7.12.2006 | 16:11
Baráttan um fjóshauginn I
Jæja, þá hefst fyrsti kafli af nokkrum, þar sem ég ætla að segja frá baráttunni um fjóshauginn.
Helstu hlutverk fara: Gamli úrilli haninn, Bláu unghanarnir, vinir hans, Bleiki unghaninn og vinir hans, metnaðarfulla unga hænan, sem stefndi á fjóshauginn og vinir hennar, hvíta hænan, sem gekk til liðs við metnaðarfullu hænuna, rauði unghaninn og vinir hans, blágræni unghaninn og hinu fáu vinir hans og fjöldinn allur af hönum og hænum, sem stóðu annaðhvort með gamla úrilla hananum eða metnaðrfullu hænunni. Hinir sem stóðu með blágrænu hönunum voru svo fáir að ekki er talandu um þá!
Leikurinn gerist á fjóshaug og í næsta nágrenni við hann í sveit á Íslandi á nútímanum.
Gamli úrilli haninn á fjóshaugnum hafði haft það embætti að vakna snemma á morgnanna og gala hátt á fjóshaugnum sínum. Hann kallaði hauginn Sinn, vegna þess að hann hefur ráðið á honum í ansi mörg ár og stjórnað hænsnabúinu með hörðum klóm, frá því að hann velti gamla föðurlega, vinsæla og góðalega hananum af velli. Enda var það kannski í lagi, hann var orðin svo gleyminn. Var það töluverður aldursmunur sem leiddi til þess að Gamli, úrilli haninn, sem var þá ungur og frískur, vann þá orustu. Sá fiðurfénaðurinn það alveg fyrirfram hvernig sú orusta myndi fara. All flest voru nú reyndar á því að tími væri kominn að skipta á hönum, gal þess gamla var veiklulegt og hann var stundum ekki alveg viss, hvort að hann væri að gala á réttum haug. Því var það sem hressilegur blær bærist um hænsnabúið, þegar nýji hanninn tók við fjóshaugnum. Búið vaknaði við hressandi gal á hverjum morgni, nýji haninn gerði líka margar góðar og slæmar breitingar á skipulagi búsins, kom á einhverskonar markaðsbúskap og einkavæddi fullt af hreiðrum. Hænsnasamfélagið leist ágætlega á þessar breitingar til að byrja með, en þó mátti heyra í nokkrum hænum og unghönum í hinum enda girðingar, að þessi einkavæðing á varphænum, væru nú farið að ganga út í öfgar, en gagg þeirra var hjóm eitt, til að byrja með. Með tímanum, þegar fylgihanar og vinir nýja hanans voru orðnir ansi áberandi í kringum fjóshaugin, líka þeir blágræanu, og brögð voru á því að enginn annar utann vinahópsisn komust nálægt fjóshaugnum, fór að bera á háværu mótmælagaggi.
Af hverju fá þeir alltaf besta fóðrið?
Af hverju fáum við svona lítið til skiptana?
Hvers vegna fá svona fáar hænur og hanar að njóta góðs af eggjasölunni?
Af hverju kostar fóðrið svona mörg egg?
Af hverju fá gömlu hænurnar og hanarnir alltaf versta kofann til að sofa í en Aðalhani og vinir hans alltaf þá bestu?
Fleira svona gagnrýnisgagg varð til þess að Aðalhani var alltaf að reyna að réttlæta gjörðir sínar en fékk þá bara háværari gagg á móti. Unghanarnir og einstaka unghæna, ekki margar, en þó einhverjar, auk blágrænu hanana, voru að vappa í kringum fjóshauginn og gögguðu í þá sem reyndu að komast að haugnum til að fella aðalhanann.
Með tímanum fékk haninn viðurnefnið gamli úrilli haninn. Hann kallaði til sín bestu trúnaðarhanana og einstaka hænur, líka blágrænu hanana, til sín á ráðstefnu, þar sem hann gaggaði baráttuanda í vini sína og sagði þeim hvernig þeir ætti að verja fjóshauginn og jafnvel að stækka hann eða, sem er nú eiginlega alveg gargandi snilld, að fjölga fjóshaugum og tryggja að aðeins þeir sem voru helstu stuðningsmenn Úrilla hanans, ráðu þar ríkjum. Var þetta kallað Einkafjóshaugavæðingin. Einnig var gerð áætlun að tryggja betur einkavæðingu á hreiðrunum. Í þeim lá gróðinn.
Kæru unghanar og hænur, við höfum fengið gagnrýnisgagg frá hinum hænunum og hönunum, og skulum við láta líta svo út að við ætlum að láta það eftir þeim. Við skulum taka þennan risastóa fjóshaug og skipta honum niður í minni fjóshauga og félagar! Við verðum að tryggja það að VIÐ séum þeir einu sem ráðum yfir þessum fjóshaugum!
Einn blágræni unghaninn rétti þá upp væng og spurði hvort að hænsnasamfélagið myndi ekki sjá í gegnum þetta plott.
Verðum við ekki að tilkynna það að þetta sé opið hverjum hana og hænu, að taka hluta af fjóshaugnum og einkavæða hann?
Fundurinn samþykkti þetta og var gefin út tilkynning um það. Hélt Úrilli haninn mikla ræðu á fjóshaugnum, þar sem hann tilkynnti einkavæðingu á fjóshaugnum, honum yrði skipt upp í minni fjóshauga og allir fengju sinn part, breytingar á rekstri hreiðrana, ef þeir hefðu nægjanlega mörg egg til að greiða fyrir. Eftir smá þref í hænsnasamfélaginu og smá deilur, var þá samþykkt sem semingi, að hver sem vildi og gæti, mætti stofna sinn eigin fjóshaug og reka eigið hreiður, með skilyrðum. Var það kallað frjáls samkeppni.
Vinir úrilla hanans töldu það vera í lagi að leifa slíkt, líka þeir blágrænu, því að engum datt í hug að nokkurri hænu eða hana hefði á slíku hugmyndaflugi að ráða, að þeir færu af sjáfdáðun að stofna fjóshaug eða reka eigið hreiður. Vinir úrilla hanans voru meira að segja svo vissir, að þeir nenntu ekki einu sinni að ræða það mál. Átti þetta líka við blágrænu hanana. En í hænsnasamfélaginu var nefnilega einn unghani, sem var með hugmynd, sem átti eftir að kollvarpa öllum hugmyndum úrilla hanans og vina hans. Hann byrjaði með tvo vængi tóma og mikla bjartsýni að byggja fjóshaug og stofna hreiðurkeðju, þar sem hver og einn gat notað af vild og bauð mun hagstæðari kjör en þekktist hingað til. Hann tók til dæmis í gjald aðeins eitt egg, í stað þess að aðalfjóshaugurinn rukkaði 5 egg fyrir að nota hauginn og hreiðurkassana sína! Og þessi unghani varð á skömmum tíma einn ríkasti unghanin í hænsnasamfélaginu og átti að lokum marga fjóshauga og hreiður sem stækkuðu. Var kann kallaður Bleiki unghaninn, vegna bleiku fjaðrana, sem voru í stéli hans.
Framhald.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.