Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.3.2007 | 12:23
Stjórnmál :)
Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum siðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. Þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því.
Þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum eru Stjórnvöld steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...
25.3.2007 | 20:48
Smjörklípa?
Ég var að skoða DVD í gærkveldi, þar sem innihaldið var helstu atburðir 20 aldar og var ég á disk 2, en fjallar hann um árin milli 45 - 70. Það má segja að það hefur ekkert breyst í henni veröld, satt að segja. Fyrir utan Fyrra- og Seinna Stríð, þá átti mannkynið í stöðugum erjum sín á milli. SÞ hamaðist við að reyna að bera klæði á vopnin og Rússar og Kanar hömuðust við að sýna vígtennurnar. Merkilegt þótti mér eitt artiði í þættinum, en hann fjallaði um "þýðuna" á milli Rússa og Kana þegar Krúsjeff var aðalritari kommúnista og Eisenháver að klára sitt í USA. Eins og flestir vita, þá var komið sú stund að þessi tvö stórveldi ætluðu að fara að ræða saman um eldflaugavarnir og menn greinilega tilbúnir í að gera eitthvað í málunum. Krúsi mætti með sitt lið til Bandaríkjana og Háferinn stóð gleiðfættur að taka á móti kallinum í USA. En viti menn, á sama augnabliki er bandarískri flugvél skotin niður í Rússlandi og Krúsi kallin alveg bandbrjálaður, sagði að vísu við Háferinn að hann vissi greinilega ekki af þessu. Þeir voru víst komnir á trúnó þeir tveir. Forseti USA tjáði aðalritara að hann vissi ekki af þessu en afsakaði ekki háttarlag flugmannsins og Krúsi pakkaði saman og fór heim. Hvers vegna er ég að tala um einhvern löngu liðinn atburð? Það nefnilega datt í kollinn á mér þegar ég horfði á þetta atriði, að þetta væri snildar smjörklípa hjá kananum. Hershöfðingjar USA hafa greinilega ekki litist á blikuna er Krúsi ætlaði nú að fara að semja, því þá væri hugsanlega farið að draga úr fjárframlagi til hernaðarmála og vopnaframleiðendur voru farnir að tvístíga og þar af leiðandi hafi farið af stað atburðarrás um að skemma fyrir einhverjum samningaviðræðum (er að skjóta en kæmi mér ekki á óvart) Allavega var tímasetningin óheppileg og öruggt að forseti USA hefði ekki (hugsanlega) sent einhverja njósnavél inní rússnenskt yfirráðasvæði á sama tíma og hann væri að milda Krúsa ef hann væri til í að semja! Ég velti því fyrir mér að þessari atburðarrás hafi verið stjórnað af herforingjum Bandaríkjana til að skemma fyrir. Annað eins hefur nú gerst. Síðast var það nú breskir sjóliðar að væflast inn fyrir landhelgi Írans og voru nappaðir. Hvers vegna í andskotanum voru þeir að þvælast þarna á sama tíma og SÞ voru að reyna að koma einhverju skykki á málin? Er ekki bara gamla smjörklípan endalaust á ferðinni í samskiptum þjóðanna, baktjaldamakk til að búa til atburðarás, til að tryggja ástandið og tryggja að haldið verði áfram að framleiða vopn, svo að vopnaframleiðendur hald nú áfram að græða? Vitið þið, áður en árið er liðið, verður búið að gera loftarás á Íran! Bush er nógu vitlaus til að fara út í þá aðgerð, enda liggur í loftinu að hann ætli að beita neitunarvaldi, til að tryggja að herinn fái áfram fjármagn og til að senda fleiri drengi til Íraks í dauðann!
Nóg í bili - elskið friðinn!
11.3.2007 | 23:30
Helgarbloggari?
Þá er ég orðinn helgarbloggari, svona eins og helgarpabbi! Gef mér ekki tíma vegna anna að blogga. Hvað þá að lesa bloggin frá bloggvinum mínum nema á hundavaði, kommenta endrum og eins, eða læðast inná síðurnar og læðast út aftur, svo að engin taki eftir. Enda er ég þessi rólega týpa, er aldrei með læti í heimsóknum eða partíum, er frekar einn af þessum rólegu, hæglátu, þöglu gæjum, sem fylgist bara með samtali hinna í partíinu! Legg inn endrum og eins athugasemdir, þá bara til að reyna að vera fyndinn. Reyndar leiðist mér það ekki, stundum hef ég bara ekki frá neinu að segja, hef þessa vikuna ekki verið að velta mér uppúr hinum daglegu "fréttum" sem reyndar virðast snúast eingöngu um ofbeldi og perraskap. Heyri sjaldan jákvæðar fréttir.
Þegar ég er á kvöldinn á vinnustofunni að reyna að skapa einhvern óskapnað á strigann, er ég með gömlu gufuna í gangi, því að ég hef fengið meir en nóg af síbyljunni á hinum stöðvunum. Heyri margt skemmtilegt og fróðlegt. Skelli svo djassin í botn þegar "pingpong" tónlistinn byrjar eða að einhver missi sig á nótunum á píanóinu sínu!
Reyndar ók ég eftir því í vikunni að Íhaldið og Vg gætu hreinlega stofnað saman næstu ríkisstjórn, ef skoðanakannanir næðu fram að ganga. Mér þóttu það ekki merkilegar fréttir, satt að segja. Þrátt fyrir að VG séu umhverfisflokkur (að eigin sögn) er hann ráðstjórnarflokkur, vill banna allt og alla, vill fylgjast með öllu og öllum, vill helst einangra landið fyrir utanað komandi áhrifum og halda í krónuna sem lengst. Hm, þetta hljómar nú svolítið eins og Íhaldið, eða hvað finnst ykkur? Allavega virðist Íhaldið vera búið að fá einhverja bakþanka að hafa gefið fjármagnsfyrirtækjum lausann tauminn, vilja nú fara að setja höft á, kannski bara til að losna við Straum-Burðarás úr landi! Þeir hafa líka verið ansi duglegir við að skattleggja landann, fyrirgefið, leggja á GJÖLD, ekki skatta, eða svo segir Geir.
Ef maður hugsar litróf stjórnmálanna í hring, svona eins og við listamenn skoðum litahringinn, og staðsetjum þann gula efst á hringinn, þann bláa og þann rauða neðarlega á hringnum, þá má sjá að sá blái og sá rauði eru nokkuð nálæg hvor öðrum, reyndar kemur sjá fjólublái, eða Ultrablái, þarna inn á milli, en hvað eru Íhaldið og VG annað en Ultrabláir flokkar, báðir tveir? Þeir hafa alla tilburði til að sýna Ráðstjórnartakta, vilja báðir fylgjast með öllum, hafa gætur á öllum, vilja hömlur og höft og eru ótrúlega sammála um marga hluti. Virðast líka skilja hvern annan voða vel, allavega skildi Davíð vel bullið í Steingrími, þó svo að Steingrímur hafi kallað Davíð druslu og dusilmenni! Held barasta að Davíð hafi verið hreykinn að einhver af andstæðingum hans hafi skilning á honum, og taki honum eins og hann er. En Davíð er ekki lengur No. 1. Og efast um að Steingrímur kalli Geir druslu og dusilmenni, því að Geir verður að vera meira sýnilegur til þess að formaður vinstri grænna láti slík orð falla um væntanlegan meðbróður sinn í næstu ríkisstjórn, EF marka má skoðanakannanir!
En hvað um það, heimurinn heldur áfram, sama hver ræður.
Blessi ykkur í bili!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2007 | 15:57
Ökutækjasvipting..
..auk öluleyfissviptingar. Ég er nokkuð full viss um að ef bílarnir eru teknir strax af ökumönnum og þeir settir í geymslu um óákveðinn tíma, auk risasektar, þá munu þeir hugsa sig kannski tvisvar um áður en þeir stofna lífi og limum annara í hættu. Það er greinilegt að 6o. þús. króna sekt hefur ekki læknað þennann unga mann að því að keyra of hratt.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1257076
4.3.2007 | 21:04
Grænt framboð?
Jæja, Ómar og Margrét í startholunum, eldri og öryrkjar líka búin að stilla sér upp í grænum galla, Íhaldið er farið að úða með úðabrúsa á ýmis málefni, að vísu er áferðin frekar föl, því ekki vilja þeir nálgast hlutinn of mikið til að hylja hann ekki alveg af grænum lit, Vinstri grænir fengu smá gula áferð á sig eftir eftir Netlöggu-dæmið hans Steingríms, Frjálslindir eru farnir að verða föl-blágrænir og vitið þið bara hvað? Framsókanrflokkurinn fann gamla dreyfarann sinn og dreyfa nú eins og ofvirkir skýtadreyfarar grænu málinn út um allr jarðir eins og fíklar, sem missa sig í neyslu!
Ok, ég veit að það er að koma vor og ég veit líka að það eru að koma kostningar. Og ég veit og finn það að flokkarnir eru mjög taugaóstyrkir yfir komandi vertíð og eru uggandi yfir þeim kvóta sem þeir hugsanlega fiska uppúr kjörkössunum.
Ja hérna, svei mér þá
28.2.2007 | 18:31
Afsökunarbeiðni
Þá hefur borist svar frá þeim í Valhöll vegna "skráningar" sonar míns í flokkinn að honum forspurðum. Hér kemur það en ég tók burtu nafn viðkomandi, enda kemur nafn sendanda ekki beint málinu við:
Sæll Bragi.
Þakka þér fyrir póstinn. Ég get því miður ekki sagt hver hefur skráð son þinn í Sjálfstæðisflokkinn. Við fáum margar skráningar af netinu og var skráning hans ein þeirra. Til þess að fullvissa okkur um að viðkomandi hafi sjálfur óskað eftir inngöngu í flokkinn sendum við þessi staðfestingabréf þar sem viðkomandi er boðinn velkominn í flokkinn. Í þeim tilfellum þar sem einstaklingur hefur verið ranglega skráður hefur hann samband og nafn hans tekið af skrá eins og tilfelli sonar þíns. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum sem nú hafa verið leiðrétt og nafn hans hefur verið tekið af skrá.
Með góðri kveðju.
Auðvitað eins og heiðurmanni sæmir, svaraði ég þessu kusrteisilega bréfi, en eingöngu vegna þess að mér fannst vanta svar við ákveðinni spurningu:
Takk fyrir svarið.
Afsökunarbeiðnin er móttekin.
Það er kannski rétt hjá ykkur að senda einhverskonar staðfestingabréf til þeirra sem sannarlega eru að skrá sig í flokkinn, sama hvaða flokkur það er. Þar sem hann fullvissaði mig um að hafa ekki skráð sig sjólfur í flokkinn og hann veit ekki að neinn hafi skráð hann í flokkinn með hans vissu, þá langar mig að vita hvernig "beiðni" hans um inngöngu var háttað? Er hægt að fá IP töluna af þeirri vél sem skráði hann á netinu? Veit að það er hægt.
Svar óskast.
Þetta ætti að stytta þeim stundirnar að finna út úr þessu!
26.2.2007 | 17:24
Smölun Íhaldsins á ungum væntalegum kjósendum!
Sinn er siðurinn hverjum flokki!
Inn um bréfalúguna áðan datt inn bréf stílað á eldri son minn, þar sem honum er óskað til hamingju að hafa gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn! Sem væri svo sem allt í lagi, EF hann hefði skráð sig í þann flokk!
Með því sama settist ég niður og sendi á skrifstofu flokksins svohljóðandi bréf:
Góðann daginn!
Á borði mínu þessa stundina er bréf undirritað af formanni Íhaldsflokksins, stílað á son minn (nafn og kennitala) og honum óskað til hamingju með að hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn!
Síðast þegar ég vissi og hann líka, hefur hvorki hann, ég eða neinn úr fjölskyldunni, óskað eftir eða skráð hann í þennann flokk. Hann kannast ekki við það sjálfur og væntanlega hefur enginn gert það með hans vissu. Mér þykir það miður að flokkurinn skuli beita þessari aðferð við að húkka sér liðsmenn. Krefst ég og hann einnig, þess að hann verði umsvifalaust skráður úr þessum flokki og krefst ég þess einnig að fá frá ykkur staðfestingu á því að hann sé ekki lengur skráður í flokkinn og einnig vil ég, sem faðir hans, að fá að vita hver gerðist svo djarfur að skrá hann í flokkinn án minna, eða hans vitundar!
Mun ég láta þetta má fara lengra ef ekki verður af þessum kröfum! Svo mætti líka vera á þessum vef ykkr sýnilegur linkur þar sem hægt er að skrá sig úr flokknum, eins og að skrá sig í hann.
Mér þykja aðferðir Íhaldsins vera orðnar frekar lélegar, ef þeir senda öllum væntanlegum kjósendum, sjálfkrafa bréf um það að þeir séu orðnir flokksmenn og án þess að þeir hafa sótt um það sjálfur! Það er ekki furða þó að þeir grobbi sig yfir að vera stæðti flokkurinn, ef þetta eru aðferðirnar!
Ég hef séð bréf frá flokkunum, þar sem ungu fólki er boðið að ganga til liðs við þá og fylgja þá upplýsingar um hvernig þeir geta skráð sig og þá hvar. Í þessu tilfelli er það ekki og ég er foxillur!!
Þetta er lélegt og lákúrulegt!
Hvurslax drullupokaháttur er þetta eiginlega?
PS. ég hefði brugðist eins við, sama hvaða flokkur þetta hefði verið.
26.2.2007 | 14:52
Liberal
20.2.2007 | 10:40
Umhverfishryðjuverk!
Síðustu daga hefur verið fjallað um olíublautann fugl á Garðskaga og er talið að það stafi af Wilson Muga strandinu. Einhverjir gröfukallar í Kópavogi vaða yfir ræktaðan trjálund án þess að bera nokkra virðingu fyrir umhvefinu, reyndar samkvæmt skipun bæjaryfirvalda. Í Mosfellsbæ er vaðið yfir perlu í dalnum, af skipun bæjaryfirvalda og var reyndar stoppað af íbúum. Svona mætti lengi telja. Hvar sem maðurinn kemur nærri, skilur hann eftir sig ummmerki, sem ég vil kalla hryðjuverk! Skipsstrandið, það er sorgarsaga, enginn vill bera greinilega ábyrgð á málunum, hvorki eigendur skips og yfirvöld, þrátt fyrir að varað hafi verið við olíumengun. Málið í Kópavogi er vegna þess að menn "héldu" að þeir hefðu leifi til að grafa trjálundinn í sundur, þrátt fyrir að til er tækni til að gera hlutina án þess að skaða umhverfið eins mikið.
Undanfarið hafa þeir sem eru hlyntir miklum virkjunarframkvæmdum, ásakað mótmælendur, m.a. á Kárahnjúkum, að vera að stunda hryðjuverk, en mér sýnist á öllu að það eru fleiri sem það stunda. T.d. eru í pípunum að stunda umhverfishryðjuverk í Þjósárdal þessa dagana go þar er fólk að mótmæla.
Einhver pirraður útvarpshlustandi var að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins á föstudaginn var og vildi þurrka út Bryndísi Schram af listanum, vegna þess að hún var að mótmæla vegalagninunni í Mosó, og sagðist vera orðinn hundleiður á þessu "umhverfi-verndunar-kjaftæði"!
OK, ég er orðin hundleiður á þessum "umhverfis-hryðjuverkamönnum" í landinu sem geta ekki borið virðingu fyrir neinu.
Svei attann!
19.2.2007 | 08:54