Framsókn og hún amma

Amma mín er jafngömul Framsóknarflokknum!  Amma mín er nokkuð ern, miðað við aldur, en auðvitað er margt farið að klikka hjá henni, blessaðri. Sjóninni hefur hrakað undanfarin ár, eins og hjá Framsókn, heyrnin orðin döpur, eins og hjá Framsókn og fæturnir valtir og þarf að styðja sig við göngugrind stundum, eins og Framsókn þarf að gera! Merkilegt hvað það er líkt með henni ömmu minni og Framsókn, þótt ég geti staðfest að hún hafi ekki kosið Framsókn, nema kannski einu sinni. Ég held að hún sjái alltaf eftir því, gamla konan og tali sem minnst um þessi mistök sín, sem flokkast kannski ekki sem stór mistök, en það er það sama hjá Framsókn, þeir tala nefnilega sem allra minnst um sín mistök og vilja helst sem minnst vita af þeim.
Ég og fjölskylda mín ætlum að heiðra gömlu konuna á milli jóla og nýárs, en ég held að fæstir innan þeirra fjölskyldu vilji nokkuð af Framsókn vita, svei mér þá! Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var glæsilega skrifað

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.12.2006 kl. 17:38

2 Smámynd: Bragi Einarsson

takk fyrir það

Bragi Einarsson, 16.12.2006 kl. 18:46

3 Smámynd: marjorie

Til hamingju með þessa fínu ömmu. Skemmtileg lesning.

marjorie, 16.12.2006 kl. 21:06

4 Smámynd: marjorie

Til hamingju með þessa fínu ömmu. Skemmtileg lesning.

marjorie, 16.12.2006 kl. 21:06

5 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 16.12.2006 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband