26.1.2007 | 23:29
Taðhaus?
Annars hafði ég heitið því að ræða ekki pólitík (verð alltaf svo brjálaður út í þetta lið), en eftir að hafa þurft að hlusta á Guðna Ágústsson reyna að réttlæta 16 milljarða af skattpenngum okkar í að vernda landbúnaðinn í útvarpi í gær, fer ég að halda að hann sé með ullarblandað tað í stað heila, því að hann hreinlega gat ekki svarað fráttamanni af neitu viti annað en að segja að "lambakjöt væri gott og allir ætti að éta það (í hvert mál. innskot Bragi). Minnir mig á söguna um Lukku Láka, Gaddavír á gresjunni, en þar átti hetjan í baráttu við nautgripabændur, sem vildu leggja undir sig allar sléttur undir nautgripi. Þar þótti mönnum bara sjálfsagt að éta T-bón í hvert mál og voru ekki að hafa fyrir því að blanda kartöflum eða papriku við, enda voru þeir í baráttu við grænmetisbændur, sem vildu girða af garðana sína.
Og ég tek undir það sem aðrir hafa verið að gagnrýna að hvernig getur ráðuneytin verið að lofa milljörðum fram á næsta kjörtímabil? Er þetta lið svo veruleikafyrt að halda að þeir lifi endalaust eins og Kastró og haldi að þeir virkilega ráði á næsta kjötímabili?
16 milljarðar í landbúnað
3 milljarðar í Háskólann
Neskattur sem á eftir að moka inn seðlum fyrir ríkis-einkarekið RUV
Fjöldinn af þeim einstaklingum sem ekki borga skatta, NEMA 10% fjármagnstekjuskatt og losna við að greiða útsvar til bæjarfélagsins og fl.
Er ekki kominn tími til breytinga? Ha? Í alvöru!
26.1.2007 | 22:33
Myndir
Njótið vel.
22.1.2007 | 18:21
Nýr flokkur?
Ég nefndi það í síðustu færslu að það væri kannski bara sniðugt af Margréti Sverris, Krisinni H og öðrum utan"gátta" frambjóðendum að stofna bara nýjan flokk, til að koma heitustu málunum á framfæri. Það má bæta Hjálmari Árna við þennan hóp.
Annars ætlaði ég ekki að tala neitt um pólítík, en ég bara varð að koma þessu að. Það sagði við mig vinnufélagi minn í morgun, að laugardagurinn hafi verið frábær, Chelsi tapaði og Ísland vann Ástralíu og prókjör Framsóknar var í gangi. Sunnudagurinn var aftur á móti hræðilegur! Tap i handbolta og tap hjá Hjálmari! Gat ekki endað verr, sá dagur, tjáði hann mér. Við vinnufélagarnir þurftum að setja saman stuðningshóp, til að hugga hann og samt er hann ekki Framsóknarmaður!
Ég nánanst sofnaði yfir Eurovision undankeppninni og samkvæmt sögn minnar spúsu, þá missti ég ekki af miklu, en þó var ég búin að heyra þessi lög í útvarpi í vikunni og var nokkuð viss um tvö af þeim þrem næðu áfram, var ekki viss með Blómabörnin. Þótti það falskt sungið!
Reyndar var ég á vinnustofu minni um helgina að kreista fram eitthverju viti úr penslunum með misjöfnum árangri og skellti mér á opnun sýningarinnar Tvísýna, sem opnuð var í Listasafni Reykjanesbæjar á laugardag, Þrælflottar myndir hjá þeim Hlaðgerði Írisi og Aroni Reys, Hlaðgerður með þessa þrælflottu blæbrygði í andlitsmálun og ofurnákvæm og Aron svona skemmtilega "hrár" en dulúður í sínum verkum. Mæli með sýningunni!
Annars heyrði ég ansi skemmtilega auglýsingu í útvarpinu áðan, en þar var stuðningshópur að hvetja hlustendur að standa við bakið á "strákunum okkar" og sýna stuðning í verki! OK, ég er staddur á Íslandi og strákarnir eru í þýskalndi og vonandi heyra þeir öskrin í mér núna: ÁFRAM ÍSLAND!
Góðar stundir
17.1.2007 | 21:57
Geisp eða gaspr!
Hvurs lax! Það er orðin full vinna að les bloggin hjá ykkur, félagar og gefa kommett þar sem við á. Þannig er það nú hjá mér þessa dagana að ég er illa haldinn af ritleti eftir langann vinnudag. Þegar prótínið er farið að hafa áhrif á lífærin á manni eftir kvöldmatinn, breytist maður í þægt sófadýr fyrir framan fréttirnar, og svarar stundum með eins atkvæðis orðum og segir já þar sem maður átti að segja nei þegar frúin reynir að ná sambandi við nánast heiladauðann eiginmanninn! Meira að segja er manni boðið góðann dag eftir að hafa dottið út af og þarf þá að setja á Stöð2 plús til að ná restinni af bullinu í fréttunum. Ekki það að maður hafi misst af miklu. Trúðarnir á Alþingi halda áfram að ganga fram af fólki, ástandið í Byrginu orðið eins og á síðustu dögum Berlínar í seinni heimstyrjöldinni og ráðherrar vísa á hvern annan, þegar talið berst að ábyrgð varðandi greiðlur til Byrgisins. Hef heyrt þetta áður! Málefni Byrgisins er eins og misheppnaður ættingi, sem enginn vill þekkja eða taka á.
Margrét S ætti að skella sér í formanninn, aðeins að velgja þeim Gauja og Magga undir eyrum, þó aðallega til að setja korktappa í túlann á þeim Jóni og Co, Ný-rasistunum, sem poppuðu upp í haust. Ef ekki, þá er örugglega pláss fyrir hana í öðrum flokkum. Kannski ætti Margrét og Kristinn bara að stofna nýjan flokk, ha? Og þeir sem ekki hafa hljómgrunn í sínum flokki að ganga til liðs við þau, ha! Margt vitlausara en það.
En vitið þið bara hvað, nú er fólk orðið svo moldríkt hér á Íslandi að hesthúsin eru orðin flottari en íbúðirnar, sem eigendur hestanna búa í. Bara eitt st. 25 hesta hús kosta skitnar 30 millur! Ég er bara farinn að átta mig á því að kannski sé best að kaupa hest, eitthvað hljóta þeir að ávaxta sig. Kannski skíta þeir bara peningum, svei mér þá! Svo er hægt að beita þeim á blettinn hjá sér, þá þarf maður ekki að slá. Svo ef harnar í ári, jæja, ég á alltaf gömlu salttunnuna, sem ég erfði eftir hann afa, hún rúmar hest eða svo!
Þessi bloggfærsla er svo algjörlega á ábyrgð þeirra sem lesa hana og túlka rangt, því að ekki get ég borðið neina ábyrgð á gasprinu í mér, þegar svona er áliðið kvölds!
Góðar stundir!
Geisp!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2007 | 11:40
Farfuglar Eiríks
Jónatan Garðarson er með skemmtilega grein í Fréttablaðinu um myndina Farfuglar eftir Eirík Smith. Er hann að velta fyrir hvaðan myndin er og er að geta þess að hún sé frá Þýskubúðum í Straumi, en Eiríkur ólst upp í Hafnafirði og ætti að þekkja umhverfi þess mjög vel, enda margar af hans myndum af þessu stórkostlega svæði. Jónatan segir svo:
"Ég lít svo á að myndin sé frá Þýskubúð og er sennilega af móður hans fremur en ömmu. Eða bland af þeim báðum. Þessi gamla kona er svo meitluð í framan. Og sterk. Ég sá verkið fyrst á sýningu Eiríks á Kjarvalsstöðum árið 1981 en myndin er máluð 1980. Já, Eiríkur er magnaður myndlistarmaður. Af hverju heitir myndin Farfuglar? Það er náttúrlega einhver sveimur þarna, jú. En Eiríkur hefur alltaf verið snjall að finna nöfn á verk sín. Ekkert "án titils". Eða eins og konan sagði: "Án tillits". Sem er náttúrlega miklu betra."
Vil ég benda á að fyrirmyndin, þ.e. húsgaflinn, ströndin og litli vitinn í bakgrunni, er fenginn að láni úr Garðinum, nánar tiltekið Lambastöðum, en Lambastaðir, Gamli vitinn og ströndin er mjög vinsælt myndefni listamanna og var Eiríkur engin undantekning á því, enda eru þær ansi margar myndirnar sem hann málaði af þessu svæði, hver þeirra hreint listaverk. Heitið Farfuglar á við við þessi 4 element sem myndin sýnir, gamla konan, gamla húsið, gamli vitinn og farfuglarnir, þetta eru allt hlutir sem koma og fara.
14.1.2007 | 11:07
Komdu nú að kveðast á...
Sá hjá honun Gunnari Helga félaga mínum í Svíaríki smellið kvæði og var óskað eftir þýðingum. Ég átti í fórum mínum þessar limrur og ég get ekki séð betur en að þær séu í svipuðum stíl og þessi hjá Gunnari. Um höfund hef ég ekki hugmynd um og gott væri að fá einhverjar upplýsingar um hann, ef einhver þekkir uppruna þessara limra. Njótið og skemmtið ykkur vel.
Hún gerði það ágætt hún Guðmunda.
Hún gerði það fyrst undir Ámunda.
Svo með Helga og Tý.
svo með Helga á ný
og svo með hljómsveit sem stödd var í námunda.
Hún Ingveldur gamla frá Engi.
Hún ei hafði fengið það lengi.
En á leið heim af engjunum
hún lent´undir drengjunum
og lá svo í mánuð með strengi.
Það er almenningsálit í sveitinni
að ást séra Markúsar á geitinni
megi hreint ekki lá,
þegar litið ber á
hversu lík hún er Jórunni heitinni.
Einn maður í fjöllunum "Fannlausu"
var að fá það hjá Sigríði mannlausu,
þá brjálaðist gellan
og beit hann í sprellann,
nú tekur hann bara þær tannlausu.
Hún var glettin hún Gunna frá Glerá
svo giftist hún Jóni frá Þverá
og nú hoppa um húsin
hálft annað dúsin
af krökkum sem enginn veit hverá.
Hún var fjörug hún Fríða á Fjalli
þó sjaldan hún væri með kalli
en þegar á kvöldin
er greddan tók völdin
þá varð henni höndin að falli.
13.1.2007 | 02:20
Að kjafta "niður" krónuna
Pólitíkin er skrítin tík, hún á það til að gjamma upp í vindinn, út af engu, eða þá að hún treður tríninu undir afturendan á sér, þegar á hana er yrt. Svo er heldur ekki sama hvaða háralit blessaða tíkin hefur eða kyni, svo að hægt sé að taka mark á henni. Það hefur ekki farið mikið fyrir mér hér á blogginu þessa vikuna, enda í mörgu að snúast, en þó tók ég eftir viðtali við dýralækninn hann Árna í útvarpinu um daginn, þar sem hann missti sig út af ummmælum ISG út af krónunni, sagði að hún væri að "tala hana niður"! Mæ gott, og ég hélt að það væri Seðlabankinn einn og Dabbi sem gæti kjaftað gegni krónunnar upp eða niður!.
Í fyrra byrjaði Valgerður að "tala krónuna niður" þegar hún vildi athuga það að taka upp Evruna, en þá þá hélt Árni kjafti. Í haust voru nokkrir spekúlantar að velta þessum málum fyrir sér, þegar sama Valgerður impraði aftur á þessari hugmynd, að kanna hvort að við Íslendingar gætum tekið upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Myndi ég kalla þetta að "tala krónuna niður" eða í versta falli, svo að maður noti nú bara hressilega íslensku, að gefa skýt í gjaldmiðilinn. Svo þegar ISG bendir á það að krónan sé handónýtt verkfæri til hagstjórnar, sem ég get að einhverju leiti tekið undir, þá fær Dýri nánast hjartastopp af æsingi og gjammar eins og tíkin, sem ég var að lýsa hér að ofan!
Hingað til hafa ráðherrar, sem hafa eitthvað með hagstjórn að gera í þjóðfélaginu, gert meira ógagn en gagn, vegna pólitískra afskiptasemi sinna og vanþekkingu. Satt að segja hafa pólitíkusar ekki vit á peningum, frekar en aðrir íslendingar, því eins og við öll vitum, erum við mjög gjörn á að eyða meira en við öflum. Við fengum þessa eyðsluveiki þegar Herinn kom með dollara í landið þarna um árið og hagkerfið er eiginlega ekki búið að jafna sig á þeirri vafasömu vítamínssprautu enn þá.
Nú veit ég ekki hvort að það verði hagkvæmara að fá útborgað í Evru, Dollurum, Jenum eða Nærum, ég held að það skipti í raun ekki neinu meginmáli fyrir mig og aðra, sem eiga ekki milljarðar-útrásar-fyrirtæki. Vandamálið er vaxtarokrið í landinu, verðtryggingin og óhófleg skattlagning hins opinbera á nauðsynjavöru. Sjálfsagt má tína til einhvern tittlingaskít, sem hefur líka áhrif, hver veit, en hverjir græða á vöxtunum og verðbótunum? Hverjir héldu áfram að græða á vöxtum og verðbótum, þrátt fyrir að verðbólga var komin í 2% fyrir einhverjum misserum síðan? Bankarnir. Hverjir sáu svo til þess að verðbólga þaut upp og gerði það að verkum að lángreiðendur borga þrisvar sinnum meira af lánunum, en nágrannalönd okkar gera? Pólitíkusar eins og Davíð og Dýri, þeir sem hafa í raun verið að stjórna landinu sl. 12 ár. Þeir bera ábyrgðina, ekki stjórnarandstaðan.
9.1.2007 | 08:42
Hergagnaframleiðsla?
Fyrir nokkrum misserum síðan var sagt frá því í fréttum, að álfyrirtækin á Íslandi tækju þátt í hergagnaframleiðslu. Þóttu sumum það frekar langsótt að fyrirtæki, sem var í áliðnaði hér á landi, að bendla það við hergagnaframleiðslu, en niðurstaðan var engu að síður sú að álið sem framleitt er, fer í hergagnaframleiðslu, þó svo að um einhverja "smáhluti" eða íhluti sé að ræða. Álið er mikið notað í þyrlur, bíla og skotflaugar. Í fréttum í gær var frétt um að íslendingar væru búnir að framleiða og selja smákafbáta, sem má nota í rannsóknir neðansjáfar og einnig í "baráttu við hryðjuverk"! Jú, kannski eru það hryðjuverk, þegar óprúttnir aðilar henda bílhræjum og öðrum úrgangi fram af bryggjum, en það þarf í sjálfu sér ekki að framleiða kafbát til að rannsaka þá hluti. Enda koma það í ljós í fréttunum að nokkur lönd séu þegar búnir að kaupa þennan smákafbát og nokkur lönd hafa þegar sent inn pöntun. Gott og vel, hátækni iðnaður okkar íslendinga farinn að skila árangri, en mér finnst nú það verða hálf dapurt að það skuli vera undir "hergagnaframleiðslu" eins og tekið var fram í fréttatímanum. Þetta minnir mig á atriðið í Skaupinu á Gamla, þegar hermaðurinn var að bauka viða að skjóta úr byssu, sem gerð var úr áli framleiddu á íslandi!
Hvað kemur næst? Sýklahernaður?
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1245807
5.1.2007 | 17:44
Allt klárt
Jæja, þá er allur undirbúningur fyrir kennslu lokið og lætin hefjast á mánudag. Hlakka bara til að fara að takast á við listagyðjuna eftir tveggja vikna fjarveru eða svo. Annar hefur maður legið meira og minna yfir hátíðarnar, lagðist í slæma flensu á annan í jólum, hélt að maður væri orðinn góður á Gamla, fékk sér í tánna og allt, en var ekkert skárri á eftir. Var bara sagt við mig að ég væri þunnur! Sem var kannskí líka rétt en frúin var líka með flensu og strákarnir fengu hana líka, en þeir eru ungir og hraustir og voru fljótir að jafna sig, gamla settið aftur á móti þrælaðist til doksa til að fá pennsilinn til að bryðja. Og það virðist vera að virka. Þega ég mætti til vinnu eftir hátíðarnar, fullyrti ég að ég ætti að fá kauphækkun, bara fyrir það að vera svon hagstæður vinnukraftur, þ.e. að eyða fríinu í veikindi.
Hvað með það, veturinn leggst vel í mig, verður nóg að gera, bæði í leik og starfi og þarf ekki að láta sér leiðast.
Þar til næst
4.1.2007 | 20:36
Dáldið fyndið...
...og þó! Heyrði í fréttum í gær og reyndar í dag líka, að ammerískur háskóli tók mið af fáránlegu verði á hamborgurum hér á íslandi, samanborðið við verðið á sambærilegum borgara á USA. Var þetta kennslubókardæmi í viðskiptum, sem þarna var verið að fjalla um. Dæmið var eitthvað á þá leið að Mac-borgri í USA kostaði eitthvað 220 krónur en væri 100% dýrari á íslandi, eða um 440 kr. og þótti okur! Og seinni fréttin var leiðrétting á fyrri fréttinni en þá var íslenski Mac-borgarinn kominn yfir 500 kallinn!
OK, ég myndi persónulega ekki eyða einu sinni 220 krónum í annan eins viðbjóð og Mac-borgara frá Mac-Donalds þó svo að hann væri í boði hér á landi á 220 kr, en þetta segir okkur reyndar meira um það okur sem er viðhaft á okkur íslendingum, en um gæði vörunnar, finnst mér. Ég vildi nefna þetta að því að nú fer að hækka í umræðunni um matvælaverðið, þ.e. hugsanlega lækkun þess (je, right!) og Evruna og hugsanlegu inngöngu í sambandið eftir ca. 8 ár eða svo (vonandi fyrr) og einnig þeirri umræðu að hér sé komið tvöfallt hagkerfi þegar í dag. Það var líka staðfest í fréttum vikunnar að í lok ársins verða öll stórfyrirtæki og hinu útrásuðu, öll farin að gera upp í Evrum en við ullarpeysuliðið sitjum eftir með súra aska, kengboginn undan vaxta- og verðokri Seðlabankans og íslensku bankannaog og innlenndra matvælafyrirtækja og verslana, þrátt fyrir að Bónus hafi í gegnum árin staðið að hrikalegri verðlækkun, þá má gera mikklu, mikklu miiiiiiiiiiklu betur!
Þarna gætu t.d. þessu þjóðkjörnu apaköttum í Ríkisstjórn ísland flýtt fyrir þessari þróun, í stað þess að berja hausinn við gráan steininn á Alþingishúsinu!
Svo legg ég til að Garðabær og Reykjavík sameinist og að nýju bæjarmörkin verði við Kópavogbrúnna!
Sæli nú í bili!