Gleðilegt ár

og þakkir fyrr það gamla. Er það von mín að árið 2007 verði viðburðaríkt fyrir okkur "venjulega" fólkið og að breytingar verði á hugarfari stjórnvalda, hver sem þeu kunna að vera samansett í vor og að áherslan verði nú sett á fjölskyndur og þær afganstærðir, sem virðist hafa orðið útundan í kapphlaupinu sl. áratugi. Fyrirtækin hafa fengið mjög gott forskot á að dafana og er það í sjálfu sér gott mál. Nú er komið að okkur hinum, því að ekki get ég flutt lögheimili mitt til Hollands bara svona rétt á meðan ég er að hagræða skattamálum mínum, eða hvað?

Lifi byltingin í vor! 


Pólitísk afskipti

Egill á alltaf gott með að koma að kjarnanum, eins og sjá má í grein hans á Vísi.is. Þarna er hann að velta fyrir sé afskiptum Davíðs af stjórnmálum og illsku hanns út í einkarekinna banka um hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera upp sín fjármál í framtíðinni.  Eins og það komi honum eitthvað við. Einnig er athyglisvert að rýna í greinina hans Andrésar Magnússonar um vaxtarokur íslenskra banka á okkur húseigendum. Þær tölur eru svimandi. Það væri nær að Davíð jarmaði út í bankana af vaxtaokri þeirra, hann kom nú þessari einkavæðingu á á sínum tíma, minnir mig.
Einhverntiman var ég algjölega á móti Evrópusambandinu og taldi að við íslendingar myndum tapa meira en græða á því. Nú seinni misseri er ég komin á þá skoðun að við ættum að ganga í sambandið og koma kjörum okkar á svipað plan og gerist í nágrannalöndum okkar, hvað bankavexti og matvælaverð varðar. Það er orðið úrellt hugsun að vera að tala um verndun íslenska landbúnaðins, sem er í umfangi eins og lítið sveitaþorp í Þýskalandi í framleiðslu, fiskveiðar okkar íslendinga er orðin svo lítill hluti af okkar landframleiðslu að nokkri tittir til eða frá skipta engu máli og rétt væri að fá erlenda banka hingað til landsins og bjóða uppá lán á betri vöxtum, leggja niður Seðlabankann og krónuna og taka upp Evruna.
Ríkisbáknnið hér á landi er orðið að "Monster" þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi á sl. 10 árum vrið að gapa um sameiningu sveitarfélaga. Þó svo að sveitarfe´lögin hafi tekið grunnskólana að sér, bólgnar ríkið bara meira út. Hvernig verður það þegar stjónmálamenn færa framhaldskólana, sjúkrahúsin og fl. yfor á sveitarfélögin. Heldur þá ríkisbáknið áfram að stækka?
Kannski væri það réttast að sveitarfélögin tæki þetta allt meira og minna yfir, þá væri hægt að fækka ráðuneytum, fækka ráðherrum og einnig að fækka þingmönnum. Höfum ekkert með svoleiðis lið að gera meira. Stefna að því að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því, hvaða hlutverki þeir eiga í raun að gegna og láta okkur íbúana ráða meira um okkar mál í héraði og hætta þessari "miðstýringu" sem greinilega er að stækka og bólgna út í höndum á hægra íhaldinu. 


Drykkjulæti og rólegheit

Að morgni annars dags jóla fór maður einhvernvegin að velta fyrir sér fréttum síðustu daga og helgarinnar. Strandið hér við landsteinanna hjá manni en sem betur fer virðist ekki mikil olía leka úr skipinu og eiginlega lán í óláni hvað skipið strandaði "smekklega" ef það er hægt að taka svoleiðis til orða. Þrát fyrir það hafa menn dæmt skipið til dauða og er það nú bara spurningin hvernig það tekst að rífa það niður, skipið er um 200-300 metrum frá fjöru, þó svo að það sé nánast uppí fjöru.
Ég sá í Blaðinu frá því á Þolllák, að Birgir Ármannsson virðist  duga ágætlega að tjá sig um hvað Samfylkingin er ónýt, en eyðir minni orku í að fjalla um ágæti eigins flokks. Einhvern tímann var talað um svokallaða "smjölípuaðferð" og þeir  Birgir  og Sigurður Kári eru greinilega ekki búnir að gleyma síðustu dagskipun gamla foringjans, "ausið auri og ykkur mun farnast vel" .
Mér kom það svo sem ekkert á óvart fréttirnar á MBL í gær, að slatti að liði hafi nú verið að skvetta í sig og dópa, lemja konuna og æla úr sér lungum á Aðfangadag, svona rétt eins og um venjulega helgi sé að ræða! Geta menn nú ekki sleppt þessari vitleysu þessa einu helgi ársins, bara einu sinni? Prufað hvernig það er að halda jól öðruvísi en drukkinn eða uppdópaður. Var það vegna þess að jólahátíðin lennti á helgi eða er fólk að reyna að deyfa fyrruna, sem hrjáir hjörtu þeirra? Samkvæmt viðtali við vaktlækni á LS þá lýsti hann því að þetta væri bara eins og "góð" helgi í Reykjavík!
Önnur frétt snerti mig líka um helgina og það ver úttekt Stöðvar 2 og MBL á fátækt og gömlu fólki, aukning hjáparstofnunar í matargjöfum og aukningin á ellilífeyrisþegum í matargjafirnar. Þrátt fyrir að Geir og félagar þræta fram í rauðann dauðann og segja að allir hafi það bara frábærlega, vilja þeir ekki kannast við "þessa fátækt", þeir halda kannski að þetta sé bara áróður stjórnarandstöðunar og þess vegna sé ekki takandi mark á "þessum sögusögnum". Og á sama tíma hækkar Davíð stýrivexti og Geir skilur ekki í þeirri gagnrýni sem íslenska hagkerfið fær slæma útreið frá erlendum rýnum. Segi bara að þessi gagnrýni sé byggð á miskilningi, eins og venjulega. Samur við sig hann Geir.
Eitt sem ég hef tekið eftir á síðustu vikum. Það er málefni Hannesar Hólmsteins . Í fyrsta lagi var hann sýknaður í Hæstarétti fyrir að hafa "stolið" orðum Laxness og Hannes segir ekki orð um það mál í fjölmiðlum! Ekkert klapp á eigin öxl um hvað hann er frábær og hafi nú verið í rétti allan tíman! Einnig þegar frétt kom um það að hann hafi unnið mál í Englandi gegn Jóni Ólafs, sem Jón hafi reyndar unnið í sumar. Ekki að Hannes hafi haft rétt fyrir sér, heldur vann hann málið vegna þess að það var "tæknilega" rangt sett fram af lögfræðingum Jóns Ólafs. Dómarar í báðum þessum málum viðurkenna þó að Hannes sé sekur , en þar sem sækjendur í Laxnessmálinu höfðu dregið að kæra Hannes, þá sé málið "fyrnt" en samt sem áður viðurkenna dómarar sekt Hannesar um ritstuld! Sama á við í máli Jóns vs. Hannes í Englandi, dómarai viðurkennir kæru Jóns um meiðyrði , en málinu vísað frá vegna tæknilegra mistaka! Ja, tæknileg mistök stingur sé niður víðar en hér heima!
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál fara.

Allt klárt, eða þannig!

Dagurinn fór í bara afslappelsi á mili þess sem ég skúraði gólf, lagaði jólaseríuna úti, eina ferðina enn, ryksugaði stofuna, skrifaði á nokkur jólakort, teiknaði eins og eina mynd, eldaði skötu  og hangiket og lét krakkana henda skrautinu á jólatréð! Góður dagur það, held ég barasta. Fór ekki einusinni á Þorláksmessurölt, bara hreinlega nennti því ekki. Horfði á Zolander með gaurunum áðan og við grenjuðum úr hlátri. 

Gleðileg jól öll sömul! 


Rok...!

Var að koma inn eftir að hafa þurft að lemja ljósaseríuna aftur á húsið. Hér er bandvitlaust veður, 23ms og slær upp í 30 í verstu hviðum. Annars er undirbúningur jóla á fullu hjá mér og ætla ekki að fjasa neitt um stjórnmál, en kannski um samfélag. Skipstrand, flóð og hlýnun jarðar. Minnir mig á myndina "Day after tomorrow" eða þannig. Hér væri allt á kaf í snjó, ef allt væri eðlilegt, en þess í stað er hreinlega "vorhret" í gangi, aurskriður, vatnavextir (það hækkar fleira en vextir hjá Seðló) og fólk bæði sunnan- og norðan heiða í vandræðum með kjallarana sína, hestar standa í vatni upp í kvið og kálfar farast í aurskiðum! Kræst, hvað er í gangi, eiginlega?
Kæru bloggverjar og vinir, væntanlega verð ég í jólafríi etthvað fram að jólum og sendi ykkur því jólakveðjur með þessari mynd hérna. Er hún undir áhryfum frá Frakklandi.

jol06

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

P.S. étið nú ekki yfir ykkur af skötu og hangiketi Whistling


Stöðuleiki og hagstjórn!

Samkvæmt frétt á Vísi.is, þá mælir Tryggvi Þór Herbertsson með því að við tökum upp Evruna og vandar ekki kveðjurnar til þeirra sem stjórnað hafa hagkerfinu undanfarin kjörtímabil, Seðló handónýtt verkfæri til að stjórna hagkerfinu. Jamm, maður svo sem vissi þetta. En merkilegt, Davíð og Halldór, sem saman stjórnuðu landinu, grétu um hver áramót og í kringum hverjar kosningar um að það verði að halda stöðuleika í hagkerfinu. Ok, þá spyr ég auðvitað, stöðuleika fyrir hverja? Örugglega ekki fyrir hinn venjulega mann í landinu, sem verða bara að kyngja því sem að þeim er rétt.  Nú eru fjármálastofnanir farnar að tala um að gera upp ársreiknnga sína í Evrum, fara að greiða laun í Evrum og Þorvaldur Gylfason ræddi um það í Silfrinu um síðustu helgi að ef stjórnvöld gera ekkert í að endurskoða afstöðu sína með inngöngu í ESB eða að taka upp evruna, verður það bara Seðló og launþegar, sem koma til með að nota krónuna, hinir nota Evruna. Þar með verður komið tvöfallt hagkerfi á Íslandi!

Pælið í því! 


Jólaveðrið og Þolllákur

rokke2 Rok og rigning eða rigning og rok. Skiptir ekki máli hvort er á undan, jafn leiðinlegt hvort tveggja. Samkvæmt fréttum RUV í gær, fauk allt sem fokið gat á Akureyri. Þá hefur eitthvað gegnið á. Ég hélt semsagt að það væri alltaf gott veður þarna á Akureyri en greinilega mikill miskilningur hjá mér, og öðrum geri ég ráð fyrir! Hérna "fyrir Sunnan" er líka rok og rigning og þau sem eru búin að klæða húsin sín í jóla-felulitum, eiga sumir í erfiðleikum með allt skrautið. Þó að vindhraði náði ekki 21ms, þá er nú fjandi hvasst hérna. Um síðustu helgi var fallegt veður, snjóföl, stillt og kallt, semsagt ekta jólaveður. En í dag og samkvæmt veðurhótunum, o boy o boy! Það má búast við aftakaveðri á Þolllák, svo að ekki verður maður á röllti á Hafnargötunni það kvöldið. Fær sér bara kaffi og Konna heima og hlusta á jólakveðjur á Gufunni, krakkarnir maula smákökur og klára að taka til inni hjá sér og pakka inn einhverjum jólagjöfum. Reyndar er Þolllákur svolítið sérstakur dagur, þá háma menn í sig kæsta skötu, með hamsa eða floti og byggðarlagið angar eins og allir rónar landsins hafi pissað yfir bæinn! Það er allavega skoðun unglinganna á bænum. Mér og frúnni finnst skata aftur á móti geðveik og það hefur ekki klikkað hjá okkur að sjóða skötu þennan dag og bræða hamsa með og þverhandarþykka þrumara með sméri. En aðeins þennan eina dag á ári, svo að tilhlökkunin er orðin talsverð. Auðvitað angar kofinn eins og Bogi og Örvar hafi komið í heimsókn, en aðeins smástund, því að kofareykta hangiketið er sett í pottana og eftir smástund fara gríslingarnir að tínast út úr hýðum sínum, einn af öðrum og dásama hangiketsylminn í loftinu. Svona eru öfðgarnar mikir á þessum degi.
Einhverntíman í "gamla daga" þegar maður var ungur og ólofaður, var Þolllákur bara djammdagur hjá mér og félögum mínum, sama uppá hvaða dag hann bar. Þá var farin menningarferð í höfuðborgina, Laugavegurinn gegninn og kíkt í búðir og bækur og dót verslað. Þá voru ekki pöbbar, svo að við vorum bara með "brennsann" á pela og drukkinn í sig hiti og þor. Var venjulegast haldið út fram undir loka verlsana, búðarpokum komið í bílinn og svo var farið á djammið og komið heim undir morgun! Aðfangadagur var þá frekar dauflegur hjá sumum, en reyndar slapp ég ótrúlega vel, var nefnilega sá sem oftast keyrði sem betur fer. En gaman var þetta. Í dag, jæja, kaffi og konni eftir matinn og ef veður leyfir, farið á þorláksmessu-röltið.
flugeldar Af tvennu illu þó, þá er ég sáttari við rok og rigningu á Aðfangadag en á Gamársdag! Það er nefnilega ekkert gaman að skjóta upp flugeldum í roki og rigningu! Því liggja sjálfsagt margir skotglaðir á  stokkbólgnum hnjánum, biðjandi um gott skotkvöld eftir Áramótaskaupið.
Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir.
Halo

Furðulegir viðskiptahættir

Ef ég kaupi bíl og borga hann á lánum, (sem allir íslendingar eru að gera) þá er gert ráð fyrir því að ég þinglýsi bílnum eða láninu á mig, það er eðlilegt og það gerist strax við kaupin. Ef ég væri svo að kaupa land undir sumarbústað, gildir það sama, ég og seljandi myndum þinglýsa samningnum til þess að salan teljist lögleg. Þetta á við öll viðskipti okkar, hvort sem einstaklingar eða fyrirtæki, sem stunda heilbrigð viðskipti. Við viljum tryggja að salan sé lögmæt. Það virðist aftur á móti gilda aðrar reglur þegar kemur að "Ríkinu", í þessu tilfelli Fjármálaráðuneytinu með Árna dýralæknir Matt sem fyrsta matráð! Oft hefur verið rætt um eignarhluti jarða og finnst kannski sumum nóg um að einhver geti "átt" landið, sem þú gengur á, landið sem var að mótast löngu áður en Hrafna-Flóka datt í hug að draugast hingað í gamla daga. En það er víst réttur fólkst, að eiga land, sérstaklega þegar aldagamlir samningar, sem virðast vera í fullu gildi, eru lagðir á borð, málinu til sönnunar. Þess vegna er það furðulegt, að eftir að "ríkið" hefur selt fólki jarðir, lönd eða afréttir, skuli leyfa sér það að taka landið til baka, af því virðist, réttmætum eigendum þess, eigendum sem greinilega tóku lán til þess að greiða fyrir mold og gjót, af því að ríkið segist hafa verið að borga fyrir miklu minni jarðir, en meintir lögmætir eigendur vilja meina! Þetta væri svona svipað og bílasalinn kæmi daginn eftir og tæki af mér bílinn, sem ég tók lán fyrir og borgað af láninu, vegna þess að bíllinn væri allt of stór fyrir mig!
Bændur í Þingeyjasýslu geta sem sagt ekki þinglýst eignum sínum en þurfa samt sem áður að borga af lánunum, bara af því að Árna fannst forveri sinn hafa gert einhverja vitleysu í samningum við þetta fólk! Eins er það með bændur sem Landsvikjun er að "hirða" land af þessa dagana, landið er tekið, svo getur greiðslan, hugsanlega, komið seinna, bara ef Landsvirkjun þóknast að greiða fyrir moldina. Mér finnst það skjóta skökku við, að menn, í flokki, sem hingað til að varið eignarrétt einstaklinga, skuli ganga fram fyrir skjöldu og "brjóta" á rétti þessa fólks. Er "ríkinu" leyfilegt að haga sér alltaf eins og fífl gagnvart okkur? Verður salan afturkölluð og lánin látin niður falla, ef áætlun Árna nær fram að ganga og greiddar skaðabætur? Eða geta bændur bara étið það sem úti frís á kaldri heiði, sem þeir eiga kannski ekki lengur. Og ef svo er, var salan þá ekki ólögleg að hálfu ríkisvaldsins í upphafi, ef þeir svo fatta það daginn eftir, að þeir voru að selja meintar þjóðlendur?

Vill einhver upplýsa mig!
Getur bílasalinn hirt af mér bílinn, vegna þess að honum fynnst ég hafa keypt of stórann bíl? Shocking


Þeir sletta skyrinu....

Ja, ef þetta er ekki Smjörklípu- eða skyrslettuaðferðin í framkvæmd, þá veit ég ekki hvað það er. Hefur manngarmurinn ekkert annað að gera þarna í dómsmálaráðuneyti? Gasp

Framsókn og hún amma

Amma mín er jafngömul Framsóknarflokknum!  Amma mín er nokkuð ern, miðað við aldur, en auðvitað er margt farið að klikka hjá henni, blessaðri. Sjóninni hefur hrakað undanfarin ár, eins og hjá Framsókn, heyrnin orðin döpur, eins og hjá Framsókn og fæturnir valtir og þarf að styðja sig við göngugrind stundum, eins og Framsókn þarf að gera! Merkilegt hvað það er líkt með henni ömmu minni og Framsókn, þótt ég geti staðfest að hún hafi ekki kosið Framsókn, nema kannski einu sinni. Ég held að hún sjái alltaf eftir því, gamla konan og tali sem minnst um þessi mistök sín, sem flokkast kannski ekki sem stór mistök, en það er það sama hjá Framsókn, þeir tala nefnilega sem allra minnst um sín mistök og vilja helst sem minnst vita af þeim.
Ég og fjölskylda mín ætlum að heiðra gömlu konuna á milli jóla og nýárs, en ég held að fæstir innan þeirra fjölskyldu vilji nokkuð af Framsókn vita, svei mér þá! Whistling

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband