15.8.2006 | 21:46
Um hneigð og isma
Jæja, það er ekki að spyrja að því að hinir "hreintrúuðu" eru farin að blanda saman tilfinningum mannskeppnunar saman við glæpi og isma. Hinir "hreintrúuðu" hljóta þá í gegnum tíðina hafa verið "hneigðir" til glæpa, því að mankynsagan segir okkur að hér áður fyrr, áður en einhver fattaði uppá Netinu, þá fóru menn gráir fyrir járnum í Krossferðir og drápu mann og annan. Þá "hneigðust" menn til til að "bjarga" trúnni úr höndum hinna ótrúuðu, þó svo að þeir trúðu reyndar á sama Guðinn, bara trúðu ekki á sama spámanninn. Á þeim tíma, í nafni trúarinnar, myrtu þessir trúfrelsarar saklausar konur og börn og þótti ekki tiltökumál hjá þeim að kveikja í nokkrum þorpum og borgum á leiðinni til Landsins helga og á leiðinni heim, sér til skemmtunar. Trúbræður þeirra "hneigðust" líka til að brenna nokkra kellingar á báli, af því að þær "hneigðust" til trúvillu að þeirra sögn og þótti bara smart á þeim myrkum miðalda að stunda slíka skemmtun, allt í nafni trúarinnar. Þjóðir heimsins hafa í gegnum tíðina "hneigst" til að stunda manndráp á hvort öðru og kölluðu þessar þjóðir sig Krisnar margar hverjar og ekki lagaðst nú ástandið í seinni heimstyrjöldinni, þegar kexruglaður geðklofi "hneigðist" til að útrýma gyðingum, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur verið gyðingur a.m.k. einum þriðja og nýjasta dæmið er að afkomendur þessara sömu gyðinga eru núna að myrða saklaust fólk, bara vegna þess að hinir "hneigjast" til að vera á móti útþennslustefnu og afskiptasemi þeirra. Bandaríkjaforseti, sem "hneigist" til að trúa á Guð, eða hreinlega vera Hans hægri hönd hér á jörð, "hneigist" til að hamra á hryðjuverkamönnum, sem af einhverjum óútskýranlegum ástæðum virðast "hneigjast" til að vera Islamstrúar! Þannig að sjá má af þessu að "hneig" er örugglega sjúkdómur! Ég myndi örugglega leggja við hlustir ef bókstafstrúarmaðurinn á Akureyri myndi nota aðstöðu sína til að benda okkur á "hneigðir" okkar til að vera að skipta sér af skoðunum, löngunum, tilfiningum og draumum annara, í stað þess að sætta sig við manninn eins og hann er, virða skoðanir og þá sem eru heiðarlegir, í stað þess að ráðast á homma og lesbíur! Eins og ég sagði einhverntíman við vin minn, sem var að tjá sig frekar ósæmilega um homann á næsta borði: "Ég vildi miklu frekar umgangast 100 homma og lesbíur, sem væru heiðarleg við hvort annað og bæru virðingu fyrir umhverfi sínu, en 1 kolrugluðum, ofbeldis"hneigðum" hvítum, gagnkynhneigðum bjána!".
Verið góð við hvort annað.
Verið góð við hvort annað.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.