Malbik

Ja hérna hér! Segi nú ekki annað.
Um daginn ( ágúst nánar tiltekið) var aðalgatan hér í bæ malbikuð og var sko þörf á því, svo ekki sé meira sagt. Göturnar gjörsamlega handónýtar og fyrir löngu komin tím á að lagfæra þær. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar var skipt um bæjarstjórn og hafði sú gamla lagt áherslu á að malbika allar nýjar götur og afleggjara og lagfæra aðalgöturnar. Í sumar hélt ég nú að nú væri komið að því. Neibb. Kaflinn sem var malbikaður í sumar var malbikaður aftur!! Þrátt fyrir að önnur gata var götótt eins og heklaður dúkur, þrátt fyrir að vegurinn út á Garðskaga var eins og yfirborðið á tunglinu! Kaflinn fyrir framan húsið mitt, en ég er staðsettur á horni við mikla umferðagötu, er eins og eftir stríðið í Kosovo og þegar bílar, vörubílar og trailerar með kerrur keyra þar um, skröltir í öllu og hávaðinn yfirgengilegur á köflum.
En nú getur bæjarstjórinn ekið sem leið liggur beint heiman frá sér og í vinnuna á nýmalbikuðum vegi en pöbullinn má éta það sem úti frís!

Og hana nú!Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þurfið þið nokkuð malbik þarna í sveitinni...

Margrét M, 27.9.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guðmundur kom með þetta!

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Eins er nú mig minni að þegar er loksins búið að gera götu fína á Íslandi þá þurfa þeir endilega að grafa upp fyrir einhverjum andskota á eftir og vegurinn ver farin en áður. Annars er þetta rétt hjá Guðmundi og Heiðu.

Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband