12.8.2008 | 18:36
Kominn með „málverk“.
Jæja, loksins er komið að fyrstu færslu í sumar eftir langt og gott bloggfrí. Þetta er búið að vera viðburðaríkt sumar hjá okkur í fjölskyldunni, fengum afhent nýtt hús þann 12. júní og stóðum í flutningum og gáfum okkur góðan tíma i að setja allt í stand að Kjóalandi 15. Reyndar var húsið fullklárað, aðeins að setja upp innréttingu í þvottahúsi og ljós og myndir. Svo tók við mikil vinna í gamla húsinu. Ekki er hægt að selja nokkurn skapaðan hlut í þessum kexruglaða árferði á fasteignamarkaðnum, svo það var tekin ákvörðun að leigja húsið og þá þurfti að lagfæra ýmislegt og þá aðallega að mála. Við máluðum öll svefnherbergi og hurðar í svefnálmu og ætlum að leggja plastparket á gólfin og á gang og eldhús. Hamagangurinn var slíkur að minn fékk svo þvílíkt í bakið, að ég hef varla getað rétt úr mér síðan. Sem betur fer á ég tvo duglega stráka sem tóku við og kláruðu. Nú er bara eftir að leggja á gólfin.
Það má því segja að ég sé kominn með svaka málverk eftir sumarið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekki gott að heyra þetta með bakið. En gott að geta allavega leigt út húsið, svo það standi ekki autt. Þið eruð velkomin í heimsókn, án þess að taka upp pensil! :) Það var nú meira sagt í gríni en alvöru.
bestu batakveðjur
Gummi og Ragga
Guðmundur Jón Erlendsson, 13.8.2008 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.