Er bannað að handsama þjófa?

Las það áðan á vísir.is að vörður hafi lamið þjóf með kylfu og á vörðurinn þá á hættu að verða kærður samkvæmt vopnalögum! Bíðið nú við, slapp þá þjófurinn? Hvað með ef öryggisvörðurinn hafi nú hreinlega lamið hann í hausinn með kúst? Eða fellt hann og teipað hendur og fætur þangað til lögginn mætti á staðinn? Eiga brotamenn hér á landi alltaf réttinn?

Ef innbrotsþjófur ætlaði sér að brjótast inn hjá mér og ég óvart heima og ég lemdi fíflið með drivernum mínum í rot, fengi ég kæru á mig fyrir það eitt að verja heimilið mitt?

Hvað er að þessu landi?


Kominn með „málverk“.

Jæja, loksins er komið að fyrstu færslu í sumar eftir langt og gott „bloggfrí“. Þetta er búið að vera viðburðaríkt sumar hjá okkur í fjölskyldunni, fengum afhent nýtt hús þann 12. júní og stóðum í flutningum og gáfum okkur góðan tíma i að setja allt í stand að Kjóalandi 15. Reyndar var húsið fullklárað, aðeins að setja upp innréttingu í þvottahúsi og ljós og myndir. Svo tók við mikil vinna í gamla húsinu. Ekki er hægt að selja nokkurn skapaðan hlut í þessum kexruglaða árferði á fasteignamarkaðnum, svo það var tekin ákvörðun að leigja húsið og þá þurfti að lagfæra ýmislegt og þá aðallega að mála. Við máluðum öll svefnherbergi og hurðar í svefnálmu og ætlum að leggja plastparket á gólfin og á gang og eldhús. Hamagangurinn var slíkur að minn fékk svo þvílíkt í bakið, að ég hef varla getað rétt úr mér síðan. Sem betur fer á ég tvo duglega stráka sem tóku við og kláruðu. Nú er bara eftir að leggja á gólfin.

Það má því segja að ég sé kominn með svaka „málverk“ eftir sumarið Blush


Gleðilegt sumar, allir bloggvinir.

(Vegna mistaka hef ég óvart lokað á ALLA bloggvini, en átti rayndar að vera bara á einstaka skoðara. Því birti ég hana hér aftur) 

Gleðilegt sumar, allir bloggvinir.
Með þessari færslu verða smá tímamót hjá mér því að ég hef ákveðið að taka mér langt frí frá blogginu. Reyndar hefur það verið að þróast hjá mér ansi lengi og ég gert mér grein fyrir því að til að vera fullvirkur, þarf maður að vera á launum við að blogga, lesa blogg og gefa commett hjá vinum og vandamönnum. Þar sem ég hef nóg að gera eitthvað fram á sumarið, er að undirbúa sýningu um miðjan júní, er að flytja í nýtt hús, er að klára skólann, útskrifa nokkra nemendur og svo margt fleira, er alveg eins gott að vera ekkert að þessu á meðan.
Enda er það nú svo að með hækkandi sól og hlýindum, fer hugurinn að snúast um annað en lyklaborð og skjá, þá tekur maður frekar fram myndavél, skissubók og jafnvel pensla og litatúpur, fer á smá flakk um næsta nágreni til að fanga mótív.
Ef það rignir, hreiðrar maður um sig í vinnustofunni og vinnur jafnvel úr skissunum og ljósmyndum, reyni að framkalla eitthvert myndverk sem maður getur verið sáttur við.
Vinnustofan mín er rúmgóð með glugga í vestur og besti tíminn er þá snemma á morgnana og fram yfir hádegi, en þegar sumarsólinn fer að hita upp gluggann hjá mér, þá er gott að koma sér út í sumarið og sinna fjölskyldu, golfi og fl.
Næsta rými við vinnustofuna mína eru nokkrir fínir kallar með verkstæði og þangað fer maður til að spjalla og fá sér kaffi með þeim, þannig að ekki verður maður einmanna við maleríið.

En og aftur gleðilegt sumar og sjáumst í haust.LoL


Að skrifa undir nafnleynd!

Í bloggi mínu hér á undan er ég að fjalla um ritskoðun og eins og þið sjáið sem lesið þessar bloggfærslur mínar, er ég ekki að fela mig undir einhverju "nikki" þar sem hið raunverulega nafn mitt kemur ekki fram. Ég hef ekkert að fela. Einhver sem kýs að kalla sig DoctorE svaraði í athugasemd við síðustu færslu og hef ég kannski ekkert við það að athuga að fólk skrifi í athugasemdir hjá mér. En andskotinn hafi það að ég kæri mig um það að einhverjir drulludelar séu að krumpast hér á blogginu mínu án þess að þora að koma fram undir eigin nafni!
Hvaða sjálfskipaði ******háleisti er þessi DoctorE?

Heyrði það í Íslandi í dag að einhver prestræfill fengi það óþvegið af blogg gestum og flestir kjósa að koma ekki undir nafni, bara svo að þeir geti hraunað yfir karlgreyið að seku eða ósekju.
Ég þarf ekki endilega að vera samála manninum en ég hef heldur ekkert leyfi til að gagnrýna hann undir dulnefni.

Ég legg ekki í vana minn að vitna í Biblíuna en læt hér fljóta með góða ábendingu sem vel á við:

"Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"!

Farið í friði. 


Ritskoðun!

Samkvæmt fréttum dagsins eru miðlar, sér í lagi þá MBL.is farnir að ritskoða hugsanir og skrif fólks og búnir að loka á einn! Fyrir það að segja sína skoðun. Hvort sem maður er sammála eða ekki, hélt ég að fólk mætti segja sína skoðun, hann hlítur að geta borðið ábyrgð á sínum skoðunum.
Ég velti því líka fyrir mér að það sem ég og við sem erum að fjalla um "saklaus" mál, séum ritskoðuð líka? Ef svo er, hef ég ekki áhuga á að halda uppi bloggi á þessum stað. Ekki það að ég sé endilega að hrauna yfir mann og annan, nenni því ekki lengur, heldur geri ég greinamun á "ritskoðun" og almennri skoðun og heimsókn á síðuna, fólk sem gefur commett á það sem verið er að fjalla um og hafa möguleika á að svara. Sama hvert málefnið er, svo framandi að það er ekki meiðandi á neinn hátt en sé haldið sig við réttmæta gagnrýni.

Kveðja 


Frjálst fall...

...krónunnar heldur áfram, þó hægar í dag en í gær. Samt er þetta eins og geimskutla að koma til lendingar, allt of lítil fallhlíf til að draga úr hraðanum og hætt er við að hitahlífar haf skemmst á leið niður og óvíst að bremsur virki sem skildi! Stjórnmálamenn sýnast sallarólegir en innst niðri eru þeir að gera í brækurnar! Þeir ætla ekkert að gera til að milda áhrifin á þessu falli krónunnar til að minka ofurútgjöld heimilanna. Bensínið hækkar og hækkar og hækkar, þrátt fyrir að í landinu eru yfir 3 mánaða birgir að olíu sem keyptar voru á "gamla" verðinu.
Munið þið eftir auglýsingum frá bílaumboðunum hér í gamla daga þegar gengi krónunnar var fellt með miðstýrðu valdi ráðherramafíunnar? Þá auglýstu þeir bílanna á "gamla verðinu", því að þeir voru búnir að kaupa þá, flytja inn á því gamla og vildu auðvitað selja á því gamla, eða þannig þannig..Crying

Hvernig geta þá olíufélög hækkað verð á olíu sem keypt var fyrir mánuði síðan og liggja í tönkum hér á landi?
Eða eru þeir kannski ekkert að borga fyrir hana? Segi nú ekki að þeir fái hana gefins?Bandit
Þeir eru allavega MJÖG fljótir að hækka olíuna en það er eins og að draga úr þeim tennur án deyfingar, þegar markaðsverð á olíu lækkar hins vegar!

Ég verslaði mér bíl á síðasta ári, lét þann "gamla" 2ja og hálfs árs gamla Octaviu uppí nýjan KIA Sportage. Og auðvitað valdi ég dísil, vegna þess að ég var að fá dropann á mun lægra verði en bensínið. Einnig vildi ég taka "þátt" í gegn hlýnunn jarðarinnar og keyra á "umhverfisvænni" orkugjafa en bensínið er. Og til að kóróna þetta, tók ég erlent myntkörfulán, 50% í evru, 25% í jenum og 25% í  einhverju Svissnesku. Var að borga mun minna á mánuði fyrir mismuninum en ef ég hefði tekið íslenskt lán.
Hefði betur átt þann gamla áfram enda átti ég hann "skuldlausann". Olían er nú 10 krónum hærri en bensínið (búinn að éta upp þann sparnað) og höfuðstóll lánsins ríkur upp eins og raketta á gamlárskveldi, nema að hún ætlar aldrei að koma niður aftur!
Þessa dagana er kofi okkar hjónanna á sölu, ætlum að flytja okkur yfir í Búmenn og það er pottþétt mál að ég ætla að greiða upp allar lausaskuldir og leggja afganginn inná góðan reikning, þegar búið verður að ganga frá þeim kaupum. Og ekki kaupa nokkurn skapaðan hlut á lánum meir!!
Það er líka eitt sem við ætlum að gera "gömlu" hjónin, ég ætla ekki að fara rassgat á bílnum í sumar né erlendis, því að það hreinleg borgar sig ekki, allt er að hækka bæði hér innanlands og utan.Frown


Ákvörðun

Ég hef tekið þá ákvörðun að frá og með deginum í dag ætla ég ekki að eyða einni einustu krónu í nokkurn skapaðan hlut, nema að eiga fyrir honum! Ég er orðin hundleiður á því að halda uppi bankakerfinu á okurvöxtum. Ætla núna að fara láta þessa andskota að borga mér fyrir að geyma peningana mína.
Svo að fólk haldi nú ekki að ég sé orðin klikkaður, þá ætla ég að útskýra þetta aðeins.
Frá því ég fór að búa hef ég þurft að taka oft lán til að eignast hluti. Lán til íbúðarkaupa er náttúrulega óumflýjanlegt, en lán til að kaupa sér 42 tommu plasma, 500.000 þús kr. innréttingu, parket uppá 4.500 kr fermeterinn, eðalflísar á baðherbergið á 1500 kall flísina, mahóní stofustáss undir plasma og surránd dótið, eitt stikki fellihýsi á 1.700.000 kr og 5 milljón króna jéppa, til draga draslið á eftir sér, fyrir utan stóla og borð frá Epal og svoleiðis. (haldið þið virkilega að ég sé ein af þeim sem hafi framkvæmt allt þetta hér að ofan? Cool , glætan, nei) en samt hefur maður fari í RL og keypt sér rúm með útborgun og rest á VísaRað, farið í ELCO og keypt sér sjónvarp (túpu) með útborgun og rest á VisaRað, keypt sér eldavél, vegna þess að sú gamla gaf sig, hjá Sigga Ingvars á VisaRað og svona mætti lengi telja. (Fyrir þá sem fatta ekki fyrir hvað RL stendur fyrir þá er það nú bara Rúmfatalagerinn Whistling)
Yfirdrátt til einkaneyslu hef ég ekki notað í 8 ár, VISA kortinu lagði endanlega fyrir 8 árum en er smátt og smátt að átta mig á því að ég get verið án þess að hafa ekki alltaf það flottasta og dýrasta í kringum mig.
Kannski er þetta klikkun en þá er það bara tími til komin að vera klikkaður og glaður það sem eftir er Tounge!


Hefst nú sami söngurinn...

... um leið og það fer að harðna á dalnum hjá bönkum og fyrirtækjum. Nú keppast jakkaklæddir menn við eins og rjúpur við staur að ropa um nauðsyn þess að lækka skatta á banka og fyriræki. Talað er um að lækka skatta á fyrirtæki í 12% svo að þau geti nú blómstrað í þessari "niðursveiflu". Eins og menn átti sig ekki á því að þessi uppkjaftaða niðursveifla hefur jafnmikil áhrif á mig sem neytenda og bankastjórann og forstjórann! Ég eiginlega krefst þess að fá að njóta sömu kjara og fyrirtækin og bankarnir í landinu í skattamálum. Borga bara 12% tekjuskatt (helst engan) enda er ég að borga töluverðan skatt í formi virðisaukaskatts og annarra skatta (gjalda, eins og Geir H. vill nefna það).
Því ef ég ætti meir á milli handanna til að eyða, þyrfti ég ekki að taka neyslulán í formi yfirdráttar, (sem ég er ,sem betur fer, blessunarlega laus við) né endurfjármagna lánin vegna þess að ég skaut mig í löppina af neyslubrjálæði undanfarna mánuði (sem ég er reyndar blessunarlega verið laus við líka). Meira að segja sá ég það fréttum í kvöld að þjónustufulltrúar eru farin að agentera fyrir Íbúðarlánasjóð, helsta samkeppnisaðila bankana í íbúðarlánum, vegna þess að vextir eru svo háir! Sem sagt, ef bankadruslan getur ekki þjónustað mörlandann, getur hann bara farið á "ríkið".
Það heyrist ekki svo mikið hundsgelt frá verkalýðsforustunni um skattalækkanir og vaxtalækkanir og afnám verðtryggingar í síðustu kjarasamningum!
Þess vegna spyr ég: Fyrir hverja eru þessir menn að vinna? Alveg örugglega ekki fyrir sauðheimskan almúgann, svo mikið er víst!

Og eitt enn; hvernig í andskotanum losna ég við þessar fjandans auglýsingar af vefnum hjá mér? 


Hlutabréfamarkaðurinn í hnotskurn!

Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið.   Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. 

Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja. 

Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan.
Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.

 
Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar.


Borgarkróníkan

Þórólfur heitir maður og er Árnason. Var hann vænn maður og góður og starfaði sem borgarstjóri um hríð en hann fenginn úr einkageiranum til að sitja að völdum með R-listafólki. Hann kröklaðist frá völdum vegna tengsla sinna við olíufélag sem talið er að hafa svindlað á borgarbúum um margar milljónir. Þrátt fyrir vinsældir sínar sá hann sér ekki fært að sitja lengur. Andstæðingar hans í borgarstjórn hömuðust á honum og oddviti þeirra tók svo til orða, er hann var spurður af f´rettamönnum; "Ef þetta væri ég, mundi ég segja af mér". Samt var talið að Þórólfur ætti þá einu sök að hafa verið starfsmaður olíufélagsins og var að framfylgja skipunum yfirmanns síns.

Vilhjálmur  heitir maður og er Þ. Viðhjálmsson. Er hann talinn vænn maður og góður en missti embætti sitt sem borgarstjóri út af hinu svokallaða REY-máli sem tröllriðið hefur borgina og landið allt. Er talið að hann hafi farið langt út fyrir starfslýsingu og starfssvið sitt og missti minnið um tíma og man ekki hvort að hann talaði við þennann eða hinn og hversvegna og út af hverju! Þegar hann og meðreiðasveinar og meyjar hans tóku völdinn aftur, var víst að hann tæki við stól borgarstjóra að 14 máuðum liðnum, en það er talinn sá tími og innan þeirra marka sem tekur venjulegann íslending að gleyma út af hverju menn voru að rífast út af þessa stundina.

Þetta gæti verið stutt ágrip af íslandsögunni eftir svo sem 250 ár, en í mínum huga situr þetta eftir: Þegar Þórólfur varð uppvís af sínu "saknæmi", hamaðist íhaldið í honum svo gengdarlaust að það var enginn furða að Þórólfur ákvað að taka hatt sinn og staf. Meðreiðasveinar og meyjar VÞV eru kannski búin að gleyma þeirri orrahríð og vil ég benda þeim á að andstæðingar þeirra í borgarstjórn hafa algjörlega látið það í friði að ausa VÞV auri og svívirðingum undanfarna daga.

Neibb, íhaldið í borginni ætti að skammast sín og sýna sóma sinn í því að biðjast Þórólfi að minnsta kosti afsökunar eða draga til baka mörg af þeim meiðandi ummælum í hans garðs og segja VÞV að taka hatt sinn og staf og starfa við eitthvað annað, þar sem minnið þarf ekki að vera að þvælast fyrir honum!

Svei mér þá! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband