Helgarbloggari?

Þá er ég orðinn helgarbloggari, svona eins og helgarpabbi! Gef mér ekki tíma vegna anna að blogga. Hvað þá að lesa bloggin frá bloggvinum mínum nema á hundavaði, kommenta endrum og eins, eða læðast inná síðurnar og læðast út aftur, svo að engin taki eftir. Enda er ég þessi rólega týpa, er aldrei með læti í heimsóknum eða partíum, er frekar einn af þessum rólegu, hæglátu, þöglu gæjum, sem fylgist bara með samtali hinna í partíinu! Legg inn endrum og eins athugasemdir, þá bara til að reyna að vera fyndinn. Reyndar leiðist mér það ekki, stundum hef ég bara ekki frá neinu að segja, hef þessa vikuna ekki verið að velta mér uppúr hinum daglegu "fréttum" sem reyndar virðast snúast eingöngu um ofbeldi og perraskap. Heyri sjaldan jákvæðar fréttir.
Þegar ég er á kvöldinn á vinnustofunni að reyna að skapa einhvern óskapnað á strigann, er ég með gömlu gufuna í gangi, því að ég hef fengið meir en nóg af síbyljunni á hinum stöðvunum. Heyri margt skemmtilegt og fróðlegt. Skelli svo djassin í botn þegar "pingpong" tónlistinn byrjar eða að einhver missi sig á nótunum á píanóinu sínu!

Reyndar ók ég eftir því í vikunni að Íhaldið og Vg gætu hreinlega stofnað saman næstu ríkisstjórn, ef skoðanakannanir næðu fram að ganga. Mér þóttu það ekki merkilegar fréttir, satt að segja. Þrátt fyrir að VG séu umhverfisflokkur (að eigin sögn) er hann ráðstjórnarflokkur, vill banna allt og alla, vill fylgjast með öllu og öllum, vill helst einangra landið fyrir utanað komandi áhrifum og halda í krónuna sem lengst. Hm, þetta hljómar nú svolítið eins og Íhaldið, eða hvað finnst ykkur? Allavega virðist Íhaldið vera búið að fá einhverja bakþanka að hafa gefið fjármagnsfyrirtækjum lausann tauminn, vilja nú fara að setja höft á, kannski bara til að losna við Straum-Burðarás úr landi! Þeir hafa líka verið ansi duglegir við að skattleggja landann, fyrirgefið, leggja á GJÖLD, ekki skatta, eða svo segir Geir. 

 Litahringur-2

Ef maður hugsar litróf stjórnmálanna í hring, svona eins og við listamenn skoðum litahringinn, og staðsetjum þann gula efst á hringinn, þann bláa og þann rauða neðarlega á hringnum, þá má sjá að sá blái og sá rauði eru nokkuð nálæg hvor öðrum, reyndar kemur sjá fjólublái, eða Ultrablái, þarna inn á milli, en hvað eru Íhaldið og VG annað en Ultrabláir flokkar, báðir tveir? Þeir hafa alla tilburði til að sýna Ráðstjórnartakta, vilja báðir fylgjast með öllum, hafa gætur á öllum, vilja hömlur og höft og eru ótrúlega sammála um marga hluti. Virðast líka skilja hvern annan voða vel, allavega skildi Davíð vel bullið í Steingrími, þó svo að Steingrímur hafi kallað Davíð druslu og dusilmenni! Held barasta að Davíð hafi verið hreykinn að einhver af andstæðingum hans hafi skilning á honum, og taki honum eins og hann er. En Davíð er ekki lengur No. 1.  Og efast um að Steingrímur kalli Geir druslu og dusilmenni, því að Geir verður að vera meira sýnilegur til þess að formaður vinstri grænna láti slík orð falla um væntanlegan meðbróður sinn í næstu ríkisstjórn, EF marka má skoðanakannanir!

En hvað um það, heimurinn heldur áfram, sama hver ræður. 

Blessi ykkur í bili! Wink

 


Ökutækjasvipting..

..auk öluleyfissviptingar. Ég er nokkuð full viss um að ef bílarnir eru teknir strax af ökumönnum og þeir settir í geymslu um óákveðinn tíma, auk risasektar, þá munu þeir hugsa sig kannski tvisvar um áður en þeir stofna lífi og limum annara í hættu. Það er greinilegt að 6o. þús. króna sekt hefur ekki læknað þennann unga mann að því að keyra of hratt.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1257076


Grænt framboð?

Jæja, Ómar og Margrét í startholunum, eldri og öryrkjar líka búin að stilla sér upp í grænum galla, Íhaldið er farið að úða með úðabrúsa á ýmis málefni, að vísu er áferðin frekar föl, því ekki vilja þeir nálgast hlutinn of mikið til að hylja hann ekki alveg af grænum lit, Vinstri grænir fengu smá gula áferð á sig eftir eftir Netlöggu-dæmið hans Steingríms, Frjálslindir eru farnir að verða föl-blágrænir og vitið þið bara hvað? Framsókanrflokkurinn fann gamla dreyfarann sinn og dreyfa nú eins og ofvirkir skýtadreyfarar grænu málinn út um allr jarðir eins og fíklar, sem missa sig í neyslu!
Ok, ég veit að það er að koma vor og ég veit líka að það eru að koma kostningar. Og ég veit og finn það að flokkarnir eru mjög taugaóstyrkir yfir komandi vertíð og eru uggandi yfir þeim kvóta sem þeir hugsanlega fiska uppúr kjörkössunum.

Ja hérna, svei mér þá Undecided


Afsökunarbeiðni

Þá hefur borist svar frá þeim í Valhöll vegna "skráningar" sonar míns í flokkinn að honum forspurðum. Hér kemur það en ég tók burtu nafn viðkomandi, enda kemur nafn sendanda ekki beint málinu við:

Sæll Bragi.
Þakka þér fyrir póstinn.  Ég get því miður ekki sagt hver hefur skráð son þinn í Sjálfstæðisflokkinn.  Við fáum margar skráningar af netinu og var skráning hans ein þeirra.  Til þess að fullvissa okkur um að viðkomandi hafi sjálfur óskað eftir inngöngu í flokkinn sendum við þessi staðfestingabréf þar sem viðkomandi er boðinn velkominn í flokkinn.  Í þeim tilfellum þar sem einstaklingur hefur verið ranglega skráður hefur hann samband og nafn hans tekið af skrá eins og tilfelli sonar þíns.  Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum sem nú hafa verið leiðrétt og nafn hans hefur verið tekið af skrá.
 
Með góðri kveðju.

 Auðvitað eins og heiðurmanni sæmir, svaraði ég þessu kusrteisilega bréfi, en eingöngu vegna þess að mér fannst vanta svar við ákveðinni spurningu:

Takk fyrir svarið.
Afsökunarbeiðnin er móttekin.

Það er kannski rétt hjá ykkur að senda einhverskonar staðfestingabréf til þeirra sem sannarlega eru að skrá sig í flokkinn,  sama hvaða flokkur það er. Þar sem hann fullvissaði mig um að hafa ekki skráð sig sjólfur í flokkinn og hann veit ekki að neinn hafi skráð hann í flokkinn með hans vissu, þá langar mig að vita hvernig "beiðni" hans um inngöngu var háttað? Er hægt að fá IP töluna af þeirri vél sem skráði hann á netinu? Veit að það er hægt.

Svar óskast.

Þetta ætti að stytta þeim stundirnar að finna út úr þessu!


Smölun Íhaldsins á ungum væntalegum kjósendum!

Sinn er siðurinn hverjum flokki!
Inn um bréfalúguna áðan datt inn bréf stílað á eldri son minn, þar sem honum er óskað til hamingju að hafa gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn! Sem væri svo sem allt í lagi, EF hann hefði skráð sig í þann flokk! Shocking
Með því sama settist ég niður og sendi á skrifstofu flokksins svohljóðandi bréf:

Góðann daginn!
Á borði mínu þessa stundina er bréf undirritað af formanni Íhaldsflokksins, stílað á son minn (nafn og kennitala) og honum óskað til hamingju með að hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn!
Síðast þegar ég vissi og hann líka, hefur hvorki hann, ég eða neinn úr fjölskyldunni, óskað eftir eða skráð hann í þennann flokk. Hann kannast ekki við það sjálfur og væntanlega hefur enginn gert það með hans vissu. Mér þykir það miður að flokkurinn skuli beita þessari aðferð við að húkka sér liðsmenn. Krefst ég og hann einnig, þess að hann verði umsvifalaust skráður úr þessum flokki og krefst ég þess einnig að fá frá ykkur staðfestingu á því að hann sé ekki lengur skráður í flokkinn og einnig vil ég, sem faðir hans, að fá að vita hver gerðist svo djarfur að skrá hann í flokkinn án minna, eða hans vitundar!

Mun ég láta þetta má fara lengra ef ekki verður af þessum kröfum! Svo mætti líka vera á þessum vef ykkr sýnilegur linkur þar sem hægt er að skrá sig úr flokknum, eins og að skrá sig í hann.

Mér þykja aðferðir Íhaldsins vera orðnar frekar lélegar, ef þeir senda öllum væntanlegum kjósendum, sjálfkrafa bréf um það að þeir séu orðnir flokksmenn og án þess að þeir hafa sótt um það sjálfur! Það er ekki furða þó að þeir grobbi sig yfir að vera stæðti flokkurinn, ef þetta eru aðferðirnar!
Ég hef séð bréf frá flokkunum, þar sem ungu fólki er boðið að ganga til liðs við þá og fylgja þá upplýsingar um hvernig þeir geta skráð sig og þá hvar. Í þessu tilfelli er það ekki og ég er foxillur!! AngryAngryAngry
Þetta er lélegt og lákúrulegt!

Hvurslax drullupokaháttur er þetta eiginlega?

PS. ég hefði brugðist eins  við, sama hvaða flokkur þetta hefði verið.


Liberal

Ég tók þetta test eins og Maggi bloggvinur minn hérna
Liberal samkvæmt þessu!

draw


Dæs! - (stuna á íslensku)

Stundum þarf maður að "dæsa". Stundum dæsir maður yfir engu sérstöku, en oftast er það nú vegna þess að manni mislíkar eitthvað, en það kemur fyrir að maður dæsir vegna þess að manni líður vel. Svo að maður tali nú aðeins um neikvæða dæsið, þá getur maður dæst töluvert yfir heimsku manna, líka minni eigin heimsku, því enginn er fullkominn, því miður eða sem betur fer, kannski. Ef allir væru fullkomnir, myndi maður þá ekki bara dæsa af leiðindum? Ég t.d. dæsi í hvert skipti sem ég mæti bíl með þokuljósinn í botni, þrátt fyrir að engin þoka er sjáanleg! Bara af því að það er hægt að kveikja einhver f*****g þokuljós, þurfa ansi margir að monta sig yfir því að sýna öðrum bílstjórum, að bíllinn þeirra er með flott þokuljós. Og stundum dæsir maður yfir því að mæta bíl, sem er kannski bara með kveikt á stöðuljósi og kemur ansi oft fyrir að maður mætir svoleiðis bíl í myrkri. Það kemur nú stundum stórt dæs frá manni þegar hljóðkútslausir bílar eru að þenja sig upp og niður götuna hjá manni. Einnig er hægt að dæsa hressilega yfir pólitíkinni, reyndar verður það meira hnuss en dæs, sérstaklega þegar sandkassaleikirnir byrja á Alþingi.

Eins og ég nefndi áðann, þá er líka hægt að dæsa þegar manni líður vel, t.d. í dag, dæsti ég yfir fallegu veðri hér á nesinu á leiðinni heim úr vinnu, bjart og fallegt veður, fjallahringurinn í öllu sínu veldi. Ég dæsti líka yfir því að vera kominn í helgarfrí og dæsti vel yfir núðluréttinum, sem ég mallaði fyrir familíjuna í kveld. Og þvílíkt dæs þegar ég settist í nýja sófann yfir fréttunum í kvöld! Og ég get lofað ykkur því að það verður dæsað þegar ég fer að sofa í kvöld, eftir að hafa lesið í hinu nýja tímaritinu hans Illuga, Sagan öll. Flott tímarit um sagnfræði og ég dæsi yfir skemmtilegri sagnfræði.

Dæs fyrir því! Cool


Umhverfishryðjuverk!

Síðustu daga hefur verið fjallað um olíublautann fugl á Garðskaga og er talið að það stafi af Wilson Muga strandinu. Einhverjir gröfukallar í Kópavogi vaða yfir ræktaðan trjálund án þess að bera nokkra virðingu fyrir umhvefinu, reyndar samkvæmt skipun bæjaryfirvalda. Í Mosfellsbæ er vaðið yfir perlu í dalnum, af skipun bæjaryfirvalda og var reyndar stoppað af íbúum. Svona mætti lengi telja. Hvar sem maðurinn kemur nærri, skilur hann eftir sig ummmerki, sem ég vil kalla hryðjuverk! Skipsstrandið, það er sorgarsaga, enginn vill bera greinilega ábyrgð á málunum, hvorki eigendur skips og yfirvöld, þrátt fyrir að varað hafi verið við olíumengun. Málið í Kópavogi er vegna þess að menn "héldu" að þeir hefðu leifi til að grafa trjálundinn í sundur, þrátt fyrir að til er tækni til að gera hlutina án þess að skaða umhverfið eins mikið.
Undanfarið hafa þeir sem eru hlyntir miklum virkjunarframkvæmdum, ásakað mótmælendur, m.a. á Kárahnjúkum, að vera að stunda hryðjuverk, en mér sýnist á öllu að það eru fleiri sem það stunda. T.d. eru í pípunum að stunda umhverfishryðjuverk í Þjósárdal þessa dagana go þar er fólk að mótmæla.
Einhver pirraður útvarpshlustandi var að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins á föstudaginn var og vildi þurrka út Bryndísi Schram af listanum, vegna þess að hún var að mótmæla vegalagninunni í Mosó, og sagðist vera orðinn hundleiður á þessu "umhverfi-verndunar-kjaftæði"!
OK, ég er orðin hundleiður á þessum "umhverfis-hryðjuverkamönnum" í landinu sem geta ekki borið virðingu fyrir neinu.

Svei attann!Angry


Bolla bolla bolla

bollur1_d
Til hamingju með bolludaginn, bollurnar mínar og megi dagurinn verða ykkur fitandi!


Snillingur?

Ég er snillingur eða hvað? Í blogginu hér á undan lauk ég færslunni með því að varpa þeirri spurningu fram að hvort Eiríkur H skyld nú vinna Júró?  Og viti menn. Hann vann! Ég hef heyrt að menn sem verða veikir, falli í trans og svoleiðis, en þetta var ótrúlegt.
Hitt er svo annað mál að mér þótti flest lögin af þessum 9 sem tóku þátt, ekkert hreyfa við mér. Ef ég miða við lögin sem tóku þátt í fyrra, þá voru mörg þeirra góð, en af þessum lögum í gær, þá fannst ég hafa heyrt þau áður. Sorry!
Svo var líka athyglisvert að sjá framsetninguna á keppninni. Þetta er sönglagakeppni ekki söngvarakeppni og allar kynningar snérust meira og minna um söngvarana, en ekki höfunda laga og texta. Kom það berlega í ljós þegar tilkynnt var að lagið "Ég les í lófa þinn" hafi orðið sigurstranglegast, þá var það eins og Eiríkur hafi samið lag og texta! Ekki er ég þó að gera lítið úr Eika-tröllinu, hann stóð sig vel eins og venjulega með allt sem hann gerir, og hann missti ekki "kúlið" eins og einhver hafði orð á.
Kannski er erfitt að skipuleggja svona keppni og reyna að gera hana þannig úr garði að hún sé sönglagakeppni, en við föllum alltaf í þá gryfju að velja söngvara ekki lag og texta. Sjáið hvað gerðist í fyrra! Regína sat eftir heima með lang flottasta lagið og Silvía Nótt vinnur út á "sjóvið". Ég er sannfærður um að Regina hefði komist í undanúrslit í fyrra. Sannfærður. Hún hefði lent í eitthvað af 10 efstu sætunum!
En ég óska samt Eiríki Haukssyni, Sveinni Rúnari Sigurðssyni og Kristjáni Hreinssyni til hamingju!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband