25.9.2006 | 13:55
Kanar og kakkalakkar!
Jæja, kaninn farinn og þeir skilja eftir sig mengaða jörð og kakkalakka! Ekki einu sinni Bless! Eða takk fyrr! Bara farnir. Og ríkisstjórn Íslands ætlar að taka við svæðinu eins og engin starfsemi hafi verið á svæðinu sl. 50 ár. Taka við byggingum, bæði nýjum og ónýtum, sem er í sjálfu sér OK, en létu ekki gera úttekt á mengun á svæðu, þrátt fyrir ábendingar um mengun á gömlu sorphaugunum og jafnvel víða innan girðingar. Eitthvað sem kostar jafnvel vel á miljarðinn að þrífa. Þeir skelltu bara öllu í lás og ráða svo eftirlitsmenn með byggingunum í eitt ár, en bara til að passa svæðið. Engin ákvörðun tekin um að halda úti vörnum gegn meindýrum, s.s. kakkalökkum, sem eiga nú mun auðveldara með að fjölga sér. Og svei, ef kakkalakkarnir ná svo fótfestu hér utan girðingar!
ég er dapur í hjarta hvernig stjórnvöld tóku á þessu máli. Kosningar í vor og það er öruggt hverjir fá ekki mitt arkvæði!
Lifi byltingin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2006 | 14:04
Er ekki í lagi?
Hm, Davíð Oddson, fyrrverandi eitthvað og núverandi "moneysaver", þ.e. Seðló, er farinn að hafa áhyggjur af auðsöfnun manna á Íslandi! Skrítið. Maðurinn sem undanfarin 12 ár hefur stuðlað að því með einkavæðingu Sjalla ásamt fyrrverandi Krötum og leifunum af Framsók, að örfáir einstaklingar græða sko þvílíkt á því einu að vera Group eitthvað og sérstaklega bankarnir. Varla er hann að tala um Jóhannes í Baug, það er búið að sýkna hann og varla er hann að tala um son hans, en hvert málið á fætur öðru er að leysast upp í tómt vesen hjá Hæstarétti og er ekki að verða að neinu, hann hlítur að vera að tala um bankana. Ég barasta trúi ekki öðru! Kannski er hann að meina kvótakónganna, en þeir eru víst orðnir svo fáir, að það er víst lítið á þeim að græða lengur, þeir, kvótakóngarnir græða bara í staðinn. Niðurstaðan: Davíð Oddson hefur mjög miklar áhyggjur af auðsöfnun manna, sem hafa stutt hann og ríkisstjórn hans í gegnum tíðina. Davíð getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð og sagt að þetta sé einhverjum öðrum um að kenna, hann var í forsvari fyrir ríkisstjórn, sem stuðlaði að óhóflegri auðsöfnum örfárra manna og það er hann og Sjallaflokkurinn sem ber ábyrgð á þessu. Hann er ekki undanþeginn þeirri ábyrgð þótt hann sé orðin Seðlabankastjóri. Misskipting og það mikla bil, sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu á undanförnum misserum, er á ábyrgð þeirra sem höfðu stjórn á hlutunum. Tímarnir nenilega breittust líka í verslun og viðskiptum, karlar eins og Jóhannes í Bónus komu fram á sjónarsviðið og gjörbreittu verslunarlandslaginu. Auðvitað situr gamla heildsöluíhaldið eftir með sárt ennið og eru reiðir út í Jóhannes, í stað þess að ræða þetta við Davíð.
Lifi byltingin!
20.8.2006 | 01:05
Menningarsólsetur
Á meðan "allir" íslendingar fara á Menninganótt í Reykjavík (eins og sagt var í síðdegisútvarpi á Rás 2 í dag) voru um 2000 manns + að skemmta sér og sínum á Garðskaga í dag. Reyndar fóru ungmennin í Reykjavík og við þau eldri og þau sem voru langt undr lögaldri, skemmtum okkur barasta vel og vandlega á Skaganum. Svo lítil svöl gola en ringdi ekki, sem betur fer. Þetta er í annað sinn sem þesi hátíð er haldin í Garðinum og tókst hún bara vel. Um daginn vöru leikir, hoppukastalar, fornbílar, Brúðubíllinn, slökkviliðið og motorhjólafólk á staðnum, auk myndlistasýnnga og tónlista atriða og um kvöldið kom KK og skemmti fólki við mikinn fögnuð. Brenna var og fólk skemmi sér hið besta. Eða eins og segir í annars ágætri auglýsingu: "Gerið mikið úr litlu".
;oP
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2006 | 10:59
Frummaðurinn í Framsókn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2006 | 21:46
Um hneigð og isma
Verið góð við hvort annað.
2.8.2006 | 01:44
Hávaðamengun eða hvað?
Hafið svo ánægjulega Verslunarmannahelgi og akið varlega! Það liggur ekkert á!
23.6.2006 | 20:55
1%
Jæja, þá vitum við hve mikið verðbólgan getur haft á kostningaloforð. Í fréttum á RUV í kvöld var sagt frá samkomulagi samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og ríkisstjórnar um launakjör mörlandans, þ.e. þeirra sem verða að Berjast fyrir launum sínum,( hinir rétta bara upp hægri eða vinstri hönd þegar þeir vilja kauphækkun! lesist: þingmenn) Í sömu frétt var sýnt frá landsfundi Fuglaflokksins og þar sagði Dabbi frá því að hann (og flokkurinn væntanlega) ætli að lækka tekjuskatta um 4%, lækka virðisauka af matvælum og bókum og síðast en ekki síst; afnema eignarskatt! Það var semsagt ekki nóg að lækka tekjuskatt, sem allir nytu góðs af og lækka virðisaukaskatt, sem einnig allir nytu góðs af, nei, heldur var loforðið að afnema eignaskatt með öllu, en það voru bara þeir sem áttu eignir og skítnóga peninga sem nutu góðs af því, svona auka búbót fyrir tekjuháa liðið, því ekki höfðu hinir venjulegu launþegar neitt að ráði uppúr þessari skattalækkun eða afnámi skattsins að græða, því að þeir skulda mest! Ég tek fram og vitna alfarið í téða frétt og vil minna fólk á það (sem á annað borð nenna að lesa þetta) að þetta voru kosningaloforð fyrir 4 árum, þegar allt var á uppleið, samkvæmt tilbúningi þáverandi ríkistjórnar, sem voru, ef ég man rétt, Fuglaflokkurinn og Maddaman. Ég væri ekki hissa þó að það verði ekkert minnst á þetta í næstu kosningabaráttu, því að þar verður barist fyrir stöðuleika, stöðuleika sem ríkisstjórnin er búin að telja okkur trú um að geti ekki orðið, Nema Fuglinn og Maddaman verði áfram við völd! Farið hefur fé og reittar fjaðrir fyrir betra.
Eins og ég ritaði í pistli hér á undan; Lifi byltingin og ég stend við það!
16.6.2006 | 17:43
Rigning=17. júní
Jæja, stefnir í að það verði rigning þann 17. eins og venjulega. Eins og er þessa stundina er bæði ROK og RIGNING, semsagt ekta 17. júní veður. Ég man varla eftir að það hafi verið sól og blíða á þjóðhátíðardaginn, enda tók bæjarfélagið mitt þá ákvörðun fyrir mörgum árum síðan að hafa það sem standard að öll hátíðardagskrá færi fram innan húss, engin séns tekinn á neinu lengur. Enda hver nennir að húka undir rifinni regnhlíf að reyna að hlusta á fjallkellu og ræður undir bergmáli? Ekki hann ég! Ætla að mæta á svæðið í íþróttahúsinu og fá mér kaffi og kleinu, svolítið þjóðlegt, hlusta á söngvarakeppni, líka orðið þjóðlegt, og fara svo heim og grilla inní bílskúr, því að ekki geri ég ráð fyrir að ég fái logn til þess, frekar en aðra daga. Reyndar ætla ég og fjölskylda mín að leggjast í útrás til Danaveldis fljótlega og er ég viss um að þá fer að rigna eldi og brennisteini þar, en nú þessa daga hefur verið um 25 stiga hita uppá dag frá því um miðjan maí. Verður þetta eina ferðalagið mitt í sumar því ekki nenni ég að liggja í roki og rigningu á klakanum.
Heima er best!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2006 | 17:48
Ný bæjarstjórn í Garði
Þá hefur ný bæjarstjórn í Garði tekið við og vil ég óska Oddnýju Harðardóttur til hamingju með nýja starfið. Ég efa ekki að hún verði starfi sínu vaxin þó að ég efist um aðra meðlimi hins nýja lista. En hvað um það, þetta var niðurstaðan og nú er að sjá hvernig hinum nýja merihluta tekst til. Auðvitað vonar maður að vel takist, ekki er ég að óska þess að allt fari fjandans til, skárra væri það nú, þetta er spurning um áherslur fyrst og fremst. Eða þannig leit það út í kostningabaráttunni. Krafist var opnari stjórnsýslu og lögð meiri áhersla á skólamál, minni áhersla á malbik og aðrar steypuframkvæmdir, þannig að 80% tekna bæjarins fer þá í að reka skólann, samkvæmt tillögu N-listans. Ég tek það fram að ég vil og hef alltaf viljað veg skólans okkar sem bestann, en tekjur bæjarins þessa stundina duga ekki til að fara eftir öllum þeim tillögum sem óskað er eftir. Vil ég minna á að bæjarfélögin (þessi minni) voru neydd í að taka að sér rekstur grunnskóla, því að það voru eingöngu stóru, ríku bæjarfélögin, (rekin flest af Sjálfstæðismönnun) sem heimtuðu að taka yfir rekstur þeirra. Þau minni urðu að fylgja með (hefur eitthvað með staðfestu og innmúrun að ræða). Þetta var allt gert án þess að bæjarfélögin fengu nokkuð auka fjármagn í skólareksturinn. Svo þegar skiptin voru orðin að veruleika, komu tilskipanir frá ráðuneytunum um einsetningu, skólaeldhús og bla, bla, bla....Svo átti að leysa vandamálið með að sameina sveitarfélögin! Ég hélt að kostnaðurinn væri sá sami þrátt fyrir það að skólinn sé rekinn með eða án sameiningu, nema þá að fækka eigi starfsfólki, leggja niður skólastjórn og reka kennara, þá væri kannski hægt að spara! En það er ekki það sem við viljum. Ég vil bara að bæjarfélögin fái stærri hlut af skattaapkkanum til að getað tekið við þessum skyldum sem á þau eru lögð. Leggja minni áherslur á utanríkisþjónustuna, skattleggja hátekju-eignafólk og stórfyrirtæki og fara að hugsa um fólkið.
Lifi byltingin!
7.6.2006 | 17:56
Enn um Framsókn
Á sama tíma og Framsóknarflokkurinn er í upplausn í landsmálapólitíkinni, virðist þessi örflokkur komast til mikilla áhryfa innan nýja Reykjavíkur-listans. Alveg furðulegt hve lágt Fuglaflokkurinn leggst að ganga til samstarfs við þann flokk sem tapaði mest í kostningunum. Það segir nú meira um Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn, því að þeir hefðu hæglega tekið Frálslinda inn og komið með eitthvað nýtt í Reykjavíkurpólitíkina, en nei, falla í sama farið og stórnarflokkarnir, enda slitnar ekki slefið á milli þessara tveggja flokka. Heyrði í fréttum í dag að það þurfi að sækja einstaklinga inn í nefndir og ráð, sem náðu ekki kostningu, svo að þetta aumingja-samstarf geti nú haldið. Hungrið í völd eru orðin það mikil hjá Bara Villa og hans fólki og gamla sjálfsagða "að ráða öllu" genið í framsókn er svo sterkt hjá þessum tveim aðilum að það er skelfilegt. Halldór ætlar að hætta vegna slæms gengis flokksins og Einfrumingurinn fær ótrúleg völd innan Borgarinnar. Er ekki eitthvað skakt við þessa mynd? Í síðustu alþingiskostningum töpuðu báðir stjórnarflokkarnir og héldu naumum meirihluta, og Sjálfstæðismenn fengu næst lökustu kostningu frá því síðast.
Ja, hérna, hérna, bara, ég segi ekki meir!