Ferð til Búdapest

Snögglega var tekin ákvörðun sl föstudag, frúin "ákvað" að fara með mig til Búdapest! Smá tilhlökkun að vísu, en mér leiðast flugferðir, alltaf gaman þegar komið er á staðinn, en bið og þrengsli í flugvélum er ekki minn tebolli, ef þið skiljið hvað ég meina Whistling
Búdapest er heiti á borg í Ungverjalandi og var áður fyrr tvær borgir sitthvorum megin D'onár, og hétu Búda og Pest. Ekki veit ég hvort að það sé einhver pest þeim megin og hvort að menn séu almennt búddatrúar hinum megin, en mig hefur alltaf langað til þessarar borgar. Farið verður seinnipart föstudags og komið heim á mánudagskvöld. Frúin er búin að skipuleggja fyriri mig ferð í listasafn, á meðan hún ætlar að skoða C&A og fleiri kvenvæna staði, á meðan ég svelgi í mig listina. Saman ætlum við að fara á siglingu á Dóná og borða glæsiverð og það verður farið í ferð í eitthvert listamannaþorp fyrir utan Búdapest. Tel að það verði bara ansi skemmtilegt.
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni og hinni vinnunni. Er að klára námskeið á fimmtudag og byrja svo sjálfur með námskeið 26. okt. Hef líka verið að dunda við að hanna utan um geilsadisk sem á að koma út í nóvember. ÞEtta hefur verið til þess að ég hef ekki gefið mér tíma til að taka almennilegar myndir að málvekunum til að setja inn á bloggið. Vonandi fyrirgefst mér það.

En þar til næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð

Ólafur fannberg, 15.10.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Margrét M

góða fer til Búdapest .. þetta verður örugglega skemmtilegt

Margrét M, 15.10.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góða ferð til Búdda og Pest. Hljómar rosalega spennandi

Sigrún Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ólína vinkona mín og bloggvinkona var að koma frá Búddapest og setti inn nokkrar myndir ef þú hefur áhuga kemstu inn hjá henni í gegn um bloggið mitt

Sigrún Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Silja Dögg Gunnarsdóttir

Gott hjá Gunnu að draga þig af stað. Þú ert örugglega komin heim núna og hefur skemmt þér vel, ég efast ekki um það. Búdapest er yndisleg borg;full af sögu og listum. Það er líka svo gaman að skreppa svona óvænt. Borgar sig ekki að bóka með of löngum fyrirvara; bara skella sér. Heyrumst!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband