingu á Reykjalund eða hreinlega að grafa sig strax. Að verða malbiksflokkur mistókst, þeir eru og verða alltaf sveitaflokkur.
Nei, get ekki séð hvernig næsta stjórn verður, finnst ekki tókst að fella stjórnina, Geiri H. er með boltann og honum liggur ekkert á. Kannski tekur hann VG inn eða þá að hann bjóði Samfó til sængur. Æ, ég veit það ekki, hefði viljað sjá Kaffibandalagið virka, en eins og ég sagði Geiri ræður og hann verður ekki tilbúinn að láta boltann til Samfó eða Steingríms.


Munið...

samfylklogo72pt

Rétt talið?

Dam it, nú er barasta búið að setja á mann nýtt talningakerfi! Næst verður það þannig að mar kjósi í gegnum tölvur.(það er þó nokkuð öruggt) Þar sem ég er ekki einn af þessum bloggurumm sem fer mikið yfir 50 heimsóknir á dag, þá er þetta kerfi hreinlega til að brjóta mann niður Crying
Nei, djók, líst bara vel á þetta, það verður þó til þess að það verður rétt talið á síðunni.

Annars er ég rétt mátulega bjartsýnn fyrir næstu helgi. Laugardagurinn verður ansi strembinn, nema hvað. Kjósa og kjósa. Pizza, bjór og missa sig yfir niðurstöðum kosninga. Reyndar kemur það í ljós á fimmtudagskvöldinu, hvort að það sé einhver ástæða til að vera missa sig yfir laugardeginum, er það möguleiki að Eiki komi okkur (eða sér) uppúr undankeppninni? Vonandi en er ekki bjartsýnn, frekar en Framsókanrflokkurinn, Þeir nefnilega vona en óvíst að þeir hafi árangur sem erfiði. En ekki ætla ég að gráta það. Reyndar keppast Sjallar að segja og þegja sem minnst eða mest þessa dagana, taka ekki á neinum málum sem eru hvað sterkust í umræðunni, nema þá kannski að viðhalda hagvexti (reyndar á kostnað barnafólks, láglaunafólks, öryrkja og aldraðra). Þeir eru með svakalega flottar sjónvarpsauglýsingar en þær segja bara ekki neitt, nema það sem fólk vill heyra. Ég sagði við félaga minn í gær að í raun væri Sjallar ekki nema 25-27% flokkur, þ.e. þeir sem eru allharðir sjallar, með blátt blóð og sjálfstæðis-steinhjarta. Hin 15% eru svona "wannabee" lið sem hefur ekki sjálfstæða skoðun og vill bara styðja þann flokk sem nær hæstu prósentutölu í kosningunum. Hann hló dátt þessi félagi minn og tók undir þetta.

Síðasta skoðanakönnun (í gær) sagði að Sjallar og VG væru að dala, Samfó og Framsókn að bæta við sig. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Hlæja yfir að Sjallar væru að missa flugið eða að Framsókn að bæta við sig. Svo hugsaði ég með mér: Gott, ef þetta verður niðurstaðan, þá er alveg öruggt að hvorugur stjórnarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn, því að þó að Framsókn bæti við sig 2 prósentustigum, er nokkuð öruggt að Samfó, F, og VG vilja ekki hafa hann með.

En endilega, fellum ríkisstjórninga þann 12 og setjið X við S og vonum að Eiki meiki það í Helsinki.

Góðar stundir.


Hrósa þeir sigri?

Ja hérna hér! Heldur var það nú rýrt hjá saksóknara að ná fram einni ákæru af 50 ákærum sem var vísað frá! Skyldi vera skálað í kampavíni upp í Seðló?
Bara að velta þessu fyrir mér!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband