Kominn í gírinn eða hvað!

Ég tók eftir því að það voru farnir að myndast kóngulóarvefir á þessari bloggsíðu minni og greinilega orðin þörf á að dusta rykið af henni enda ekki verið færð inn færsla síðan á gamársdag eða eitthvað. Enda hefur minn verið á kafi í undirbúning kennslu og í kennslu, nýtt þann tíma sem afgangs er í að mála og sinna famelíunni!
Ekki það að nóg hefur verið að gerast í henni pólitík og öðrum málum, en ég eftirlæt aðra um að pirra sig eða hreykja sér af þeim málum. Ég fjáfesti m.a. í nýrri ljósmyndavél einni stafrænni, Canon 400D með öllu og hef tekið nokkrar og sett á Flickr vefinn minn http://www.flickr.com/photos/bragiartboy

Vonandi hafið þið gaman af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll frændi.

Þorði ekki annað en drífa í að koma þér á listann svo ekki þarf að skamma mig fyrir það,óska þér til hamingju með nýju vélina (af hverju Canon ? )( Nikon miklu betri) eða þannig sko. Var að skoða ljósmyndasíðuna þína hún er flott. Þú gætir nú dansað á línunni, á milli að pirra sig og hreykja sér,þar þurfa einhverjir að láta ljós sitt skína,en þú ert búinn að hreinsa grómið og svo er að sjá hvort andinn kemur ekki yfir þig. Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 31.1.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Kom að tómum kofanum................... Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.2.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband