Finnsk skemmtisaga

mynd1Ég er að fara til Finnlands í vor og fannst upplagt að segja frá þeim bræðrum Pekka og Júkka. Þeir eru víst eins og Bakkabræður okkar íslendinga.Sögurnar áttu að koma í staðarblaði fyrir nokkrum árum síðan og var ég beðinn um að myndskreyta nokkrar sögur en þær komust aldrei á prent. Hér er sú fyrsta:

Þeir bræður Pekka og Júkka voru staddir upp í sveit. Eftir að hafa ekið um sveitina nokkuð lengi þurftu þeir að gera þarfir sínar, hægja á sér, eins og sagt er og því leituðu þeir uppi útikamar á góðum stað. Pekka fór inn á undan en var grumsamlega lengi á kamrinum. Júkka var farið að leiðast þófið, enda orðið mikið mál. Hann opnar því hurðina á kamrinum il að athuga hvort Pekka væri ekki að verða búinn. Þá sér Júkka að Pekka er að pota með spítu ofan í kamarinn.
-    Hvað ertu að gera, Pekka? spyr Júkka.
-    Ég missti jakkann minn ofan í! svaraði Pekka.
-    Blessaður láttu jakkann eiga sig, ég verð að komast að núna áður en ég geri í buxurnar!
-    Sko, mér er svo sem sama um jakkann, sagði Pekka þrjóskur. – En það var rækjusamloka í vasanum og ég vil ná henni upp úr!

Kem svo með hinar við tækifæri, góða skemmtun Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

he he he  þessi er góð ... fleyri svona sögur óskast .. eigðu góða helgi ..

Margrét M, 13.4.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AUbara

aldrei rækjusamloku.

Ljós í föstudagsnótt

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hahah ojojoj góður þessi !!!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2007 kl. 05:14

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk fyrir sætu kveðjuna

Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband