16.2.2007 | 12:06
Hóst hóst (snýt og hrækjur)
Dolitid kvebbadur og vaknadi í morgun eins og visky-róni eftir þriggja vikna túr! En samt i vinnu! Þessi flens er að hellast yfir þjóðina þessa daga og ég verð var við það hjá nemendum mínum. 3 dagar og uppí viku fra´vegna veikinda! er það furða þó að maður sé orðinn slappur, enda eru kennarar eins og svampar, þegar flensur eru annarsvegar, enda eru krakkagreyin að rayna að mæta í mismunandi ástandi í skólann, einmitt þegar þau eru smitberar.
Ætla snemma i rúmið í kvöld, alveg pottþétt, þó ekki fyrr en eftir Úróvísíon í kvöld.
Skyldi Eiríkur H vinna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2007 | 08:55
Málverkur
Hef nú lítið verið að Blogga síðustu daga, enda á fullu að mála, nota allar lausar stundir á vinnustofunni. Nenni hreinlega ekki að fjasa um pólitík, en þó var ég nokkuð ánægður með síðustu skoðanakpönnun Fréttablaðsins um helgina. Ekki orð meira um það.
Litla aðstaðan mín er hreinlega að fyllast af myndum og með sama áframhaldi verð ég að fá mér stærra húsnæði til að vinna í! Málið er áð þegar maður er að vinna í olíu, þarf maður að vera með margar myndir í gangi í einu, það er víst æskilegt að leifa þessu að þorna á milli. Einhvern tímann var ég spurður, hvers vegna ég málaði ekki bara með Akríl! Svarið er einfalt. Akríll er "dautt" efni, olían er lifandi.
Og ég er lifandi
8.2.2007 | 09:55
Blindir á öðru og sjónskertir á hinu
Geir var að halda ræðu! Hann hélt ræðu um hvað ríkið mokar inn af seðlum vegna þess að bankar og einstaklingar, sem greiða bara 10% fjármagnstekjuskatt, skila miklu til kassans. Svo miklu að bara innkoman af því borgar menntun barnana okkar í landinu! Vá, Með sömu reikniskúnstum má þá ætla að ef hann myndi lækka tekjuskatt okkar einstaklingana í 10% líka myndi ríkið verða svo ríkt að hægt væri að greiða upp allar skuldir þjóðarinnar, gefa öldruðum og öryrkjum áhyggjulaust æfikvöld, borga góðan lífeyrir til þegna landsins og bara allt! Hann hlítur að sjá þetta maðurinn, hann er ekki svo vitlaus í að reikna! Eða hvað? Er þetta bara einn angi af þeirri misskiptingu í þjóðfélaginu sem við ætlum að láta yfir okkur ganga aftur og aftur. Þegnar landsins eru eins og hvert annað bölvað leiguþý sem má okra á og skattpína, en Aðallinn fleitir rjóman af öllu?
Þetta kalla ég að vera blindur á öðru og sjónlaus á hinu!
Lifi byltingin
5.2.2007 | 20:10
Leynisamningar
ég er að lesa bókina um Óvini Íslands og er að mörgu leiti fróðleg lesning. Hún lýsir nokkuð vel þeirri paranoju sem ríkti hér á landi um og eftir seinna stríð. Ber þar hæst hin "meintu" hlerunarmál sem reyndar hefur verið viðurkent af öllum nema aðilum í Sjálfstæðisflokknum, að hafa verið stunduð. Bjarni heitinn Ben og Có voru gjörsamlega að fara úr límingunum vegna þess að nokkrir kommar voru að blása sig hása og sáu stjórnarliðar að bylting væri í uppsiglingu. Sem er líka dálítið fyndið, því að samsettning Komma á íslandi miðað við löndin í kringum okkur, voru ekki að sama meiði, þrátt fyrir að Kommúnistaflokkur Íslands hefði í stefnuskrá sinni sósíaliska byltingu, þá voru þeir óttalega veikburða og höfðu ekki til þess nægilegan stuðning landsmanna. Meira að segja háttsettir hershöfðingjar í bandaríska hernum töldu að engin hætta væri á ferðum, þra´tt fyrir ða Bjarni og félagar væru endalaust að óska eftir hjálp fré Kananum og endaði þau ósköp að Alþingi samþykkti inngöngu í Atlandshafsbandalagið, sem var sterklega mótmælt á Austurvelli. reyndar kemur fram í bókinni að ástæðan fyrir uppþotinu hafi í raun verið sú að stuðningsmenn stjórnarinna, hinir svokölluðu "hvítliðar" hafi fjölmennt á svæðið, vopnaðir kylfum og dóti og Heimdellingar hvatt fólk til að mæta á Austurvöll, stjróninni til varnar! tek það fram að nokkru áður hafi mönnum verið fjölgað mikið í lögreglu borgarinnar áður en þetta gerðist.
Hvað með það, þessi frétt vakti hjá mér létta kátínu og er eiginlega sönnun þess að Sjálfstæðismenn fyrr og síðar eru illa haldnir af leynimakki.
4.2.2007 | 20:09
Makalaust!
Jæja, ríkisstjórnin er með á teikniborðinu áætlun um að þeir sem greiða eingöngu fjármagnstekjuskatt, fari að greiða til framkvæmdasjóð aldraðra (klap klap klap), og hinn meingallaða nefskatt, sem er sú mesta tekjuskerðing á launafólk með stóra fjölskyldu! Ég sakna í þessum tillögum að þessir aðilar greiði einnig útsvar til sveitarfélagsins eins og aðrir. Samkvæmt fréttum S2 í kvöld munar um 2 millur á milli hjóna sem greiða skatta eins og "venjulegt" fólk og þeirra sem greiða bara sín 10%.
Svo er það með furðu að hægt sé að moka peningum úr þessum framkvæmdasjóði í bæklinga og launagreiðslur, peningar sem á að fara í uppbyggingu til aldraða, s.s. húsnæði og fl. Og þetta hafa heilbrigðisráðherrar gert án athugasemda í gegnum áratugi. Þarna er eitt dæmi um skatt sem fer í eitthvað annað rugla en það sem það á að fara í, svona eins og olíugjaldið, sem ætti með sönnu að fara í vegaframkvæmdir,en stór hlui fer í rugl.
Eins og skáldið sagði eitt sitt: Þetta eru asnar, Guðjón!
Kæru kjósendur, ekki kjósa yfir ykkur ósómann enn eina ferðina, farið í kalda sturtu og farið að vakna.
Lifi byltingin í vor!
2.2.2007 | 00:08
Einn fyrir háttinn
Jæja, nýskriðinn inn eftir gott "pennsla skvett". Var að koma af vinnustofunni frá því að nudda olíunni á strigan og hlustaði á meðan á brot úr gömlum leikritum og óperuna Rigoletta. Það er allavega skárra en að velta sér uppúr pólitíkinni. En (verð að fá að rausa) miðað við fréttir undanfarna daga eru greinilega að koma kostningar, menn bara spreða milljörðum til hægri og vinstri eins og skítadreyfarar. Samgönguráðherra er að reyna að toppa landbúnaðarráðherra með tillögum um vegabætur og tvöfaldanir og formaður bygginganefndar hátæknisjúkrahúss farinn að brýna framtennurnar. Nú skal sko fara að framkvæma! Lofa nógu mikið, rugla fólk í rýminu, tala sem minnst um það sem ætti að ræða um og halda kjafti um rest! Það hefur t.d. ekki nema einn þingmaður gagnrýnt vitleysuna varðandi Byrgið, þeir sem bera ábyrgð, rembast við að halda kjafti og vona bara að landinn verði búinn að gleyma öllu í maí. Þó hafði einhver félagsmálaráðherran vit á að láa sig hverfa áður en ósköpin dundu yfir. Hann sá þetta fyrir. Svo tók nú steininn úr, þegar Halldór B fór bara að setja saman ríkisstjórn í beinni í hádegisviðtali í gær! Það er semsagt búið að ákveða niðurstöðuna og valið stendur á milli Framsóknar, (ef flokkurinn verður þá enn til í vor) og Samfó, ef hún vill vera með Íhaldinu. Mín ósk er sú að bæði Famsókn og íhaldið taki sér a.m.k. 8 ára launalaust leyfi frá störfum og fari að sinna gæslumálum í Írak, svo að þeir átti sig á hvað þeir voru að styðja þarna um árið.
Lifi byltingin í vor!
(hvernig svo sem við förum að því!)
30.1.2007 | 21:01
Eitt tapið enn!

30.1.2007 | 08:49
Nýtt lækningaundur?
Jæja, einhver aðili í Hvítasunnusöfnuðinum, telur sig hafa krafta til að "af-homma" fólk með góðum árangri! Ok, gott hjá honum. Ég hélt að Gunnar í Krossinum væri með einkaleyfi á þessu. Ég spyr, fyrst svona trúarhópur telur sig geta "lagað" eðli mannsins með yfir-handar-lagningu og ameni, hvers vegna laga þeir þá ekki hinn eitraða huga barnaníðinga, morðingja, ökuníðinga, nauðgara, eitulyfjasala, morðóðra forseta og rasista svo nokkur dæmi séu tekin? Það væri verðugt verkefni fyrir þessa sjálfskipuðu að vinna í slíku verkefni og ef þeir sýndu sama árangur og þeir telja sig geta gert gagnvart samkynhneygðum, þá væru þeir bara frábærir!
Bara spyr, það væri nefnilega allt í lagi að trúarhópur boði Guðstrú og allt, en þeir ættu að halda sig við það.
29.1.2007 | 22:45
Bloggið í messi?
Ég hef tekið eftir því síðustu daga að ég (og fl.) eru að lenda í "böggi" þegar þeir vista athugasemdir sínar. Um daginn fékk ég alltaf upp villumeldingu þegar ég var að svara og fór til baka og vistaði aftur, og aftur og aftur. Svo gafst ég upp, og fór svo á þráðinn aftur og viti menn. Ég svaraði bara 4 sinnum án þess að ég gæti gert nokkuð í málinu
Í dag hef ég aftur orðið fyrir þessu að fá upp villumeldingar, þegar ég er að svara í athugasemdir.
Gaman væri að heyra í fleira fólki og hvort að þetta sé að gerast hjá þeim oft.
Svar óskast.
29.1.2007 | 19:56
Baráttan um fjóshauginn - framhald?
Þeir gestir sem urðu vitni af fjóshaugabullinu í mér í haust mega eiga von á framhaldi af þeim óskapnaði. Eftir atburði helgarinnar verður maður hreinlega að fara að setja sig í stellingar og klára næsta kafla. Þeir sem misstu af þræðinu eða hafa ekki lesið, má sjá þetta hér.
Þetta er alveg magnað, allt vitlaust í Frjálslyndum (eðlilega), Jón Baldvin lemur bara í borð (eðlilega) og ISG er orðin eins og sálfræðingur í atferlisfræðum, þegar hún er að analísera Samfylkinguna. Framsókn mokar milljörðum í landbúnaðinn, (sleppa reyndar hænunum, beljunum og grísunum) og endurstilla á lista hjá sér, allir voða ánægðir með Árna hjá Sjöllum, nema gamli vinur minn Georg Brynjars og formaður sjálfstæðisflokksins steinþeigir yfir öllu saman, enda er það eina sem Sjallar hafa gert og geta gert, er að þegja allt í hel!