Blá-Græna slikjan á Sjöllum!

Jæja, þá er landsfundurinn búinn hjá þeim Geir og Ingibjörgu. Var nú kannski ekki endilega að rýna mjög í ræðurnar en þó kom mér það á óvart að Geir boðar breytta tíma á gömlum, súrum merg (traustum grunni) og Flokkurinn er barasta hreinlega að verða feminískur, umhverfisvænn og jafnréttissinnaður miðjuflokkur. Hm. Það er sem ég segi. Íhaldið hefur eiginlega þrífst á hugmyndum annara flokka og gera að sínum, þegar þeir loksings sjá að hugmyndafræðin þeirra hefur boðið skipsbrot. Ekki að ég sé ósáttur við þennan viðsnúning, ef hann verður svo að veruleika í raun, ef þeir komast í stjórn, heldur þykir mér það vera áfellisdómur á fyrrverandi formann flokksins, sem hélt félagsmönnum sínum í spennitreyju og sagði þeim vinsamlegast að halda bara kjafti, ef þeir voru eitthvað ósáttir. Ég held að Geir eigi eftir að dusta þetta óorð á flokknum, þennan Ráðstjórnaryfirbragð, sem varð þess valdandi að ég hætti að hafa áhuga á honum. Enda hefur það komið í ljós að Ráðstjórnarflokkarnir báðir, Sjallar og VG, eiga margt sameiginlegt og ekki furða þó að það leiði til stjórnarsamstarfs hjá þeim tveim. En, ég man eftir loforðum flokksins  við síðustu kosningar og þeir sviku þau flest. Líka Framsókn. En Geir stendur sig vel, hann er að vísu rólyndiskall og laus við skrúðmælgi en getur á köflum verið svolítið litlaus, en bestur er hann þegar hann reynir ekki að vera fyndinn!
ISG var hressilega á köflum í ræðu sinni, þó kom það fyrir að hún tafsaði en kom skilaboðunum vel frá sér. Ég var nokkuð sáttur við hana og sáttur við hugmyndafræðina í stefnumálum flokksins í heild, er að vísu tvístígandi vegna stóryðjumálin, en skil afstöðuna að það þurfi að gera heildarúttekt á vikjunarstöðum á landinu og gera áætlun um hvað eigi að virkja, hvernig og hvaða svæðum á að hlífa. Ég vil ekki vatnsvirkjanir upp um öll fjöll, langt í frá. Ég vil sjá aðrar lausnir varðandi atvinnueflingu í landinu. Svo er það þetta með vextina, ég sem venjulegur launþegi, ég vil fá bættari kjör í gegnum vaxtalaækkun frekar en að auka þennslu í gegnum launahækkun. Vaxtalækkun yrði besta kjarabót fyrir launþega landsins.
Það er mjótt á mununum samkvæmt skoðanakönnunum, en við jafnaðarmenn verðum greinilega að hrækja í spaðana á okkur og vinna að góðri kosningu í vor. Við verðum að gefa Sjöllum og Framsókn frí, það er þeim fyrir bestu og þjóðin alla. Við ætlum ekki að STOPPA neitt, við viljum halda áfram með breittum áherslum fyrir minnihlutahópa landsins, það er búið að mergsjúga þessa hópa s.l. 12 ár og tími til komin að þeir fái leiðre´ttingu á sínum málum, svona rétt eins og dómarar og ráðherrar!

Lifi byltingin í vor Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Margrét M

hvaða bylting

Margrét M, 16.4.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ vildi bara koma og þakka fyrir kveðjurnar, ég kveð í bili en hlakka til að koma aftur og sjá hvað þið verðið búin að skrifa

Knús og klem

Sigrún Friðriksdóttir, 16.4.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Bragi Einarsson

nákvæmlega og þess vegna lít ég á þetta sem hvatningu!

Bragi Einarsson, 17.4.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband