Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Baráttan um fjóshauginn IV

Metnaðarfullu hænunni tókst ekki að vinna fjóshauginn í fyrsta áhlaupi. Tókst bláu unghönunum og einstaka unghænu, að telja hænsnasamfélaginu trú um, væntanlegt brotthvarf Vestrænu hanana, sem áttu litla girðingu innan íslenska hænsnasamfélagsins, væri yfirvofandi! Töldu bláu unghanarnir þetta fjarstæðu og gögguðu hátt. Einhver sagði að að best væri að gagga hátt og mikið, því að lokum myndi hænsnasamfélagið trúa gagginu. Því fór að í fyrsta áhlaupi, gátu bláu og blágrænu hanarnir stoppað metnaðarfullu hænuna og hyski hennar og sátu nú þær á priki og sleiktu fjaðrir og söfnuðu kröftum. Metnaðarfulla hænan lagðist undir fjaðrir og hugsaði ráð sitt. Á meðan var eitt mál sem var að kollsteypa hænsnasamfélaginu á hliðina, en það var barátta Réttlætis unghanans við Bleika hanann. Sitt sýndist hverjum og var nú svo komið að hænsnasamfélagið var orðið gegnsýrt af máli þessi og þótti mörgum nóg komið, enda hvert málið á fætur öðru fellt frá priki, vegna þess að undirbúningur var ekki nógu góður, þrátt fyrir að kostnaður við ákæruna kostaði orðið heilu bílfarmana af eggjum!
Til að standa staum af þessum kostnaði, var ákveðið að afnema eggjagreiðslur til gamalla hæna og hana, farlama hænsn, sem höfðu misst væng eða kló, misstu aukaegg, láta Ungahænur og hana, sem voru að stofna hreiður, greiða meira gjald til fjóshaugsins, en góðu hófi gegnir og heimta aukaegg að gömlum hænum og hönum, sem langaði til að gagga í samfélaginu, sér til dægrastyttingar. Gengu kærur fram og til baka og varð úr dágott eggjastríð. Á sama tíma horfði hænsnasamfélagið uppá það að stóri fjóshaugurinn stækkaði og stækkaði, þrátt fyrir loforð um að minnka hann og einnig horfði hænsnasamfélagið uppá það að hanar og hænur, sem voru að brenna upp í þjónustu úrilla hanans, fengu það embætti að gagga í öðrum hænsnagirðingum og var sá kosnaður uppá mörg egg árlega, egg sem hæglega hefði verið hægt að nota innan girðingar. Og alltaf kom upp reglulega gagg frá eggjamálahananum um það að gjaldtaka færi minkandi, eggjapíning væri að minnka, en á móti var tekið eggja-skurnargjald, til að vega upp á móti tapi fjóshaugsins! Sumir vildu meina að það væri enginn munur á eggjatöku eða eggjagjaldi, þetta færi allt til fjóshaugsins hvort sem er, en það var lágt gagg, sem ekki náði eyrum margra. En svo kom að því að blásið var til annarar atlögu á fjóshauginn. Fóru nú fiðurfénaður að brína gogga og klær, hreinsuðu fjaðrir og röðuðu sér upp í fylkingar.  Reyndar kom upp leiðindamál úr röðum bláu hananna, sem átti sér langann aðdraganda.

Þannig var mál með vexti, að hani einn, goggfor mikill og hávær. Var þessi hani þekktur innan girðingar fyrir það að gagga falskt, en af einhverjum ástæðum var hann alltaf fenginn til að gagga á hænsnasamkomu í sinni hreiðurbyggð! Hafði hann verið staðinn að því að stela óhóflega miklu af fóðri og eggjum! Má segja það að fóðurþjófnaður og eggjarán væri líka landlægt í röðum bláhananna og þeirra blágrænu, en hann var víst staðinn að verki, Og ekki nóg með það, heldur þrætti hann fyrir það, þó svo að hann stæði í miðjum haug af fóðri og eggjum, sem hann hafði safnað að sér. Varð að lokum að loka hann inni í hreiðurkassa afsíðis í girðingunni, þar sem hann dundaði sér við að raða samann fóðri og grjóti og bjó til “listaverk”. En að lokum var honum sleppt út og fékk hann uppreisn fjaðra frá gömlu vinum sínum. Öllum að óvörum var hann nú bara í fremstu víglínu og fannst mörgum að hann sýndi enga iðrun um fyrri gjörðir sínar, taldi hann að um hænsnaleg mistök hafi verið um að ræða og skítur á priki. Mátti sjá á fylkingunni að skarð hafi hlaupið í raðir þeirra sem næstir honum stóðu og vildu margir að hann ætti ekki að vera þarna í fremstu víglínu, heldur að vera á sér fjóshaug.

Framhald.


Baráttan um fjóshauginn III

Metnaðarfulla hænan hóf nú baráttu gegn úrilla hananum og hélt dramaþrungið gagg víða í hænsnagirðingunni og bennti á margt sem var rotið undir stjórn úrilla hanans og vina hans. Hún gaggaði um einka-hænsna-væðinguna, eins og hún kallaði það, og taldi að úrilli haninn ætti allt of sterk ítök í samfélaginu, þoldi orðið illa gagg-rýni og rauk alltaf uppá gogg sér ef á hann var gaggað. Var farið að bera á þreytu hjá úrilla hananum og heyrðist gagg um að hann ætlaði að víkja af haug.
Hænsnasamfélagið var að verða vitlaust, svo ekki sé meira sagt! Gamli úrilli hanninn sakaði einn unghanann um mútur og ætlaði að kæra hann. Þessi unghani var að sögn margra bláu unghanana, með vafasama fortíð. Sérstaklega bar á einum bláhana, sem var duglegur að mæra hann. Var þessi bláhani menntaður í eggjafræðum í Vestur-girðingu og þótti helst til frjálhyggjulega sinnaður. Var hann m.a. einn af þeim hönum sem lagði grunn að einka-hænsna-væðingunni og var mjög góður vinur úrilla hanans. Reyndar varð hann að selja hreiðrið sitt út af þessu máli, því að unhannaum með vafasömu fortíðina, kærði hann fyrir meiðyrði.
Þessum vafasama unghana, tókst líka að stofna öflugan fjóshaug og meira að segja stofnaði hann Hænsnablaðið, sem var dreift frítt í öll hreiður og náði fljótt gríðarlegru útbreiðslu. Svo miklu að sala Morgungalsins dróst saman um meira en helming! Einnig tókst gamla úrilla hananum að fá annan erlendan unghana, af íslenskum ættum, að leggja fram kæru á Bleika hanann. Réttláti unghaninn kom klónum sínum vel fyrir í réttarkerfi fjóshaugsins og var sko tilbúinn að taka á málinu. Reyndar varð það nú svo að vegna vinskapar við úrilla hanann, þá gat hann ekki staðið í því einn og fékk annan unghana til að sjá um það mál fyrir sig. Var hann starfandi hjá embætti fjóshaugsins, sem sá um svona mál. Ritfæri unghaninn hjá Morgungalinu skrifaði margt og mikið um Bleika unghanann, miður fallegt og fékk erlenda unghanann af íslenskum ættum að hjálpa sér að búa til góða sögu. Þrátt fyrir þetta allt, var mörgum málum vísað frá í Hæðstapriki, Bleika unghananum tókst að gera erlenda unghananum af íslenskum ættum, ótrúverðugann og meira að segja varð samsærið á milli ritfæra hanans og fyrrum unghænu Bleika hanans, að leiðindamáli, sem of langan tíma tæki að segja frá hér.
Baráttu metnaðrfullu hænunnar og vina hennar gekk ekki alveg upp um þetta leiti en úrilli haninn hafði látið félaga sinn úr blágræna liðinu, hafa völdin, um stund. Úrilli haninn færði sig yfir á annan fjóshaug sem sá um dreyfingu eggja og fór að gagg-rýna græna unghanann, helsta samstarfsmann sinn, um að allt væri að fara til fjandans. Endaði veru græna unghanans þannig að hann hætti og fór að sjá um ungana sína í hreiðrinu sínu en fékk svo að sjá um fjóshaug í annari hænsnagirðingu! Félagar græna hanans var fámennur flokkur hana og hæna, sem höfðu allt of lengi starfað of náið með Gamla úrilla hananum og voru fyrir löngu búin að missa sjónar af markmiðum sínum og tilgangi. Versta tilfellið í samstarfi græna hanans og Úrilla hanans að stór hænsnagirðing, sem var staðsett vestan við íslensku girðinguna, tók upp á því að ráðast á aðra hænsnagirðingu langt í burtu, bæði til að slá eign sinni á egginn, sem þar nánanst lágu á jörðinni og einnig til að elta uppi unghana sem höfðu ráðist á hænsnagirðinguna í vestri, með skelfilegum afleiðingum. Vestur-girðingin, eins og hún var alltaf kölluð, krafðist þess að aðrar girðingar styddu árás á þessa fjarlægu girðingu og hreinlega lugu til um ástæður þess að ráðast á hana, sögðu að innan þessarar girðingar væru stórhættulegir, mengaðir fjóshaugar, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Gamli úrilli haninn var talinn vera besti vinur Vestræna hanans og sagðist muna styðja árásina og sagði svo græna hananum frá því hvað þeir höfðu gert í sameiningu. Græni haninn kinnkaði bara haus og varði svo þessa ákvörðun vinar sins. Einnig vörðu allir bláu unghanarnir og einstaka unghæna, líka þessa ákvörðun, töldu hana rétta. Síðar kom í ljós, eftir að úrilli haninn var farinn á annan fjóshaug og líka sá blágræni, af fjóshaugnum og hægri vængur úrilla hanans tók við að gala á morgnana, að nýji fyrirliði grænu hanana sagði, að þessi árás á griðinguna langt í burtu hafi verið bæði röng og mistök. Fékk hann að launum mikið gagg og vængjaslátt. En ekkert heyrðist í bláu hönunum. Þeir þögðu um þetta mál, þrátt fyrir að haninn í vestri hefði nánast tapað fjóshaugnum í Vesturgirðinguni og að í ljós kom að fjóshaugurinn þarna langt í burtu var ekkert eitraður!
Olli þetta miklu fjaðrafoki í hænsnagirðingunni.

Framhald. 


Baráttann um fjóshaugin II

Fundur var haldin hjá úrilla hananum og gömlu vinum hans. Gömlu vininrnir voru einmitt þeir sem höfðu lagt grunninn að stóra fjóshaugnum á sínum tíma, þegar aðeins þeir útvöldu fengu að versla með hænsnaskít og egg. Þeir voru ekki allt of sáttir.
“Hvernig gat þetta gerst”? gögguðu þeir við úrilla hanann.
- Hvernig gastu látið það viðgangast að Bleiki unghaninn gæti ráðið yfir svona mörgum fjóshaugum og hreiðrum? Hann er að ganga af okkur dauðum!
“Svona, svona, gaggið lægra,vinir mínir. Ég finn ráð við þessu, hann lifir ekki lengi, ef ég læt Réttlætis unghanann fara í málið. Hann er pottþéttur. Einnig mun ég gala við ritfæra unghanann, vin  minn, sem rekur Morgungalið, skrifa eitthvað illa um hann. Og svo skulum við ekki gleyma því að við eigum vini víða um hænsnasamfélaginu, líka þá blágrænu, sem eru tilbúnir til að gagga gegn þessum Bleika andskota. Úrilli hanninn krafsaði í fjóshauginn og reigði sig hátt. Við sem sagt notum aðferð sem ég kýs að kalla hænsnaskítsaðferðin!
En þrátt fyrir þessi loforð, hurfu gömlu hanarnir einn af öðrum úr eggja- og fjóshaugaviðskiptum og með tímanum átti Bleiki unghaninn all stóran hlut í langflestum fjóshaugum og hreiðrum og var jafnvel farinn að sækja á í önnur hænsnabú. Og það sáu vinir úrilla hanans ekki fyrir! Og örugglega ekki þeir blágrænu! Einnig höfðu aðrir brottflúnir unghanar úr öðrum hænsnasamfélögum komið til baka í sitt gamla hænsnasamfélag með ógrynni eggja og fóru að kaupa upp restina af hreiðrum og sameina fullt að fjóshaugum og græddu vel á þeim viðskiptum. Gekk þeim svo vel að þeir fóru einnig að flytja út fjóshaugana og keyptu hven fjóshauginn á fætur öðrum í mörgum hænsnagirðingum og urðu moldríkir að lokum.
Á sama tíma og þetta er að gerast, er ung hæna að klífa hænsnastigann. Hún var farinn að ráða yfir einum stærsta fjóshaugnum en var í sífeldri baráttu og gaggi við úrilla hanann og að lokum var það hatramt stríð á milli þeirra tveggja, svo hatramt að unghænur og hanar úr báðum fylkingum stundum að ganga á milli. Við þessa baráttu esptist unghænan upp, ákvað, í fyrsta sinn í hænsnasögunni, að gerast Aðalhænan í samfélaginu og stefndi á Stóra fjórhauginn! Við þá ákvörðun hennar varð allt vitlaust í herbúðum Bláu unghanana og einstaka unghæna, líka hjá þeim blágrænu, sem studdu þá og göluðu út úm allan fjóshaug hversu galin þessi hugmynd væri.
“Þessi metnaðrfulla hæna getur ekki gert þetta! Hún hefur ekki rétta gaggið til þess! Hún er ótrúverðug! Svo er hún ekki Hani!
Og meira en það, þeir fóru að telja öðrum hænum og hönum trú um það, að allt sem misfórst í hænsnasamfélaginu, væri í raun henni og hennar félögum að kenna!
Til liðs við metnaðrfullu hænuna kom nú hvíta hænan, sem taldi að nú væri sinn tími kominn að gera eitthvað í málunum. Saman stofnuðu þær flokk hænsna, sem átti eftir að gera allt vitlaust.
En, það voru ekki allir sammála metnaðrarfullu hænunni og hvítu hænunni, það kom nefnilega fram ungur og fagurrauður unghani, mælskur vel og hávær og gaggaði að það væri til önnur aðferð til að vinna úrilla hanann. Með þvi að banna allt!
Það sló þögn á hópinn.
”Það er nú reyndar ekki það sem við viljum, mótmæltu þær, við viljum bara réttlátara kerfi, þar sem eggjum og fjóshaugum er skipt jafnt á milli allra, burt séð af hvaða hænsnapriki þau koma”.
Þetta gat ekki rauði unghannn fallist á og stofnaði sér fylkingu, þar sem aðaláherslan var að banna allt sem búið var að leyfa og fella úrilla hanann af fjóshaugnum. Reyndar var það síðastnefnda aðeins það eina, sem þau gátu verið sammála um. En eftir smá gagg ákváðu þau að fylkjast saman gegn úrilla hananum og hyski hans og komast svo að samkomulagi um það síðar, hvað ætti að banna og hvað mætti leyfa! Var drukkið hænsnaskál af vatni uppá það! Var þessi fundur alltaf kallaður Hænsnaskálasamkomulagið upp frá því.

Framhald. 


Baráttan um fjóshauginn I

Jæja, þá hefst fyrsti kafli af nokkrum, þar sem ég ætla að segja frá baráttunni um fjóshauginn.
Helstu hlutverk fara: Gamli úrilli haninn, Bláu unghanarnir, vinir hans, Bleiki unghaninn og vinir hans, metnaðarfulla unga hænan, sem stefndi á fjóshauginn og vinir hennar, hvíta hænan, sem gekk til liðs við metnaðarfullu hænuna, rauði unghaninn og vinir hans, blágræni unghaninn og hinu fáu vinir hans og fjöldinn allur af hönum og hænum, sem stóðu annaðhvort með gamla úrilla hananum eða metnaðrfullu hænunni. Hinir sem stóðu með blágrænu hönunum voru svo fáir að ekki er talandu um þá!
Leikurinn gerist á fjóshaug og í næsta nágrenni við hann í sveit á Íslandi á nútímanum.

Gamli úrilli haninn á fjóshaugnum hafði haft það embætti að vakna snemma á morgnanna og gala hátt á fjóshaugnum sínum. Hann kallaði hauginn “Sinn”, vegna þess að hann hefur ráðið á honum í ansi mörg ár og stjórnað hænsnabúinu með hörðum klóm, frá því að hann velti gamla föðurlega, vinsæla og góðalega hananum af velli. Enda var það kannski í lagi, hann var orðin svo gleyminn. Var það töluverður aldursmunur sem leiddi til þess að Gamli, úrilli haninn, sem var þá ungur og frískur, vann þá orustu. Sá fiðurfénaðurinn það alveg fyrirfram hvernig sú orusta myndi fara. All flest voru nú reyndar á því að tími væri kominn að skipta á hönum, gal þess gamla var veiklulegt og hann var stundum ekki alveg viss, hvort að hann væri að gala á réttum haug. Því var það sem hressilegur blær bærist um hænsnabúið, þegar nýji hanninn tók við fjóshaugnum. Búið vaknaði við hressandi gal á hverjum morgni, nýji haninn gerði líka margar góðar og slæmar breitingar á skipulagi búsins, kom á einhverskonar markaðsbúskap og einkavæddi fullt af hreiðrum. Hænsnasamfélagið leist ágætlega á þessar breitingar til að byrja með, en þó mátti heyra í nokkrum hænum og unghönum í hinum enda girðingar, að þessi einkavæðing á varphænum, væru nú farið að ganga út í öfgar, en gagg þeirra var hjóm eitt, til að byrja með. Með tímanum, þegar fylgihanar og vinir nýja hanans voru orðnir ansi áberandi í kringum fjóshaugin, líka þeir blágræanu, og brögð voru á því að enginn annar utann vinahópsisn komust nálægt fjóshaugnum, fór að bera á háværu mótmælagaggi.

”Af hverju fá þeir alltaf besta fóðrið”?
”Af hverju fáum við svona lítið til skiptana”?
“Hvers vegna fá svona fáar hænur og hanar að njóta góðs af eggjasölunni”?
”Af hverju kostar fóðrið svona mörg egg”?
“Af hverju fá gömlu hænurnar og hanarnir alltaf versta kofann til að sofa í en Aðalhani og vinir hans alltaf þá bestu”?

Fleira svona gagnrýnisgagg varð til þess að Aðalhani var alltaf að reyna að réttlæta gjörðir sínar en fékk þá bara háværari gagg á móti. Unghanarnir og einstaka unghæna, ekki margar, en þó einhverjar, auk blágrænu hanana, voru að vappa í kringum fjóshauginn og gögguðu í þá sem reyndu að komast að haugnum til að fella aðalhanann.
Með tímanum fékk haninn viðurnefnið gamli úrilli haninn. Hann kallaði til sín bestu trúnaðarhanana og einstaka hænur, líka blágrænu hanana, til sín á ráðstefnu, þar sem hann gaggaði baráttuanda í vini sína og sagði þeim hvernig þeir ætti að verja fjóshauginn og jafnvel að stækka hann eða, sem er nú eiginlega alveg gargandi snilld, að fjölga fjóshaugum og tryggja að aðeins þeir sem voru helstu stuðningsmenn Úrilla hanans, ráðu þar ríkjum. Var þetta kallað Einkafjóshaugavæðingin. Einnig var gerð áætlun að tryggja betur einkavæðingu á hreiðrunum. Í þeim lá gróðinn.
“Kæru unghanar og hænur, við höfum fengið gagnrýnisgagg frá hinum hænunum og hönunum, og skulum við láta líta svo út að við ætlum að láta það eftir þeim. Við skulum taka þennan risastóa fjóshaug og skipta honum niður í minni fjóshauga og félagar! Við verðum að tryggja það að VIÐ séum þeir einu sem ráðum yfir þessum fjóshaugum!
Einn blágræni unghaninn rétti þá upp væng og spurði hvort að hænsnasamfélagið myndi ekki sjá í gegnum þetta plott.
“Verðum við ekki að tilkynna það að þetta sé opið hverjum hana og hænu, að taka hluta af fjóshaugnum og einkavæða hann?
Fundurinn samþykkti þetta og var gefin út tilkynning um það. Hélt Úrilli haninn mikla ræðu á fjóshaugnum, þar sem hann tilkynnti einkavæðingu á fjóshaugnum, honum yrði skipt upp í minni fjóshauga og allir fengju sinn part, breytingar á rekstri hreiðrana, ef þeir hefðu nægjanlega mörg egg til að greiða fyrir. Eftir smá þref í hænsnasamfélaginu og smá deilur, var þá samþykkt sem semingi, að hver sem vildi og gæti, mætti stofna sinn eigin fjóshaug og reka eigið hreiður, með skilyrðum. Var það kallað frjáls samkeppni.

Vinir úrilla hanans töldu það vera í lagi að leifa slíkt, líka þeir blágrænu,  því að engum datt í hug að nokkurri hænu eða hana hefði á slíku hugmyndaflugi að ráða, að þeir færu af sjáfdáðun að stofna fjóshaug eða reka eigið hreiður. Vinir úrilla hanans voru meira að segja svo vissir, að þeir nenntu ekki einu sinni að ræða það mál. Átti þetta líka við blágrænu hanana. En í hænsnasamfélaginu var nefnilega einn unghani, sem var með hugmynd, sem átti eftir að kollvarpa öllum hugmyndum úrilla hanans og vina hans. Hann byrjaði með tvo vængi tóma og mikla bjartsýni að byggja fjóshaug og stofna hreiðurkeðju, þar sem hver og einn gat notað af vild og bauð mun hagstæðari kjör en þekktist hingað til. Hann tók til dæmis í gjald aðeins eitt egg, í stað þess að aðalfjóshaugurinn rukkaði 5 egg fyrir að nota hauginn og hreiðurkassana sína! Og þessi unghani varð á skömmum tíma einn ríkasti unghanin í hænsnasamfélaginu og átti að lokum marga fjóshauga og hreiður sem stækkuðu. Var kann kallaður Bleiki unghaninn, vegna bleiku fjaðrana, sem voru í stéli hans.

Framhald. 


Skattaokur?

brennivin.jpg

Í bloggi mínu hér á undan missti ég mig hreinlega og er ekki að undra, eins dagfarsprúður og ég er talin vera. Þó vil ég ekki meina að hér hafi verið um tæknileg mistök að ræða, því að lyklaborðið mitt virkar ágætlega, svo ekki er því um að kenna. Hitt er annað mál að ég er jafnhissa á þessu "skattalækkunar-kjaftæði" í Sjálfstæðismönnum (og Framsóknarmönnum) því að í mínum huga er engin munur á Skatti og Gjaldi, ef það er Ríkið sem innheimtir. Vissulega eru þessar tillögur liður Íhaldsmanna til að sýna fram á að þeir, helsti skatta-Hækkunar-flokkurinn, hafi lækkað skatta og séu að vinna í þeim málum sveittir að klára frumvarpið fyrir jólafrí þingmanna. Þetta frumvarp er að stórt í sniðum að ég er nokkuð viss um að þeir "drýfi" það í gegn óskoðað og standa svo uppi með handónýtt frumvarp og stórgallað. Annað eins hefur nú gerst í frumvörpum frá ríkisstjórninni. Ölgerðin segir á Vísir.is að þessar breytingar munu stuðla að mikilli hækkun á áfengi, eins og ég gat til um í blogginu hér á undan. Sjá frétt hér.

Þess vegna spyr ég eins og auli, til hvers í andskotanum leggur ríkisstjórnin áherslu á að lækka VSK á vörum en hækka svo annað á móti? Var ekki upprunalegi tilgangurinn að minnka álögur á mörlandan? Af hverju eru þeir að rembast þetta eins og uppstoppuð rjúpa við staur, ef við neytendur komum svo til með að tapa á "drullumallinu"? Ég bíst fastlega við því að ef þetta frumvarp verður samþykkt, þá get ég lofað ykkur því að "lækkun" VSK á matvæli og aðra nauðsynjavöru MUN leiða til hækkunar til okkar neytenda. (að vísu er ég orðinn frekar léglegur drykkjumaður, en vinnubrögðin valda mér ugg).

Lifi byltingin í vor! Devil


Snillingar!

Þetta eru snillingar! Skattalækkunartillögur ríkisstjórnar, þ.e. lækkun VSK á víni og matvælum, leiðir til HÆKKUNAR á vörunni! Þetta kalla Íhaldsdrusslurnar skatta-LÆKKUN! Þessi niðurstaða felst í frétt RUV núna kl. 18:00. Þeir ætla að hækka sem áfengisgjaldið það mikið að þegar upp er staðið, verður bjórdósin dýrari en hún er í dag, ódýrari léttvín hækkar en á móti GÆTI dýrari vín lækkað í verði. Ef þetta er niðurstaðan á brennivíninu, hvernig verður þá útreikningurinn þegar kemur að matvælum? Lækka þeir VSK en hækka þá bara vörugjald í staðin og grobba sig á því að þeir hafi LÆKKAÐ skattinn! 

Þetta eru snillingar! Drullu-snillingar, svo ekki sé meira sagt! Sick

Lifi byltingin! 


Skrítið?

Í fréttum í vikunni var fjallað um gamlan forsetabíl, sem búið var að eyða nálægt 20. millum í að gera upp, samkvæmt ósk Bílgreinasambandsins og Forsetaskrifstofunar. Bíllin er í alla staði glæsilegur og mátti sjá í fréttinni, að þarna var vönduð vinna framin og er fjöður í hatt handverksmanna og bílasmiða, sem eru orðnir snillingar og listamenn í að gera upp gamla bíla. Bíllin var dýr, bæði vegna þess að hann var illa farin, áður en viðgerð hófst og svo var þetta víst einn af 16 eintökum sem framleiddir voru og því að vonum mjög erfitt að fá varahluti í hann. Gera má ráð fyrir ð smíða þurfti allt í hann. Er allt í járnum, vegna þess að verkkaupum þótti viðgerðin dýr. OK, 20 millur er dýr bíll, en hvað er það miðað við sögu hans og í hvaða tilgangi á að nota hann. Ólafur hvatti einmitt sjálfur til þess að bíllinn yrði gerður upp. Persónulega finnst mér 20 millur ekki mikið fyrir annan eins gæðagrip og þessi bíll bersýnilega er.

Á sama tíma er verið að sýna í nýjasta tímariti AK (Arkitektafélagi Íslands) sendiherabústað í Langt-í-Burtistan (Berlín held ég) og þar munaði hinu opinbera (Utanríkisráðuneytið) ekkert um að spandera 200 millum rúm í kofa sem fæstir íslendingar sjá eða fá að koma í! Ég veit að það er ekkert samhengi þarna á milli, nema áherslan. Menn eru tilbúnir að bruðla rúmum 200 millum í sendiherrabústaði, sem eingöngu er ætlaður uppgjafa, örmagna, fyrrverandi ráðherrum, sem hvergi fá vinnu annarstaðar, (eða fá vinnu í Seðló) á meðan þessi bíll hefði verið sómi embættisins, sem forsetaembættið ætti að vera!

Skekkja? Sick jebb, svo mikil að ég ætla núna að fara og æla! (sorry, samt ekki á lyklaborðið mitt)

Lifi byltingin! 

 


Orðlaus!

Hvaða, hvaða! Ekkert að gerast á þessari síðu! Enda er maður gjörsamlega orðlaus eftir "yfirbetrun" þingmanna síðustu daga að manni er orðavant. Vonandi fer eitthvað að gerast í kollinum hjá manni fyrir helgi!

Þangað til þá!


Hvenær?

Af gefnu tilefni, sérstaklega eftir ummæli Þorgerðar K og Jón S, þá má ég til með að sýna ykkur mynd sem skopteiknarinn Nick Anderson gerði í haust. Við gætum allt eins sett "okkar" ráðherra-dulur í stað þeira sem eru á myndinni!

Litla gula hænan?

..og svínið sagði: Ekki ég. Og hundurinn sagði: Ekki ég! og hesturinn sagði: Ekki ég?

Þetta hljóma eins og gamalt ævintýri!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband