Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.12.2006 | 11:48
Stöðuleiki og hagstjórn!
Samkvæmt frétt á Vísi.is, þá mælir Tryggvi Þór Herbertsson með því að við tökum upp Evruna og vandar ekki kveðjurnar til þeirra sem stjórnað hafa hagkerfinu undanfarin kjörtímabil, Seðló handónýtt verkfæri til að stjórna hagkerfinu. Jamm, maður svo sem vissi þetta. En merkilegt, Davíð og Halldór, sem saman stjórnuðu landinu, grétu um hver áramót og í kringum hverjar kosningar um að það verði að halda stöðuleika í hagkerfinu. Ok, þá spyr ég auðvitað, stöðuleika fyrir hverja? Örugglega ekki fyrir hinn venjulega mann í landinu, sem verða bara að kyngja því sem að þeim er rétt. Nú eru fjármálastofnanir farnar að tala um að gera upp ársreiknnga sína í Evrum, fara að greiða laun í Evrum og Þorvaldur Gylfason ræddi um það í Silfrinu um síðustu helgi að ef stjórnvöld gera ekkert í að endurskoða afstöðu sína með inngöngu í ESB eða að taka upp evruna, verður það bara Seðló og launþegar, sem koma til með að nota krónuna, hinir nota Evruna. Þar með verður komið tvöfallt hagkerfi á Íslandi!
Pælið í því!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 20:05
Furðulegir viðskiptahættir
Ef ég kaupi bíl og borga hann á lánum, (sem allir íslendingar eru að gera) þá er gert ráð fyrir því að ég þinglýsi bílnum eða láninu á mig, það er eðlilegt og það gerist strax við kaupin. Ef ég væri svo að kaupa land undir sumarbústað, gildir það sama, ég og seljandi myndum þinglýsa samningnum til þess að salan teljist lögleg. Þetta á við öll viðskipti okkar, hvort sem einstaklingar eða fyrirtæki, sem stunda heilbrigð viðskipti. Við viljum tryggja að salan sé lögmæt. Það virðist aftur á móti gilda aðrar reglur þegar kemur að "Ríkinu", í þessu tilfelli Fjármálaráðuneytinu með Árna dýralæknir Matt sem fyrsta matráð! Oft hefur verið rætt um eignarhluti jarða og finnst kannski sumum nóg um að einhver geti "átt" landið, sem þú gengur á, landið sem var að mótast löngu áður en Hrafna-Flóka datt í hug að draugast hingað í gamla daga. En það er víst réttur fólkst, að eiga land, sérstaklega þegar aldagamlir samningar, sem virðast vera í fullu gildi, eru lagðir á borð, málinu til sönnunar. Þess vegna er það furðulegt, að eftir að "ríkið" hefur selt fólki jarðir, lönd eða afréttir, skuli leyfa sér það að taka landið til baka, af því virðist, réttmætum eigendum þess, eigendum sem greinilega tóku lán til þess að greiða fyrir mold og gjót, af því að ríkið segist hafa verið að borga fyrir miklu minni jarðir, en meintir lögmætir eigendur vilja meina! Þetta væri svona svipað og bílasalinn kæmi daginn eftir og tæki af mér bílinn, sem ég tók lán fyrir og borgað af láninu, vegna þess að bíllinn væri allt of stór fyrir mig!
Bændur í Þingeyjasýslu geta sem sagt ekki þinglýst eignum sínum en þurfa samt sem áður að borga af lánunum, bara af því að Árna fannst forveri sinn hafa gert einhverja vitleysu í samningum við þetta fólk! Eins er það með bændur sem Landsvikjun er að "hirða" land af þessa dagana, landið er tekið, svo getur greiðslan, hugsanlega, komið seinna, bara ef Landsvirkjun þóknast að greiða fyrir moldina. Mér finnst það skjóta skökku við, að menn, í flokki, sem hingað til að varið eignarrétt einstaklinga, skuli ganga fram fyrir skjöldu og "brjóta" á rétti þessa fólks. Er "ríkinu" leyfilegt að haga sér alltaf eins og fífl gagnvart okkur? Verður salan afturkölluð og lánin látin niður falla, ef áætlun Árna nær fram að ganga og greiddar skaðabætur? Eða geta bændur bara étið það sem úti frís á kaldri heiði, sem þeir eiga kannski ekki lengur. Og ef svo er, var salan þá ekki ólögleg að hálfu ríkisvaldsins í upphafi, ef þeir svo fatta það daginn eftir, að þeir voru að selja meintar þjóðlendur?
Vill einhver upplýsa mig!
Getur bílasalinn hirt af mér bílinn, vegna þess að honum fynnst ég hafa keypt of stórann bíl?
16.12.2006 | 22:34
Þeir sletta skyrinu....
16.12.2006 | 17:17
Framsókn og hún amma
Ég og fjölskylda mín ætlum að heiðra gömlu konuna á milli jóla og nýárs, en ég held að fæstir innan þeirra fjölskyldu vilji nokkuð af Framsókn vita, svei mér þá!
16.12.2006 | 14:26
Að vagga skútunni
Var í samkvæmi í gærkveldi, þar sem mál Hjálmars Árnasonar kom inní umræðuna. Eins þið vitið sem eruð að skoða pólitíkina, þá bauð Hjálmar sig fram í fyrsta sæti á móti Guðna Á. Guðni var víst miður sín út af þessu en svona er pólitíkin. Í þessu samtali sem ég átti við góðkunningja minn, kom meðal annars fram að það hafi verið langflestir af Suðurlandi, sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna, fæstir af Suðurnesjum. Sagði félagi minn að þetta væri nú dæmigert fyrir Suðurnesjamenn, þeir geta víst ekki komið sér saman um að styðja "sitt" fólk í efstu sætin, ein og t.d. Vestmannaeyingar gera við "sitt" fólk. Gat ég alveg tekið undir þessa gagnrýni, enda báðir Suðurnesjamenn. Þetta er okkar helsti galli, við getum ekki stutt "okkar" fólk, sama úr hvaða flokki þeir koma. Meira að segja, gamall framsóknarmaður úr Keflavík, hafði víst samband við Hjálmar og bað hann um að draga framboð sitt til baka og að hann "ætti ekki að vera að vagga skútunni"!
Þá vitum við það, endilega ekki að styðja sitt fólk af sínu svæði, grasið er alltaf grænna hinum megin, það hafa Suðurnesjamenn alltaf talið. Skoðið bara niðurstöðu Suðurnesjamanna í prófkjörunum, sem fram hafa farið á svæðinu, hlutur Suðurnesjamanna mjög rýr, svo ekki sé meira sagt. Ég er ekki framsóknarmaður og kem ekki til með að kjósa þann flokk, EN þeir sem eru framsóknarmenn og ætla sér að kjósa flokkinn, af hverju ekki að standa við bakið á "sínum" manni svona einu sinni og komi Hjálmari í fyrsta sæti. Það geriri ekkert til, framsókn mun hvort er eð ekki vera í næstu rikisstjórn, svo hver er þá áhættan?
14.12.2006 | 19:45
Púúúhúúúvúúú -væll!
14.12.2006 | 00:27
Aaaatittsjú
11.12.2006 | 17:16
Ný lenntur
Lennti fyrir klukkutíma eftir helgi í París. Segi ykkur frá því seinna.
Sé að það er mikil vinna að lesa öll bloggin frá vinum mínum
7.12.2006 | 20:14
Öfgamaður?
7.12.2006 | 18:06
Baráttan um fjóshauginn V
Vildi hún stappa stálinu í raðir sínar og sagði að innan sinnar raða væru góð hænsn og gætu alveg með samstilltu áhlaupi, unnið hauginn. Það vantaði herslumuninn.
Nokkrir bláir unhanar gögguðu hátt um það að nú væri metnaðarfulla hænan að tala niður til fiðurfénaðar síns og vildu meina að hún hafi verið að meina að þau væru handónýt í næsta áhlaup. Þeir hlógu mikið og gerðu grín og blökuðu vængjum ótt og títt og meira að segja tókst einum þeirra hreinlega að fljúga, öðrum til mikillar gleðigaggs. Þótti metnaðrfullri hænunni illa að sér vegið og taldi að hér færi fram forysta sem þorði að skoða eigin fjaðrir og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Reyndar fór sú umræða út í þá sálma að tala um morð á öðrum hænum og fiðurfénaði úr annari girðingu, en talið er að einn af blágrænu hönunum hafi á þar sök á máli! En það er önnur saga.
Eitt það leiðinlegasta mál sem kom upp í girðingunni og var mikið gaggað um, voru réttindi hænsna af öðrum stofni, en af þeim íslenska. Töldu margir að þarna kæmi fiðurfénaður ótakmarkað inn í girðinguna, sumir vegna þess að margar hænur og hanar nenntu ekki orðið að verpa sjálf og hreinsa skítinn af eigin prikum, heldur þótt mun hagkvæmara að flytja inn hænur úr öðrum girðingum á miklu lægri eggjataxta, en gengur og gerist í íslensku hænsnasamfélagi. Vildu menn einnig meina að þetta myndi útrýma íslensku landnámshænunni, því að hér færi fram allt of mikil blöndun á milli. Ljósblár hani, þéttur á velli opnaði umræðugaggið á einum fjóshaugnum og vildi hann að einhverjar reglur verði settar á þennan óhefta innflutning erlendra hænsna. Nokkrar hænur, sem vildu ekki koma fram í eigin fjöðrum, vildu hreinlega henda öllum erlendum hænum út úr girðingunni og loka henni! Aðrir vildu opna meira girðinguna og enn aðrir, sérstaklega þeir bláu hananrnir og blágrænu, að til þess að geta reist risagirðinguna þarna í austuhluta girðingarinnar, verði að fá til þess erlendar hænur. Þessi risagirðing átti semsagt að bjarga austurhluta girðingarinnar um að hænur geti verpt eggjum sínum og til þess þurfti að búa til stórt vatn, sem náði yfir stórt svæði og færði í kaf hænsnaskít og möl. Var mikið rifist um þetta má og voru félagar rauða hanans sérstaklega áberandi í þessu gaggi. Þrátt fyrir það, reis girðingin og vantið stækkaði.
Heyrst hafa sagnir um það að nú ætti að gera sama hlutinn í norðurhluta girðingarinnar og stífla þar líka skurð og búa til girðingu, til að hænur og hanar á því svæði geti búið til eigin haug og farið að framleiða egg.
Framhald verður á þessari sögu eftir helgina.