7.2.2008 | 20:46
Mokið, mokið, mokið meiri snjó!
Hvert sem litið er, allstaðar snjór! Það hefur ekki sést svona mikill snjór hér síðan síðast en það var sirka fyrir 8 eða 9 árum síðan. Í morgun varð ég að snæua við, lagði ekki á Garðveginn vegna blindbils, þrátt fyrir Sportage jeppling! Sem betur fer, þegar ég reyndi aftur einum og hálfum tíma seinna, taldi sonur minn, sem með var í för, eina 9 bíla sem farið hafa útaf á leiðinni. Ábyggilega bílarnir sem ég mætti á leið í Garðinn þegar ég snéri við. Var að pæla í að fara að moka innkeyrsluna í dag, en læt það bara eiga sig. Spáin fyrir morgundaginnn er ekki glæsileg, hlýnar að vísu en stormur og rigning. Kræst! Þá hlítur eitthvað af þessum snjó hverfa.
Jæja, sama er mér, hef það bara gott hér í stofunni, sötra kakó og dunda við vefsmíðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bragi minn er ekki bara málið núna að fá sér stærri jeppa ..
Margrét M, 8.2.2008 kl. 08:19
Þetta er hugmynd sem þú verður að fara að íhuga,Skaginn fer að verða óbyggilegur fyrir aðra en þá sem eiga stora jeppa eða snjósleða. Hvað um snjóbíl???
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.2.2008 kl. 09:04
góður Ari
Margrét M, 10.2.2008 kl. 10:47
hljómar svo huggulegt.
hérna er lveg ótrúlega heitt miðað við árstíma en veturinn getur enn náð að kíkja við !
hafðu fallegan dag inni í húsi !
Bless í dag
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.