16.12.2006 | 14:26
Að vagga skútunni
Var í samkvæmi í gærkveldi, þar sem mál Hjálmars Árnasonar kom inní umræðuna. Eins þið vitið sem eruð að skoða pólitíkina, þá bauð Hjálmar sig fram í fyrsta sæti á móti Guðna Á. Guðni var víst miður sín út af þessu en svona er pólitíkin. Í þessu samtali sem ég átti við góðkunningja minn, kom meðal annars fram að það hafi verið langflestir af Suðurlandi, sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna, fæstir af Suðurnesjum. Sagði félagi minn að þetta væri nú dæmigert fyrir Suðurnesjamenn, þeir geta víst ekki komið sér saman um að styðja "sitt" fólk í efstu sætin, ein og t.d. Vestmannaeyingar gera við "sitt" fólk. Gat ég alveg tekið undir þessa gagnrýni, enda báðir Suðurnesjamenn. Þetta er okkar helsti galli, við getum ekki stutt "okkar" fólk, sama úr hvaða flokki þeir koma. Meira að segja, gamall framsóknarmaður úr Keflavík, hafði víst samband við Hjálmar og bað hann um að draga framboð sitt til baka og að hann "ætti ekki að vera að vagga skútunni"!
Þá vitum við það, endilega ekki að styðja sitt fólk af sínu svæði, grasið er alltaf grænna hinum megin, það hafa Suðurnesjamenn alltaf talið. Skoðið bara niðurstöðu Suðurnesjamanna í prófkjörunum, sem fram hafa farið á svæðinu, hlutur Suðurnesjamanna mjög rýr, svo ekki sé meira sagt. Ég er ekki framsóknarmaður og kem ekki til með að kjósa þann flokk, EN þeir sem eru framsóknarmenn og ætla sér að kjósa flokkinn, af hverju ekki að standa við bakið á "sínum" manni svona einu sinni og komi Hjálmari í fyrsta sæti. Það geriri ekkert til, framsókn mun hvort er eð ekki vera í næstu rikisstjórn, svo hver er þá áhættan?
15.12.2006 | 15:21
París III
Montmarte, Sacre Coeur Cathedral, Moulin Rouge. Þessi hæð í París er um 130 metra há og efst trónir Sacre Coeur kirkjan, en hún var reist hermönnun til heiður í Frakklands-Prússland stríðinu. Nafnið er dregið af Mont des Martyrs, en áður hafði verið þarna klaustur frá 1200 en viðvera heilagra manna frá því um 250 eftir Krist. Þetta svæði var miðja listamanna um 1871, þar sem impressionistarnir bjuggu og störfuðu og var lengi framan af sjálfstætt bæjarfélag, þar til það sameinaðist París. Þeir listamenn sem m.a. þarna störfuðu voru kallar eins og Cézanne, Carot, Daumier, Degar, Modigliani, Picasso, Pissaro, Renoir og Seruat.
Þarna rétt hjá er Moulin Rouge staðsett, einn frægasti skemmti-, dans-, kaparett- og gleðihús Parísar. Staðurinn hefur verið starfandi frá 1889 og er þekktastur fyrir Cancan dansatriði sín og listamaðurinn Henri de Toulouse-Lautrec gerði mörg ógleymanleg verk sín frá þessum stað, plaköt, teikningar og málverk. Við gáfum okkur ekki tímatil að skoða staðinn vel, enda hraðferð í gangi, ákváðum að taka City-bus og flækjast á yfirborðinu um París.
Fyrsta lending var Sigurboginn eða Arc de Triomphe, (reist eftir sigur Napoleons á Austurríkismönnum 1806) við Champs Elysées, breiðustu götu sem ég hef séð! 8 akgreinar og gangstéttarnar báðum megin jafn breiðar ef ekki breiðari. Löbbuðum niðu Champs Elysées og að risatorgi, Place de la Concorde; Obélisque de Luxor, en það er torg sem er um 8 hektarar að stærð og þessi Luxor súla staðsett þar fyfir miðju. Hausar kóngafólksins fuku þarna á þessu torgi, en það var í byltingunni 1793 þar sem Louis XVI, Marie-Antoinette og 2800 annarra háttsettra var hálshöggvið. Ojbjakk! Á þessu svæði voru lík atvær hallir sem byggðar voru vegna Heimsýningarinnar 1900 og eru sýningarsalir í dag og engar smá hallir! Sú minni gat rúmað allar opinberar byggingar á Íslandi og verið nóg pláss fyrir alla.
Næst var farið á Eifel turnin og hoppað af rútunni og labbað undir bákni. Við dóttir mín kölluðum hann alltaf Franska gaurinn okkar á milli, því að í Washinton var líka súla ekki óskyld Luxor súlunni, sem var þá Kana gaurinn, til aðgreiningar! Þarna undir Eifel þurfti minn að lauma sér inn á milli trjáa til að losa sokkinn, því að það er víst þannig með París, langt í mýgildi eða þá illa merkt. Var heppinn að vera ekki tekinn og skotinn, því re´tt eftir að ég var búinn að losa, komu 3 hermenn, gráir fyrir járnum labbandi. Bonsjur, sagði ég bara brosandi og þeir heilsuðu á móti. Dóttir mín fullyrti að ég bæri á mér sjálfseyðingarhvöt og dróg mig í næstu rútu og komum okkur burt. En mikið svakalega var turninn hár !
Næsta stopp var svo Notre Dame og í þetta sinn var farið ínn í gripinn. Það var stanslaus straumur fólks inn og út úr kikjunni og við dyrnar sat nunna með dós og óskaði eftir frjálsu framlagi fyrir dómkirkjuna. Einhverjir aurar hurfu úr vasanum. Arkitektúrinn á þessari kirkju er hreint út sagt geðveik!
Kirkjan er að stofni til frá því um 1160 þegar Maurice de Sully tekur ákvörðun um að þarna yrði reist kirkja en framkvæmdir við hana hefjast 1163. Er hún því í Gotneskum stíl, með oddbogum og rósagluggum. Lauk framkvæmdum við hana 1864!
Eftir þetta var bara chillað á götunum, fengum okkur lauksúpu og fínerí og ég gaf skotleyfi á H&M fyrir dóttur mína, á meðan sat ég á götukaffihúsi og skoðaði mannlífið. Þegar ég settist, kom þjónn og ég pantaði Expresso og stórann (Large) bjór og koma hann með þann minnsta Expresso kaffibolla sem ég hef séð og heilan líter af bjór! Bara bjórinn kostaði 1600 kr íslenskar! (16 Evrur) Þannig að ég gerði ekkert annað í heilann klukkutíma annað en að lepja úr ámunni. Þegar komið var á hótelið var dóttirin orðin veik og ég eitthvað slappur, en lét mig hafa það að fá mér Kebapp og öllara fyrir svefnin. Vorum komin í rúmið um 10 um kvöldið vildum vera klár á því fyrir heimferðina daginn eftir, sem ólíkt föstudeginum, gekk áfallalaust fyrir sig. En mikið rosalega var gott að vera kominn heim!
14.12.2006 | 23:16
París II
Við vöknuðum um kl 8:30 á laugardeginum, endurnærð og til í að gleypa í okkur meiri menningu. Fengum okkur franskt kaffi, hart franskbrauð og franskt horn i morgunmat, allt eitthvað voðalega franskt og fórum svo í Metro. Vorum komin á Lourve hálftíma síðar. Í þetta sinn fórum við inn Richelieu álmuna til að skoða Flæmska og Þýska málaralist. Af einhverjum ástæðum valdi ég málverkið, en dóttir mín heimtaði að heilsa uppá Ramsen II. Við tókum því fljótferð í gegnum álmuna. Skemmtilegast var að sjá þarna fólk með málaratrönur að kópera myndir og þvílíkir snillingar þar á ferð og þolinmæðin, með milljón manns að valsa þarna í kringum sig á meðan þau voru að ná fram hverju einasta smáatriði og færa það yfir á strigann sinn. Voru þetta bæði nemendur listaskóla og lengra komnir sem voru að "föndra" þetta. Við skoðuðum stóra sal Napóleons og Appolosalinn og þvílíkt skraut! Maður dróg hreinlega kjálkan á eftir sér! Þar sem ákveðið hafði verið að skoða einnig d´Orsey safnið, var farið fljótt yfir en við eyddum þarna rúmum 3 tímum í að skoða ýmsar fornminjar og málverk. Að skoða Lourve tekur að minnsta kosti viku, ef maður ætti að ná öllu og væri það frekar yfirborðskennt, en við höfðum bara þennan dag til að skoða, því að sunnudagurinn átti að fara í ferð um borgina. Við fengum okkur franska lauksúpu og hart brauð með káli á kaffihúsi áður en við fórum á d´Orsey, þar þurftum við að standa í biðröð í hálftíma til að komast inn. Fórum beinustu leið upp á 5 hæð til að skoða Vatnaliljur Monetts og alla síð-Impressionistana. Safninu var lokað kl 18. Það var ákveðið þarna að við yrðum að mæta til Parísar seinna og taka annan rúnt á þessi tvö söfn og gefa sér þá lengri tíma. Fengum okkur kvöldmat á og á heimleið á hótelið skoðuðum við Notre Dame kirkjuna utanfrá. Svaka arkitektúr, skal ég segja ykkur. Ákváðum að kíka inn daginn eftir. Á leið í Metró fundum við Írskan pöbb í miðri París og sátum þar í smástund eða á meða Eiður var að vinna leik á móti einhverju tapliði og sáum hann skora mark :)
Á hótelinu lágum við svo í rúminu og lásum bækur sem við höfðum keypt bæði á Lourve og d´Orsey safninu. Á göngu okkar á vesturbakkanum löbbuðum við fram hjá hverri antik búðinni á fætur annari og sáum enga sjoppu. Þar droppuðum við inn í verslun sem sérhæfði sig í listmálaravörum og þar var nánanst allt handunnið, pasellitir, olíulitir, penslar og annað skemmtilegt dót. Verð á einni 75ml olíutúpu kostaði aðein 1500 kall íslenskar! Vá! það er svolítið furðulegt með París, allar verslanir voru furðulega upp raðaðar um göturnar, við löbbuðum t.d. framhjá 20 blómaverslunum í röð, svo tóku við kannski 10 gæludýraverlsanir og svo 20 minjagripaverslanir og þess á milli sást ekki sjoppa! Öðruvísi en hér á klakanum, þar sem sjoppa er á hverju götuhorni. Þetta var góður dagur og gærdagurinn var minning ein en þessi var góð minning.
Sofnuðum hress og kát um kvöldið.
14.12.2006 | 19:45
Púúúhúúúvúúú -væll!
14.12.2006 | 16:52
Staðreyndir um Monu Lisu
Mun hún trúlega vera Lisa Gherardini, fædd á þriðjudegi, 15. júní 1479 (er það það næsta sem Lourve hefur komist) Hún giftist Francesco di Bartolomeo di Zanobi del Giocondo, ríkum kaupmanni frá Flórens, þegar hún var 16 ára gömul. Þegar myndin var máluð, var hún 24. ára gömul og átti 2 syni.
Af hverju kemur nafnið?
Monna Lisa er upprunalegt nafnið. Monna er tenging við Madonna, Mia Donna (Madam eða My Lady). Hún heitir Mona Lisa á enska tungu, væntanlega vegna þýðingarvillu. Hún heitir La Joconde í Frakklandi, La Giaconda á Ítalíu, einnig má leggja út af nafni hennar the merry one, sem er tenging við bros hennar.
Hver málaði hana?
Leonardo da Vinci (1452-1519) kemur hann frá þorpinu Vinci í Tuskana héraði, rétt hjá Flórens. Listamaður, vísindamaður, heimspekingur, stjörnufræðingur, vélfræðingur, uppfinningamaður og einn af risum Endurreisnar. Einnig var hann meðal þeirra fyrstu sem rannsakaði mannslíkamann, eða anatomíu hans og er nútíma þekking lækna á mannslíkamanum, honum að þakka, m.a.
Talið er að Leo hafi verið að mála hana á árunum 1503-1506, eða fjögur ár, en var að drattast með hana í eftirdragi í um 20 ár. Myndin er því um 500 ára gömul. Þrátt fyrir að myndin sé ekki með undirskrift eða dagsetningu Leo, þá fer það ekki á milli mála að hann málaði hana.
Hvar hangir hún?
Það tók um fjögur ár, næstum því jafn langan tíma og að mála hana, að útbúa salin á Lourve safninu fyrir ML, þar sem hún er staðsett núna, en það kostaði um 7,5 milljónir dollara. Hún hangir í Salle de Etats og koma um milljónir manna að skoða hana við kjöraðstæður, en málverkið er á bak við öryggisgler. Er hún skráð í safnaskrá Lourve sem mynd nr. 779.
Af hverju hangir ítalskt málverk á frönsku safni?
Á 16. öld varð málverkið eign Francois I frakkakonungs, sem skaut skjólshúsi yfir þennan aldna meistara og var Francois mikill aðdáandi Leonardos. Fyrir utan þjófnaðinn 1911-1913 á Ítalíu, fór hún í sýningarferð til USA 1963, til Japans og Moskvu um 1970, en allan tíma hefur hún verið á Lourve síðan 1797.
Hve stór er myndin?
Myndin er um 77cm á hæð og 53 cm á breidd. (30 X 20 7/8 tommur) og er olía á panil, sem var mjög algengt á þessum tíma. Engin hefur treyst sér til að verðleggja myndina og er hún talin vera ómetanleg.
Samkvæmt orðum safnastjóra Lourve, Estelle Nadau, þá sé myndin eign frönsku þjóðarinnar og því ástæðulaust að tryggja hana, sem er í sjálfu sér næg trygging, því að engum dytti í hug að stela henni í dag, því að það væri ekki hægt að koma henni í verð!
Af hverju er hún ekki með augabrúnir?
Gera má ráð fyrir að þeim hafi verið eitt í burtu hér áður fyrr, þegar menn voru að reyna að hreinsa hana, en það má líka geta þess að konur plokkuðu augabrúnir á þessum tíma.
Er það satt að Mona Lisa sé í raun mynd af Leonardo sjálfum?
Að hann hafi málað sjálfan sig í kvennmansfötum eru ein af kenningum sem komið hafa fram. Einnig að andlitið sé samhverfa af Leo sjálfum. Þó er nokkuð öruggt að myndin er af Lisu Gherardini.
Hver stal Monu Lisu á sínum tíma?
Ítalski teppalagningarmaðurinn, Vincenzo Peruggia, 21. ágúst 1911, en var myndin þá hangandi á Salon Carré á milli myndanna Mystical Marrage og St. Catherine eftir Coreggio og Allegory og Alfanso eftir Titian. Var myndin týnd þar til 1913, er flórenskur antiksali komst yfir myndina og skilaði henni á Lourve safnið.
Hefur einhver reynt að skemma myndina?
30. desember, 1956 tókst bólivískum manni að nafni Ugo Ungaza Villegas að henda litlu grjóti sem lenti á vinstri olnboga á ML og kvarnaðist aðeins upp úr málningunni.
Af hverju er hún svona fræg?
Það eru margar ástæður hvers vegna:
a) hún er máluð af snillingi sem náði fram mjög dulúðum áhryfum, hún var máluð með svokallaðri Sfumato aðferð, en hún fólst í því að engin pensilför sáust. Myndbygging var píramídalaga og bakgrunnur dulúðlegur og full af táknum, margir lögðu sig fram að reyna að kópera myndina, meira að segja Raphael, samtímamaður Leonardo. Einnig var það málaratæknin sem heillaði marga, þessi gegnsæja húðaráferð, sem mörgum þótti erfitt að ná fram.
b) Myndin hékk í svefnherbergi frakkakonungs og síðar var hún í baðherbergi Napoleons þar til hún var færð á Lourve 1797.
c) Með prenttækni seint á 19. öld, var myndin aðgengileg almenningi víða um heim. Einnig fékk hún góða umfjöllun þegar henni var stolið 1911 og einnig þegar henni var skilað 1913. Fékk myndin mjög góða umfjöllun og sífellt verið að skrifa og rita um hana.
d) Á 20. öldinni var henni sungið lof í lófa, kom hún fram í kveðskap, skáldsögum, leikritum og söngvum. Hún var kölluð Femme fatale og lá mikil dulúð yfir brosi hennar.
e) 1919 málaði Dadaisminn, Marscel Duchamp, yfirvaraskegg og hökutopp og bjót til póstkort til að hæðast að myndinni. Þetta og önnur umræða varð til þess að Mona Lisa varð fræg fyrir að vera fræg.
f) Í ferð sinni til USA 1963 sáu ein og hálf milljón manna myndina, og í Japan og Moskvu sáu um 2 milljónir manna myndina. Voru skilinn eftir blóm og vísur við myndina eins og hún væri orðin trúartákn.
Þá vitum við það

14.12.2006 | 11:30
París

Það var víst einhver kaldskítur þarna á DeGaul vellinum svo að rampurinn komst ekki upp að vélinni, kostaði það einn og hálfan tíma hangandi í vélinni, bíða eftir að veðrinu slotaði. Þegar við loksings komumst út þá tók það klukkutíma að bíða eftir töskunum! Ég átti bara ekki til aukatekið franskt orð yfir þessu öllu samann. Seinkun uppá 3 og hálfan tíma og áttum eftir að koma okkur á hótelið. Fyrst þurfi að finna rútu til að koma okkur á lestarstöðina og tók það háftíma og svo var endalaus biðröð í sjálfsala og annað og tók það 45 mín að fá bara miða og svo tók ferðin með lestinni að Gard Du Nord um hálftíma og svo labb í 25 mín til að komast á hótelið, eða kústaskápinn, því að herbergin voru svo lítil að ég varð að bakka inn. Við vorum komin á hótelið um hálf sex um kvöldið, búin að vera vakandi í hálfan sólahring og ekki enn farin á Lourve! Dagurinn ónýtur! Lá við að ég færi bara heim! En, safnið var opið til kl. 10 um kvöldið svo að við örkuðum að næsta Metro og tókum lest áleiðis. Fundum út í hvaða átt við áttum að fara og örkuðum af stað. Þá var ég þegar orðin þreyttur í fótunum eftir allt labbið. En inná safnið komumst við. áttum ekki orð yfir hvað portið með píramítanum var fallegt þarna í kvöldrökkrinu. Áttum von á biðröð en hún gekk áfram eins og í lygasögu. Lobbíðið í Lourve er barasta upplifun út af fyrir sig. En inn á DENON álmuna var arkað og beinustu leið á the Grand Gallery. Maður upplifði bara The DaVinciCode aftur, þarna var staðurinn þar sem dauði kallinn lá og allt! En lengdin á þessum gangi, mar!

Þegar ég og dóttir mín gátum loksings troðið okkur og olnbogað í gegnum mannfjöldan til að komast að Monu Lísu, stóð maður þar og gapti í korter í það minnsta. Gapti yfir þeirri fegurð sem þarna var, yfir öllum þessum mannfjölda sem var í salnum og gapti yfir því hvað myndin var lítil! Þetta ver eiginlega bara smá léreftpjatla, svei mér þá! En falleg var hún þrátt fyrir hrukkurnar á myndinni. Já, gott fólk, þarna missti ég sveindóminn! Búnn að sjá Monu Lisu! Þá var að snúa sér að öðrum meisturum. Ég snéri mér við í salnum og sá þá stærstu mynd efver, sko! Á móti ML var mynd sem var stærri en húsið mitt að flatarmáli og ramminn var eins og límtrésgrind í Hagkaupum í Smáralind! "Hvernig gat hann málað þetta", galaði dóttir mín. Ég setti mig í prófessor-stellingar og sagði að svona kallar hefðu verið með milljón manns í vinnu, þeir höfðu bara staðið á gólfinu og skipað fyrir. Sem var ekki fjarri lagi, því að flestir stærri meistarar Endurreisnar og fram undir 1850, höfðu haug af nemum í vinnu hjá sér, það var þeirra skóli. Við náðum einnig að skoða Venus frá Mílano í þessari lotu, en þá vorum við orðin úrvinda af þreytu og fundum okkur stað til að borða á og vorum sofnum um 11 um kvöldið, tilbúin í slaginn daginn eftir, en þá var á áætlun að skoða aftur hluta af Lourve og fara á d´Orsay listasafnið, sem allir Impressionistarnir voru, Monet, Manet, Pizzaro, Gauginn, Sysley og fl. Ooo, ég gat varla sofnað fyrir spenningi! En það stóð ekki yfir nema í nokkrar sekúndur því að um leið og við lögðum höfuð á kodda, vorum við sofnuð!
14.12.2006 | 00:27
Aaaatittsjú

11.12.2006 | 17:16
Ný lenntur
Lennti fyrir klukkutíma eftir helgi í París. Segi ykkur frá því seinna.
Sé að það er mikil vinna að lesa öll bloggin frá vinum mínum
7.12.2006 | 20:14
Öfgamaður?
7.12.2006 | 18:06
Baráttan um fjóshauginn V
Vildi hún stappa stálinu í raðir sínar og sagði að innan sinnar raða væru góð hænsn og gætu alveg með samstilltu áhlaupi, unnið hauginn. Það vantaði herslumuninn.
Nokkrir bláir unhanar gögguðu hátt um það að nú væri metnaðarfulla hænan að tala niður til fiðurfénaðar síns og vildu meina að hún hafi verið að meina að þau væru handónýt í næsta áhlaup. Þeir hlógu mikið og gerðu grín og blökuðu vængjum ótt og títt og meira að segja tókst einum þeirra hreinlega að fljúga, öðrum til mikillar gleðigaggs. Þótti metnaðrfullri hænunni illa að sér vegið og taldi að hér færi fram forysta sem þorði að skoða eigin fjaðrir og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Reyndar fór sú umræða út í þá sálma að tala um morð á öðrum hænum og fiðurfénaði úr annari girðingu, en talið er að einn af blágrænu hönunum hafi á þar sök á máli! En það er önnur saga.
Eitt það leiðinlegasta mál sem kom upp í girðingunni og var mikið gaggað um, voru réttindi hænsna af öðrum stofni, en af þeim íslenska. Töldu margir að þarna kæmi fiðurfénaður ótakmarkað inn í girðinguna, sumir vegna þess að margar hænur og hanar nenntu ekki orðið að verpa sjálf og hreinsa skítinn af eigin prikum, heldur þótt mun hagkvæmara að flytja inn hænur úr öðrum girðingum á miklu lægri eggjataxta, en gengur og gerist í íslensku hænsnasamfélagi. Vildu menn einnig meina að þetta myndi útrýma íslensku landnámshænunni, því að hér færi fram allt of mikil blöndun á milli. Ljósblár hani, þéttur á velli opnaði umræðugaggið á einum fjóshaugnum og vildi hann að einhverjar reglur verði settar á þennan óhefta innflutning erlendra hænsna. Nokkrar hænur, sem vildu ekki koma fram í eigin fjöðrum, vildu hreinlega henda öllum erlendum hænum út úr girðingunni og loka henni! Aðrir vildu opna meira girðinguna og enn aðrir, sérstaklega þeir bláu hananrnir og blágrænu, að til þess að geta reist risagirðinguna þarna í austuhluta girðingarinnar, verði að fá til þess erlendar hænur. Þessi risagirðing átti semsagt að bjarga austurhluta girðingarinnar um að hænur geti verpt eggjum sínum og til þess þurfti að búa til stórt vatn, sem náði yfir stórt svæði og færði í kaf hænsnaskít og möl. Var mikið rifist um þetta má og voru félagar rauða hanans sérstaklega áberandi í þessu gaggi. Þrátt fyrir það, reis girðingin og vantið stækkaði.
Heyrst hafa sagnir um það að nú ætti að gera sama hlutinn í norðurhluta girðingarinnar og stífla þar líka skurð og búa til girðingu, til að hænur og hanar á því svæði geti búið til eigin haug og farið að framleiða egg.
Framhald verður á þessari sögu eftir helgina.