8.4.2007 | 23:44
Furðulegt!
Alveg er það furðulegt þetta blogg hérna hjá mér. Nú er ég búinn að hamast við að skoða nýjar bloggfærslur frá vinum mínum, en ef mig misminnir ekki , var ég að skoða nákvæmlega sömu færslur í gær! Það kemur nefnilega fyrir að ég skoða ekki færlsurnar nema endrum og eins, þ.e. 3-4 í viku, má bar ekki vera aðí, eða þannig. Nú, ég er í páskafríi eins og fleiri í dag og því gaf ég mér smá tíma til að líta á herlegheitin og hlakkaði smá til. Kvittaði hjá sumum og las hinar. Grillaði svo fyrir fammilíuna, opnaði eina rauðvínsflösku, sötraði restina yfir Walk the line og 24. Svo fór ég á bloggið aftur og ég hugsaði með mér, hve vinir mínir væru obboðslega dugleg við að blogga þennan tíma, barasta allir komnir með nýjar færslur og ég var að klára alla fyrir kvöldmat!
en þegar betur var að gáð, þá var þeð eina sem var nýtt, voru commetinn frá öðrum
Annað hvort er kerfið orðið ruglað eða ég. Ég veðja á kerfið, því að ég varð ruglaður fyrir svo löngu síðann, að það var áður en mbl hóf að halda þessum vef úti.
Þetta sýnir þó að ég er þó að rembast við að fylgjast með færslunum, en það er nú samt óþarfi að vera að blekkja mig. Hvað er eiginlega í gangi, ha?


Annað hvort er kerfið orðið ruglað eða ég. Ég veðja á kerfið, því að ég varð ruglaður fyrir svo löngu síðann, að það var áður en mbl hóf að halda þessum vef úti.

Þetta sýnir þó að ég er þó að rembast við að fylgjast með færslunum, en það er nú samt óþarfi að vera að blekkja mig. Hvað er eiginlega í gangi, ha?

Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Kerfið hefur verið í miklu rugli. Þú ert ekki sá eini sem kvartar! Vona að þetta lagist!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2007 kl. 01:32
Garðinum segirðu... ég er úr Keflavík.
Heiða B. Heiðars, 9.4.2007 kl. 11:36
þá erum við nágrannar
Bragi Einarsson, 9.4.2007 kl. 11:48
ja .. það virðist vera mikið rugl í gangi .ég hef verið löt að skoða og blogga undanfarið en það er alltaf eins og allir séu með nýtt efni þó svo að það sé ekki nýtt ,, það er gott það eru þá fleyri latir að blogga en ég ,,he he
Gleðilega páska og skál í r-víni ég drakk 2 glös um páskana ( hélt að ég mundi klára eina fl, en frammistaðan varð ekki betri )
Margrét M, 10.4.2007 kl. 09:38
Ég er svona öfugt við þig með að skoða bloggið. Les það nánast eingöngu á virkum dögum. Þetta hefur líklega eitthvað með það að gera að ég er að vinna við tölvur alla vikuna og langar ekkert sérstaklega að hanga fyrir framan hana um helgar þegar maður slakar á. En jú kerfið er eitthvað í rugli hjá þeim þessa dagana, hef tekið eftir því. (líklega í páskafríi ennþá þetta tölvudrasl
)
Guðmundur Þórðarson, 10.4.2007 kl. 12:02
Örugglega, Andri minn, örugglega
Bragi Einarsson, 11.4.2007 kl. 15:40
það sama hérna, en það er líka ok að kíkja tvisvar
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.