9.8.2007 | 00:13
Kominn heim í heiðardalinn!
Jæja, þá er mar kominn heim aftur eftir 10 daga flakki um Westfirði að norðanverðu. Súðavík, Ísafjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hrafnseyri! Ekkert nema keyrsla inn fjörð og út aftur og inn og út og...
Alveg endalausir fjarðarbotnar, skil ekki hvernig nokkur nenni að búa þarna, sérstaklega á veturna. En fallegt er þarna, sérstaklega í Dýrafirðinum, en við áðum að Núpi og skoðuðum skólahúsin og Skrúð, en þar hafði einhver frumkvöðull skrúðgarðaræktunar byrjað að planta niður trjám og plöntum. Ætla næstu daga að far yfir blokk og setja inn myndir úr ferðalaginu, hreinlega nenni því ekki núna í augnablikinu.
Þegar það átti að fara að þvo eftir ferðalagið, tók þvottavélin upp á því að gera tilraun til að hengja upp þvottinn sjálf! Það gaf sig víst lega aftan á tromlunni og vélin tók að dansa eftir þvottahúsgólfinu og var hamagangurinn slíkur, að hún hoppaði breidd sína og hreinlega lokaði inngöngu inn í þvottahús! Þar sem ég sat á brókinni í eldhúsinu að klára Special K og blaða í Fréttablaðinu, varð frúin að hlaupa út og bakvið hús, til að komast inn þvottahúsmeginn til að slökkva á vélarskrímslinu! Þurrkarinn var ofan á vélinni og var dottinn niður á gólf og hindraði einnig inngöngu þeim megin, en að lokum tókst að drepa kvikindið! Þ.e. slökkva á þvottavélinni (dálítið undir áhrifum á myndinni Transformers, en ég var að koma úr bíó með gaurunum) En það er komin ný vél í þvottahús, því að sú gamla var dæmd ónýt, þar sem það myndi kosta um 25 þús. kall að laga ferlíkið og þá var alveg eins gott að splæsa á nýja. Sú gamla hefur líka þjónað okkur í 8-9 ár (blessuð sé minning hennar) og er að vona að nýja Símenns tæknin toppi þann tíma. Sú nýja er svo hljóðlát miða við þá gömlu, að við erum alltaf að athuga hvort hún sé í gangi, svo lágt heyrist í henni, svei mér þá!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
get ýmindað mér að þetta hafi verið skemmtilegt ferðalag, spennandi að sjá myndir ... en OMG lifandi þvottavél ha ha . mín er ekki nema 3ja ára og er farin að haga sér ferlega undarlega spurning hvort að hún sé að komast á gelgjuskeiðið ( hormóna hýsill) he he
Margrét M, 9.8.2007 kl. 08:37
Kveðja frá kongens Köben í 25 stiga hita og sól.....
Agný, 9.8.2007 kl. 10:36
Vestfirðirnir eru æðislegir... þekki mig vel þar.
Síðan þín er flott!
Heiða B. Heiðars, 9.8.2007 kl. 18:49
Hahah frábær skrif um þvottavélina, en bara svo að þú vitir það þá eru rafmagnstæki í dag ekki gerð til að endast lengur en 5 ár, buhuuuu. Svo sú gamla hefur verið löngu komin á eftirlaun
Klems
Sigrún Friðriksdóttir, 13.8.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.