Get ekki orða bundist...

...en er svo hjartanlega sammála þessu. Maðurinn ætti að sína sóma sinn og fara eftir sínum eigin orðum og fara að gera eitthvað annað. Moka skít upp í sveit!

Sjá frétt á dv.is 


Mokið, mokið, mokið meiri snjó!

Hvert sem litið er, allstaðar snjór! Það hefur ekki sést svona mikill snjór hér síðan síðast en það var sirka fyrir 8 eða 9 árum síðan. Í morgun varð ég að snæua við, lagði ekki á Garðveginn vegna blindbils, þrátt fyrir Sportage jeppling! Sem betur fer, þegar ég reyndi aftur einum og hálfum tíma seinna, taldi sonur minn, sem með var í för, eina 9 bíla sem farið hafa útaf á leiðinni. Ábyggilega bílarnir sem ég mætti á leið í Garðinn þegar ég snéri við. Var að pæla í að fara að moka innkeyrsluna í dag, en læt það bara eiga sig. Spáin fyrir morgundaginnn er ekki glæsileg, hlýnar að vísu en stormur og rigning. Kræst! Þá hlítur eitthvað af þessum snjó hverfa.

Jæja, sama er mér, hef það bara gott hér í stofunni, sötra kakó og dunda við vefsmíðar. 


Blóð Krists og Gralið Helga

Hef undanfarna daga verið að lesa mjög svo umdeilda bók eftir þá félaga Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Loncoln, en sameiginlega eru þeir skrifaðir fyrir bókinni Blóð Krists og Gralinu Helga. Bókin kom fyrst út 1982 og er unnið úr heimildarþættinum Cronicle á BBC og voru sýndir á árunum 1970-80.
Eins og segir í inngangi bókarinnar þá má rekja upphaf bókarinnar til ársins 1969, en þá hafði Michael Baigent rekist á rit eitt þar sem fjallað var um prest sem talinn er að hafa “fundið” fjársjóð. Hann lýsir bókinni sem spennu- og skemmtisögu og sagna varð til þess að áhugi hans vaknaði til að rannsaka þessa sögu betur, leyndardóm Rennes-le-Château og prestsins Bérenger Saunière.
En hver er leyndardómurinn, kann einhver að spyrja? Jú, allir muna eftir bókinni og myndinni DaVincy Code en þar fer Dan Brown með kenningar sem hristu heldur betur upp í kirkjunnar mönnum. Einnig muna allir að Dan Brown var einnig sakaður um ritstuld og nýtt sér hugmyndir Michael án þess að nefna svo mikið á bókina Blóð Krists og Gralinu helga.  Framan af rekur Micahel sögu musterisriddarana, Síonsreglunnar, Vísigota, ættartölu Mervíkinga og tengst þeirra við landið helga á tímum krossferðarinnar. Við þekkjum öll þessa sögu. Eða þekkjum við hana?
Þessi saga var reyndar ekki það sem vakti áhuga minn í bókinni, heldur vanga veltur og kenningar un Maríu Magdalenu og Jesús. Voru þau hjón? Áttu þau barn eða börn saman? Var krossfestingin sviðsett eða lifði Jesús jafnvel krossfestinguna af? Er blóðlína Jesús í gegnum Mervíkinga í Frakklandi?
Þetta eru stórar vangaveltur og hrekja þeir biblíusöguna út frá sagnfræðilegum pælingum og komast að þessari niðurstöðu.
 
Varðandi Maríu Magdalenu, þá er að finna í gömlum apokrýfu bókum að hún hafi flúið til Frakklands eftir krossfestinguna og borið með sér gralið Helga (Sang Real) og töldu margir að hér væri um að ræða bikar eða skál en samkvæmt kenningunum er gralið helga ættbogi Jesús. Einnig vilja þeir meina að María Magdalena hafi verið komin af stórri og ríkri fjölskyldu af ætt Benjamíns, en ekki verið skækja eða geðveik kerling sem Jesús hreinsaði af illum öndum. Einnig vilja höfundar meina að María hafi verið frá Magdal en ekki heitið Magdalena! Einnig telja þeir að María sé sama María og getið er í sögunni af Maríu og Mörtu,en þær áttu bróðir sem hét Lazarus! Og til að kóróna kenninguna þá hafi brúðkaupið í Kana, þar sem Jesús breytti vatni í vín, verið brúðkaup hans sjálf og Maríu! Allavega, Gyðingar á tímum Jesú giftu sig í kringum 16 ára aldurinn og:

“ … í ljósi menningarhefðarinnar er afar ósennilegt að Jesú hafi ekki kvænst alllöngu áður en hann hóf að predika. Hefði hann haldið fast við einlífi hefði hann valdið óróa, viðbrögðum sem hefðu skilið eftir sig spor. Þess vegna er þögn guðspjallanna í þessu atriði ekki röksemd fyrir því að hann hafi verið ókvæntur, heldur þvert á móti. Í samfélagi Gyðinga á þessum tíma hefði einlífi verið svo óvenjulegt að það hefði vakið mikla athygli og kallað á athugasemdir.” (bls. 365. Blóð Krists og  Gralið helga).

Og samkvæmt ákvæðum Talmúd um þetta efni eru skýr: Ókvæntur maður má ekki vera kennari!


Þá er komið að krossfestingunni. samkvæmt Biblíunni var Jesú krossfestur að morgni föstudags og látinn um kvöldið. Samkvæmt Rómverskum skrifum um krossfestinguna, þá getur maður lifað í 1 til 7 daga á krossinum svo framarlega að sá krossfesti hafi einhvern stuðning, þ.e. ef fætur voru ekki brotnar undan þeim krossfesta, eins og líst er í Rómverskum sögnum frá þessum tíma. Annað er athyglisvert er það að ef Rómverja á annað borð krossfestu einhvern, var alveg útilokað að þeir afhentu fjölskyldu hins krossfesta líkamann, heldur var hann látinn hanga lengi á eftir og urðaður síðan. Einnig er nokkuð víst að ef Jesú hafi fengið edikblöndu eða edik að drekka, þá má gera ráð fyrir að hann myndi hressast við það, en Biblían segir að hann hafi gefið upp andann stuttu seinna.
Svo ber þeim guðspjallamönnum hreinlega ekki saman hvernig krossfestinginn bar að, undanfara hennar og eftirmála. Það vita þeir sem lesið hafa Biblíuna hvað átt er við.

“Krossfestingin, eins og Rómverjar framkvæmdu hana, fylgdi nákvæmum reglum. Þegar dómur var fallinn var fórnarlambið hýtt og viðnámsþróttur þess minnkað vegna blóðmissis. Síðan voru útréttir handleggir festir við þungan bjálka, oftast með leðurreimum en stundum með nöglum. Bjálkinn var síðan lagður lóðrétt yfir háls og herðar fórnarlambsins og það síðan leitt á aftökustaðinn með bjálkann á herðunum. Þar var bjálkinn reistur og festur við staur eða stólpa og fórnarlambið látið hanga á honum.
Fórnarlambið sem hékk á höndunum, gat ekki náð andanum, nema fæturnir væru einnig festir við krossinn, en þá gat viðkomandi stigið í fótinn og létt þannig á þrýstingnum á brjóstinu.” (bls. 387, Blóð Krists og  Gralið helga)

Svo er það Kristnidómurinn. Hvernig Kristin trú var lögleidd í Rómaríki og hvaða guðspjöll voru valin í hið helga rit. Til eru rit sem ganga undir heitinu Apokrýfu og er talin geyma þau guðspjöll sem fengu ekki sess í Biblíunni, eins og Tómasarguðspjallið, þá er ekki fjallað um Jesú sem guðlegan mann, heldur mannlegan. Konstantínus nýtti sér guðspjöllin til að setja saman rit sem fell að Rómverskum siðum og trúarbrögðum, ein og mörg dæmi sanna í heiðnum trúarbrögðum. Hinn kristni heimur heldur uppá fæðingu Jesú 25. desember þó vitað sé að hann hafi fæðst 6. janúar. Venjulegur Rómveri sætti sig frekar við kristna trú, þegar búið var að fella hana að rómverskum siðum. Rómverjar trúðu á ódauðleika guða sinna og Konstantínus var sóldýrkandi.

Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að fjalla um efni bókarinnar en hvet alla að lesa þessa bók. Hún er skemmtileg og fræðandi. Kannski ekki “heilagur sannleikur” frekar en Biblían en vekur upp spurningar.

Kominn í gírinn eða hvað!

Ég tók eftir því að það voru farnir að myndast kóngulóarvefir á þessari bloggsíðu minni og greinilega orðin þörf á að dusta rykið af henni enda ekki verið færð inn færsla síðan á gamársdag eða eitthvað. Enda hefur minn verið á kafi í undirbúning kennslu og í kennslu, nýtt þann tíma sem afgangs er í að mála og sinna famelíunni!
Ekki það að nóg hefur verið að gerast í henni pólitík og öðrum málum, en ég eftirlæt aðra um að pirra sig eða hreykja sér af þeim málum. Ég fjáfesti m.a. í nýrri ljósmyndavél einni stafrænni, Canon 400D með öllu og hef tekið nokkrar og sett á Flickr vefinn minn http://www.flickr.com/photos/bragiartboy

Vonandi hafið þið gaman af. 


Nýárskveðja

Gleðilegt nýtt ár!

Blogg, blogg, blogg, blogg!!


Gleðileg jól

Gleðileg jól!

Sjáumst vonandi á nýju ári.


Sjúkleiki mannkyns

Þegar maður les fréttir dagblaða, fréttasíðna og annarra miðla, er ekki laust við að maður leggist í þunglyndi yfir sjúkleika mannkynsins. Fyrir utan þessa venjulegu pólitísku fréttir af stríði og átökum, rekst maður stundum á litlar fréttir þar sem sjúkleiki hugans kemur hvað sterkast fram. Bloggvinur minn, hin lífrænt ræktaða geimvera, Ólafur Fannberg, talar um það á bloggi sínu í dag um náunga sem átti samfarir við girðingu og var nappaður með allt niður um sig. Um daginn var það einhver gaur að reyna við reiðhjól. Ok, þetta virðist vera frekar "saklaus" gjörningur, en þó blöskraði mér fréttin á DV.is í gær, þar sem sagt var frá gaurum sem sóttust eftir því að horfa á miður falleg myndbrot, þar sem verið var að nauðga, berja og jafnvel myrða fólk í beinni! Og sömu aðilar hreinlega voru að hreykja sig á því að hafa horft á þetta! Hversu sjúklegt geta hlutirnir orðið? Í dag er sagt frá ungri stúlku í fangelsi í Suður-Ameríku, fimmtán ára samkvæmt fréttinni, sem var nauðgað af minnsta kosti 20 karlmönnum í fangelsi. Var henni varpað i klefa með þessum gaurum. Fréttin var að vísu frekar óljós um aðdraganda, en í þjóðfélagi þar sem mannslíf er einskins virði og engin virðing borin fyrir manninum, þá ætti manni ekki að undrast svona fréttir, en samt...þetta er sjúklegt!
Á vefsíðu, sem nefnir sig eftir meintum skapara heimsins, vaða uppi hugmyndir sem jaðrar við geðveiki og sýnir hreinlega fyrirlitningu á náunganum og þessir aðilar telja sig vera einhverjum öðrum "æðri" af því að einu að vera "útlendingur" eða í versta falli öðruvísi og hafa aðrar skoðanir. Þegar svo þessir "menn" fá á sig gagnrýni vegna þessara sjúku hugmyndafræði sinnar, er viðkomandi aðila hótað, pent að vísu, en það liggur í orðana hljóðan hvað þeir meina.
Málið er líka svolítið flóknara en að þessir hlutir eigi bara við daginn í dag. Saga mankyns er uppfull af slíkum viðbjóði þó svo að ainnan um komi fram lýsingar um glæsileika mannshugans, sigra og uppfinninga, þá stundum fallur það í skuggan á hinum sjúklegu athöfnum sem hreiðra um sig í hugskotum mannshugans og þjóðfélagsins. Þegar maður skoðar frumhvatir mannsins, það er að éta, skíta, anda og fjölga sér, þá áttar maður sig á að frumhvatirnar eru mun fleiri. Að niðurlægja, myrða, misnota, græða, virðast vera frumhvatir líka. Og það verra er að hin fjölmörgu stjórntæki sem menningarþjóðfélög hafa fundið upp, pólitíkin og trúmálin, virðast ekki geta ráðið við þessi öfl.
Þið kannist við Dauðasyndirnar 7? Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi: Reyndar hafa þeir skipt út Leti fyrir þunglyndi (sjá Vísindavef) en mér sýnist að tími sé til komin að uppfæra þessar dauðsyndir eða erfðarsyndir allar uppá nýtt.

Þar til næst (ef það verður næst)

Nú geta þeir sellt drasslið!

Einu sinni var ég á þeirra skoðun að RUV ætti að vera í eigu almennings og hvert heimili borgaði eitt fast gjald fyrir sjónvarp og RUV1 og selja bara Rás 2. Nú í dag er ég eiginlega komin á þá skoðun að best væri fyrir almenning að selja bara allt draslið, halda bara eftir Gufunni, því að með breytingu á OHF þá var því "laumað" inn í lögin að setja á nefskatt á alla í landinu til að halda uppi dagskrágerðinni. Ég held að fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því hvað átt er við þegar talað er um að leggja á nefskatt. Það þíðir það að á hvern íbúa eru lagðar um 13.000 þúsund krónur (svo leggst vsk á þetta) á alla heimilismenn sem eru orðnir 16 ára. Gott og vel. Ég á þrjú börn á skólaaldri og sá yngsti er að verða 15 ára og þegar lögin taka gildi mun hann þurfa að greiða um og yfir þúsund kall á mánuði það sem hann á eftir ólifað í miðil sem hann hvorki horfir á, hlustar á eða mun um næstu 25-30 árin eða svo hafa neinn áhuga á að horfa á. Fyrir heimilið er þetta kostnaður uppá 65 þúsund kall á ári! (+ vsk) Og fyrir hjón með börn á skólaaldri þá er það nokkuð víst að hluti þessa "SKATTS" mun leggjast á þau fullum þunga. Skattur, já. ég kalla þetta ekkert annað en skattheimtu ofan á alla þá skattheimtu sem lögð eru á heimili landsins, sama hvað Geir og Grani segja um þau mál.
Nú á dögunum var gerður samningur á milli RUV og Björgúlfs um að leggja pening í innlenda dagskrágerð sem á síðan að sýna á RUV. Eins og aðrir hafa bent réttilega á, m.a. Hollvinafélag RUV, þá er þetta liður í og flýtir fyrir einkavæðingu RUV og er líka í hrópandi ósamræmi við samkeppnislög. Það er pottþétt að spunameistarar Þorgerðar, Geirs og Grana, vissu alveg uppá hár að sá gjörningur að leggja Nefskatt á landsmenn, væri liður í að flýta fyrir sölu og svona samningur er auðvitað eins og bera olíu á eld.
Því segi ég, skattpíndur og þjakaður launþegi undan vaxtaokri og háu eldneytisverði, að ég hef hreinlega ekki neinn áhuga á að borga meira fyrir einhverja svokallaða "almenningseign" þegar búið er að útþynna fyrirtækið svona eins og gert er með þessum samningi, bara til þess að peningamenn í landinu geti verið að "leika" sér í að hnekkja á hvor öðrum eða þykjast vera í samkeppni við hvern annan.

Einu sinni var það Sambandið, heildsöluíhaldið og Kolkrabbinn, núna er það Baugur og Björgúlfur.
Þeir eiga orðið Ísland með mold, grasi, vatni og möl.


Loksins-Ferðasaga

Þá er loksins komið að ferðasögunni frá Budapest. þó svo að liðið er á þriðju viku frá því ég fór, þá varð það nú svo að vikan eftir að ég koma heim, var allt á haus hjá mér í vinnu, svo lagðist ég í Pest, heilir 4 dagar þar og svo bara að vinna upp skammir eftir veikindi. Loksins get ég gefið mér tíma til að blogga smá og setja inn nokkrar myndir úr ferðinni.

listasafn
Þar sem þetta var  flug seinnipart föstudags og heimför var á hádegi á mánudag, fengum við hjónin ekki nema 2 heila daga út úr ferðinni. Komið var á hótelið um miðnætti á Ungverskum tíma (10 hér heima) svo að það var farið beint að sofa! En dagskráin næstu tvo daga var þétt skipulögð og var vaknað eldsnemma á laugardagsmorgun og morgunverður snæddur. Lá leiðin eftir allar kræsingar í jarðlest og stefnan tekin á listasafn eitt þeirra Budapesta, Museum of Fine Arts, en það er staðsett á Hetjutorginu Pest megin í borginni. Eyddum við þar einum 3-4 tímum og þáðum ferð með gömlum hippa frá LA sem var þarna að gæda um salina, þrælskemmtilegur kall, með tagl og alles. Fór hann með okkur í gegnum 19 aldar listina sem safnið átti. Nöfn eins og Corbert, Manet, Monet og fl. komu þarna við sögu.

hetjut2


Eftir listasafnið ætluðum við að finna búð sem ein vinkona mín sagði mér frá og fór nú dágóður tími í að finna út hvar sú búð var, en ástæðan fyrir því var sú að þessi tiltekna búð seldi vörur fyrir listamenn! Þrátt fyrir mikla leit fannst hún ekki, reyndar hefði það ekki skipt máli því að klukkan var orðin 5 þegar við loksins gáfumst upp. Þrátt fyrir það vorum við með fullt fangið af pokum, enda lenntum við á einhverri götu þar sem verðið var eins og á íslandi á 19 öld!
Um kvöldið var farið í siglingu á Dóná, matur, tónlist og söngur og vín, allt innifalið í ferðinni. Matur, vín og tónlist; 8 af 10 möguleikum; Söngur, ja eins og unga fólkið segir bara; Díöss kræst mæ God! Þvílíkir skrækir! Samt var þetta indisleg stund og komið heim á hótel um miðnætti og farið að sofa, því að um morgunin var áætlað að fara út fyrir borgna og skoða þorp þar sem handverks- og listamenn hafa songurkomið sér fyrir og er vinsæll ferðamannastaður. Þar sáum við meðal annars örlistasafn, en þar var t.d. taflborð á títuprjónahausi og urðum við að skoða verkin í gegnum stækkunargler. Eftir skoðunarferð um þorpið fékk hópurinn sér að borða og auðvitað fengum við okkur ungverska gúllassúpu og þvílíkur réttur. Aldrei bragðað eins góðan graut um æfina. þarna fann ég svo verslun sem seldi málningavörur og verlaði mér slatta af penslum og litum.
Um kvöldið fór hópurinn á veitingahús þar sem boðið var uppá þjóðrétti og sígaunatónlist og verð ég að segja að verðlagning þeirra í Pestinni er stórskrítinn. Það sem ég og frúin borguðum fyrir aðalrétt, eftirrétt, bjór og rauðvín. endaði í 24.000 forintum og hefði þetta verið á íslandi, þá hefði þessi tala verið þá 24.000 kall, en þarna þarf maður að DEILA með 3, svo að kvöldverðurinn endaði í 8000 kalli fyrir tvo!
Eins varð það fyrr um daginn, ég sá leðurjakka í C&A á 34.800 trabantforintur deilt með 3 og niðurstaðan var sú að ég fékk flottan jakka á 11600 kjell og geri aðrir betur!
Þetta var fín ferð í alla staði, nema að allt of stuttur tími, mánudagurinn fór í heimferð. Við höfðum t.d. ekki tíma til að fara Búda megin í borgina, þ.e. uppá hæðina, þar sem kastalarnir og flotta fólkið býr í Búdapest. Næst reynir maður að gefa sér lengri tíma til að skoða borgina betur.

En þennan sáum við á einu götuhorninu, Trabant í svona svaka flottu ástandi :)

 

 

Þar til næst 


Ferð til Búdapest

Snögglega var tekin ákvörðun sl föstudag, frúin "ákvað" að fara með mig til Búdapest! Smá tilhlökkun að vísu, en mér leiðast flugferðir, alltaf gaman þegar komið er á staðinn, en bið og þrengsli í flugvélum er ekki minn tebolli, ef þið skiljið hvað ég meina Whistling
Búdapest er heiti á borg í Ungverjalandi og var áður fyrr tvær borgir sitthvorum megin D'onár, og hétu Búda og Pest. Ekki veit ég hvort að það sé einhver pest þeim megin og hvort að menn séu almennt búddatrúar hinum megin, en mig hefur alltaf langað til þessarar borgar. Farið verður seinnipart föstudags og komið heim á mánudagskvöld. Frúin er búin að skipuleggja fyriri mig ferð í listasafn, á meðan hún ætlar að skoða C&A og fleiri kvenvæna staði, á meðan ég svelgi í mig listina. Saman ætlum við að fara á siglingu á Dóná og borða glæsiverð og það verður farið í ferð í eitthvert listamannaþorp fyrir utan Búdapest. Tel að það verði bara ansi skemmtilegt.
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni og hinni vinnunni. Er að klára námskeið á fimmtudag og byrja svo sjálfur með námskeið 26. okt. Hef líka verið að dunda við að hanna utan um geilsadisk sem á að koma út í nóvember. ÞEtta hefur verið til þess að ég hef ekki gefið mér tíma til að taka almennilegar myndir að málvekunum til að setja inn á bloggið. Vonandi fyrirgefst mér það.

En þar til næst!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband