Færsluflokkur: Menning og listir
2.10.2007 | 21:28
Af "áhugamanna" listaheimi
Held ég að tími sé kominn að bæjaryfirvöld fari nú að huga að því að gera eitthvað fyrir þetta áhugafólk í sínum bæ og komi þessari starfsemi í betra hús eða að minnsta kosti fari að laga þessa annars ágætu aðstöðu svo hægt sé að bjóða betri vinnuaðstöðu.
Í síðustu viku var stofnfundur Listatorgs í Sandgerði. Þar er að skapast fín aðstaða fyrir áhuganmenn í myndlist og þegar er á staðnum Ný Vídd, listasmiðja og Gallerý Gríti. Mun þarna verða væntanlega vinnuaðstaða fyrir listamenn og sýningaraðstaða. Sandgerðingar hafa verið duglegir að standa að baki sínu listafólki og eiga þeir þökk fyrir það og mega vera stoltir af.
Í Vogunum er starfandi Vogaakademían og nóg að gera þar, eitthvað er í gangi í Grindavík en mér er það ókunnugt í hvaða formi það er.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að svona starfsemi getur ekki eingögnu þrifist á viljanum einum saman, til þess þarf líka stuðning frá bæjaryfirvöldum. Má þar nefna vinnuaðstöðu eða vinnustofur fyrir listamenn, aðstaða þar sem fólk getur unnið í friði, en nýtt sér sameiginlega kaffi- og salernisaðstöðu, auk þess að hafa möguleika á að halda sýningar. Hefur manni oft verið litið á "gamla Völlin" í þeim efnum og Rockwille áður en hann var jafnaður við jörðu. Þar voru húsnæði sem passaði undir margvíslega starfsemi, ekki bara "pennslaskvettara", heldur líka til leiklistar, tónlistar og annarra listastarfsemi.
19.9.2007 | 17:35
Enn í málaraham!
Jæja, það er orðið langt síðan síðast, enda kallinn bara á kaf í olíu og strigum þessa dagna, þess á milli sem mar er að mála vatnsliti, teikna myndir á geisladisk, sinna vinnunni, fjölskyldunni og allt. Ekki endilega í þessari röð, sko. Mátti bara til að láta vita af mér svo að þið haldið ekki að ég sé dauður eða eitthvað þaðan af verra! Djók!
Ég hef verið að prófa mig áfram með undirvinnu á striga og árangurinn er að skila sér þessa daga. Svo er ég að fara á námskeið í næstu viku með Einari Hákonarsyni , en hann verður með námskeið á vegum Myndlistafélags Reykjaness og sjálfur verð ég svo með námskeið á vegum sama félags í október! Þannig að ég verð voða lítið við á næstunni en lít við öðru hvoru.
Sjáumst :)
29.8.2007 | 17:18
Í málaraham!
Það kom að því. ég hef ekki verið duglegur að blogga enda hin hefðbundna rútína byrjuð eftir sumarfrí. Þó svo að maður sitji nánast við tölvu daglega, er það aðallega að undirbúa kennslu og gera allt klárt og auðvitað má maður ekki vera að því að bloggast í vinnunni. En til að hlaða batteríin eftir vinnudaginn, framlengi ég honum á vinnustofu minni og fell í trans í tvo til þrjá tíma, eða svo. Það gerðist einmitt í gær. Ég var að taka á móti kunningja mínum á vinnustofuna og fór beint eftir vinnu. Hann sat hjá mér í 45 mín og þegar hann fór var klukkan orðin 18.00. Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður bara farið heim og farið að föndra með matseld eða eitthvað, en það var einhver árátta sem greip mig og ég tók pensil í hönd og stillti mér upp fyrir framan strigann. Ég hafði í síðustu viku grunnað hann og var búinn að draga á hann útlínur af tveim fígúrum, tveim strákum í vinnugalla í fiskhúsi og beið myndin eftir því að ég héldi áfram. Ég blandaði liti og byrjaði að mála og ég eiginlega vissi ekki af mér fyrr en þrem tímum seinna! Svona getur listinn heltekið mann. Í kvöld ætla ég svo að fara aftur á vinnustofuna og sjá betur hvað ég var eiginlega að gera í gær.
Hafið þið lent í svona transi yfir einhverju verkefni?
Sýni ykkur svo myndina þegar hún er búin.
25.7.2007 | 01:28
Ný heimasíða Artboy
Jæja, var að hrófla upp nýrri heimasíðu með upplýsingum og myndum að málverkum mínum, auk ljósmynda. Vonandi hafið þið gagn af.
Slóðin er:
Ég bæti svo inn myndum og uppfæri eftir þörfum. En nú fer ég að pakka niður í ferðalagið vestur í Súðavík. Reyndar var dóttir mín að koma úr 7 vikna ferðalagi í kvöld og þær hafa ekki stoppað að tala, mæðgurnar, síðan kl. 9:30 í kvöld og nú er klukkan orðin 1:30 ! En það er bara gaman!
Síja later!
22.6.2007 | 12:07
Þó það sé...
... heil vika í Sólseturhátíðina, er aldrey of snemmt að minna á hana. Sjálfur er ég að bregða mér á Snæfellsnesið um helgina, en samkvæmt veðurspá MBL þá verður heitast og besta veðrið þar um helgina.
19.4.2007 | 17:19
South River Band...
... eru hreint frábærir! Var að koma af tónlekum með þeim félögum, en þeir voru í Gamla bíósal í Duus húsum í Reykjanesbæ kl. 3 í dag. Leikgleðin, húmorinn og spilagleðin snerti hverja einustu taug gesta á staðnum. Eins og stendur á heimasíðu þeirra félaga, þá eru svo tónleikar á Cafél Rosenberg í Lækjargötu kl. 22:00, en væntanlega verða þeir blásnir af vegna brunans !?
Hér er heimasíða þeirra félaga.
12.2.2007 | 08:55
Málverkur
Hef nú lítið verið að Blogga síðustu daga, enda á fullu að mála, nota allar lausar stundir á vinnustofunni. Nenni hreinlega ekki að fjasa um pólitík, en þó var ég nokkuð ánægður með síðustu skoðanakpönnun Fréttablaðsins um helgina. Ekki orð meira um það.
Litla aðstaðan mín er hreinlega að fyllast af myndum og með sama áframhaldi verð ég að fá mér stærra húsnæði til að vinna í! Málið er áð þegar maður er að vinna í olíu, þarf maður að vera með margar myndir í gangi í einu, það er víst æskilegt að leifa þessu að þorna á milli. Einhvern tímann var ég spurður, hvers vegna ég málaði ekki bara með Akríl! Svarið er einfalt. Akríll er "dautt" efni, olían er lifandi.
Og ég er lifandi
15.12.2006 | 15:21
París III
Montmarte, Sacre Coeur Cathedral, Moulin Rouge. Þessi hæð í París er um 130 metra há og efst trónir Sacre Coeur kirkjan, en hún var reist hermönnun til heiður í Frakklands-Prússland stríðinu. Nafnið er dregið af Mont des Martyrs, en áður hafði verið þarna klaustur frá 1200 en viðvera heilagra manna frá því um 250 eftir Krist. Þetta svæði var miðja listamanna um 1871, þar sem impressionistarnir bjuggu og störfuðu og var lengi framan af sjálfstætt bæjarfélag, þar til það sameinaðist París. Þeir listamenn sem m.a. þarna störfuðu voru kallar eins og Cézanne, Carot, Daumier, Degar, Modigliani, Picasso, Pissaro, Renoir og Seruat.
Þarna rétt hjá er Moulin Rouge staðsett, einn frægasti skemmti-, dans-, kaparett- og gleðihús Parísar. Staðurinn hefur verið starfandi frá 1889 og er þekktastur fyrir Cancan dansatriði sín og listamaðurinn Henri de Toulouse-Lautrec gerði mörg ógleymanleg verk sín frá þessum stað, plaköt, teikningar og málverk. Við gáfum okkur ekki tímatil að skoða staðinn vel, enda hraðferð í gangi, ákváðum að taka City-bus og flækjast á yfirborðinu um París.
Fyrsta lending var Sigurboginn eða Arc de Triomphe, (reist eftir sigur Napoleons á Austurríkismönnum 1806) við Champs Elysées, breiðustu götu sem ég hef séð! 8 akgreinar og gangstéttarnar báðum megin jafn breiðar ef ekki breiðari. Löbbuðum niðu Champs Elysées og að risatorgi, Place de la Concorde; Obélisque de Luxor, en það er torg sem er um 8 hektarar að stærð og þessi Luxor súla staðsett þar fyfir miðju. Hausar kóngafólksins fuku þarna á þessu torgi, en það var í byltingunni 1793 þar sem Louis XVI, Marie-Antoinette og 2800 annarra háttsettra var hálshöggvið. Ojbjakk! Á þessu svæði voru lík atvær hallir sem byggðar voru vegna Heimsýningarinnar 1900 og eru sýningarsalir í dag og engar smá hallir! Sú minni gat rúmað allar opinberar byggingar á Íslandi og verið nóg pláss fyrir alla.
Næst var farið á Eifel turnin og hoppað af rútunni og labbað undir bákni. Við dóttir mín kölluðum hann alltaf Franska gaurinn okkar á milli, því að í Washinton var líka súla ekki óskyld Luxor súlunni, sem var þá Kana gaurinn, til aðgreiningar! Þarna undir Eifel þurfti minn að lauma sér inn á milli trjáa til að losa sokkinn, því að það er víst þannig með París, langt í mýgildi eða þá illa merkt. Var heppinn að vera ekki tekinn og skotinn, því re´tt eftir að ég var búinn að losa, komu 3 hermenn, gráir fyrir járnum labbandi. Bonsjur, sagði ég bara brosandi og þeir heilsuðu á móti. Dóttir mín fullyrti að ég bæri á mér sjálfseyðingarhvöt og dróg mig í næstu rútu og komum okkur burt. En mikið svakalega var turninn hár !
Næsta stopp var svo Notre Dame og í þetta sinn var farið ínn í gripinn. Það var stanslaus straumur fólks inn og út úr kikjunni og við dyrnar sat nunna með dós og óskaði eftir frjálsu framlagi fyrir dómkirkjuna. Einhverjir aurar hurfu úr vasanum. Arkitektúrinn á þessari kirkju er hreint út sagt geðveik!
Kirkjan er að stofni til frá því um 1160 þegar Maurice de Sully tekur ákvörðun um að þarna yrði reist kirkja en framkvæmdir við hana hefjast 1163. Er hún því í Gotneskum stíl, með oddbogum og rósagluggum. Lauk framkvæmdum við hana 1864!
Eftir þetta var bara chillað á götunum, fengum okkur lauksúpu og fínerí og ég gaf skotleyfi á H&M fyrir dóttur mína, á meðan sat ég á götukaffihúsi og skoðaði mannlífið. Þegar ég settist, kom þjónn og ég pantaði Expresso og stórann (Large) bjór og koma hann með þann minnsta Expresso kaffibolla sem ég hef séð og heilan líter af bjór! Bara bjórinn kostaði 1600 kr íslenskar! (16 Evrur) Þannig að ég gerði ekkert annað í heilann klukkutíma annað en að lepja úr ámunni. Þegar komið var á hótelið var dóttirin orðin veik og ég eitthvað slappur, en lét mig hafa það að fá mér Kebapp og öllara fyrir svefnin. Vorum komin í rúmið um 10 um kvöldið vildum vera klár á því fyrir heimferðina daginn eftir, sem ólíkt föstudeginum, gekk áfallalaust fyrir sig. En mikið rosalega var gott að vera kominn heim!
14.12.2006 | 23:16
París II
Við vöknuðum um kl 8:30 á laugardeginum, endurnærð og til í að gleypa í okkur meiri menningu. Fengum okkur franskt kaffi, hart franskbrauð og franskt horn i morgunmat, allt eitthvað voðalega franskt og fórum svo í Metro. Vorum komin á Lourve hálftíma síðar. Í þetta sinn fórum við inn Richelieu álmuna til að skoða Flæmska og Þýska málaralist. Af einhverjum ástæðum valdi ég málverkið, en dóttir mín heimtaði að heilsa uppá Ramsen II. Við tókum því fljótferð í gegnum álmuna. Skemmtilegast var að sjá þarna fólk með málaratrönur að kópera myndir og þvílíkir snillingar þar á ferð og þolinmæðin, með milljón manns að valsa þarna í kringum sig á meðan þau voru að ná fram hverju einasta smáatriði og færa það yfir á strigann sinn. Voru þetta bæði nemendur listaskóla og lengra komnir sem voru að "föndra" þetta. Við skoðuðum stóra sal Napóleons og Appolosalinn og þvílíkt skraut! Maður dróg hreinlega kjálkan á eftir sér! Þar sem ákveðið hafði verið að skoða einnig d´Orsey safnið, var farið fljótt yfir en við eyddum þarna rúmum 3 tímum í að skoða ýmsar fornminjar og málverk. Að skoða Lourve tekur að minnsta kosti viku, ef maður ætti að ná öllu og væri það frekar yfirborðskennt, en við höfðum bara þennan dag til að skoða, því að sunnudagurinn átti að fara í ferð um borgina. Við fengum okkur franska lauksúpu og hart brauð með káli á kaffihúsi áður en við fórum á d´Orsey, þar þurftum við að standa í biðröð í hálftíma til að komast inn. Fórum beinustu leið upp á 5 hæð til að skoða Vatnaliljur Monetts og alla síð-Impressionistana. Safninu var lokað kl 18. Það var ákveðið þarna að við yrðum að mæta til Parísar seinna og taka annan rúnt á þessi tvö söfn og gefa sér þá lengri tíma. Fengum okkur kvöldmat á og á heimleið á hótelið skoðuðum við Notre Dame kirkjuna utanfrá. Svaka arkitektúr, skal ég segja ykkur. Ákváðum að kíka inn daginn eftir. Á leið í Metró fundum við Írskan pöbb í miðri París og sátum þar í smástund eða á meða Eiður var að vinna leik á móti einhverju tapliði og sáum hann skora mark :)
Á hótelinu lágum við svo í rúminu og lásum bækur sem við höfðum keypt bæði á Lourve og d´Orsey safninu. Á göngu okkar á vesturbakkanum löbbuðum við fram hjá hverri antik búðinni á fætur annari og sáum enga sjoppu. Þar droppuðum við inn í verslun sem sérhæfði sig í listmálaravörum og þar var nánanst allt handunnið, pasellitir, olíulitir, penslar og annað skemmtilegt dót. Verð á einni 75ml olíutúpu kostaði aðein 1500 kall íslenskar! Vá! það er svolítið furðulegt með París, allar verslanir voru furðulega upp raðaðar um göturnar, við löbbuðum t.d. framhjá 20 blómaverslunum í röð, svo tóku við kannski 10 gæludýraverlsanir og svo 20 minjagripaverslanir og þess á milli sást ekki sjoppa! Öðruvísi en hér á klakanum, þar sem sjoppa er á hverju götuhorni. Þetta var góður dagur og gærdagurinn var minning ein en þessi var góð minning.
Sofnuðum hress og kát um kvöldið.
14.12.2006 | 16:52
Staðreyndir um Monu Lisu
Mun hún trúlega vera Lisa Gherardini, fædd á þriðjudegi, 15. júní 1479 (er það það næsta sem Lourve hefur komist) Hún giftist Francesco di Bartolomeo di Zanobi del Giocondo, ríkum kaupmanni frá Flórens, þegar hún var 16 ára gömul. Þegar myndin var máluð, var hún 24. ára gömul og átti 2 syni.
Af hverju kemur nafnið?
Monna Lisa er upprunalegt nafnið. Monna er tenging við Madonna, Mia Donna (Madam eða My Lady). Hún heitir Mona Lisa á enska tungu, væntanlega vegna þýðingarvillu. Hún heitir La Joconde í Frakklandi, La Giaconda á Ítalíu, einnig má leggja út af nafni hennar the merry one, sem er tenging við bros hennar.
Hver málaði hana?
Leonardo da Vinci (1452-1519) kemur hann frá þorpinu Vinci í Tuskana héraði, rétt hjá Flórens. Listamaður, vísindamaður, heimspekingur, stjörnufræðingur, vélfræðingur, uppfinningamaður og einn af risum Endurreisnar. Einnig var hann meðal þeirra fyrstu sem rannsakaði mannslíkamann, eða anatomíu hans og er nútíma þekking lækna á mannslíkamanum, honum að þakka, m.a.
Talið er að Leo hafi verið að mála hana á árunum 1503-1506, eða fjögur ár, en var að drattast með hana í eftirdragi í um 20 ár. Myndin er því um 500 ára gömul. Þrátt fyrir að myndin sé ekki með undirskrift eða dagsetningu Leo, þá fer það ekki á milli mála að hann málaði hana.
Hvar hangir hún?
Það tók um fjögur ár, næstum því jafn langan tíma og að mála hana, að útbúa salin á Lourve safninu fyrir ML, þar sem hún er staðsett núna, en það kostaði um 7,5 milljónir dollara. Hún hangir í Salle de Etats og koma um milljónir manna að skoða hana við kjöraðstæður, en málverkið er á bak við öryggisgler. Er hún skráð í safnaskrá Lourve sem mynd nr. 779.
Af hverju hangir ítalskt málverk á frönsku safni?
Á 16. öld varð málverkið eign Francois I frakkakonungs, sem skaut skjólshúsi yfir þennan aldna meistara og var Francois mikill aðdáandi Leonardos. Fyrir utan þjófnaðinn 1911-1913 á Ítalíu, fór hún í sýningarferð til USA 1963, til Japans og Moskvu um 1970, en allan tíma hefur hún verið á Lourve síðan 1797.
Hve stór er myndin?
Myndin er um 77cm á hæð og 53 cm á breidd. (30 X 20 7/8 tommur) og er olía á panil, sem var mjög algengt á þessum tíma. Engin hefur treyst sér til að verðleggja myndina og er hún talin vera ómetanleg.
Samkvæmt orðum safnastjóra Lourve, Estelle Nadau, þá sé myndin eign frönsku þjóðarinnar og því ástæðulaust að tryggja hana, sem er í sjálfu sér næg trygging, því að engum dytti í hug að stela henni í dag, því að það væri ekki hægt að koma henni í verð!
Af hverju er hún ekki með augabrúnir?
Gera má ráð fyrir að þeim hafi verið eitt í burtu hér áður fyrr, þegar menn voru að reyna að hreinsa hana, en það má líka geta þess að konur plokkuðu augabrúnir á þessum tíma.
Er það satt að Mona Lisa sé í raun mynd af Leonardo sjálfum?
Að hann hafi málað sjálfan sig í kvennmansfötum eru ein af kenningum sem komið hafa fram. Einnig að andlitið sé samhverfa af Leo sjálfum. Þó er nokkuð öruggt að myndin er af Lisu Gherardini.
Hver stal Monu Lisu á sínum tíma?
Ítalski teppalagningarmaðurinn, Vincenzo Peruggia, 21. ágúst 1911, en var myndin þá hangandi á Salon Carré á milli myndanna Mystical Marrage og St. Catherine eftir Coreggio og Allegory og Alfanso eftir Titian. Var myndin týnd þar til 1913, er flórenskur antiksali komst yfir myndina og skilaði henni á Lourve safnið.
Hefur einhver reynt að skemma myndina?
30. desember, 1956 tókst bólivískum manni að nafni Ugo Ungaza Villegas að henda litlu grjóti sem lenti á vinstri olnboga á ML og kvarnaðist aðeins upp úr málningunni.
Af hverju er hún svona fræg?
Það eru margar ástæður hvers vegna:
a) hún er máluð af snillingi sem náði fram mjög dulúðum áhryfum, hún var máluð með svokallaðri Sfumato aðferð, en hún fólst í því að engin pensilför sáust. Myndbygging var píramídalaga og bakgrunnur dulúðlegur og full af táknum, margir lögðu sig fram að reyna að kópera myndina, meira að segja Raphael, samtímamaður Leonardo. Einnig var það málaratæknin sem heillaði marga, þessi gegnsæja húðaráferð, sem mörgum þótti erfitt að ná fram.
b) Myndin hékk í svefnherbergi frakkakonungs og síðar var hún í baðherbergi Napoleons þar til hún var færð á Lourve 1797.
c) Með prenttækni seint á 19. öld, var myndin aðgengileg almenningi víða um heim. Einnig fékk hún góða umfjöllun þegar henni var stolið 1911 og einnig þegar henni var skilað 1913. Fékk myndin mjög góða umfjöllun og sífellt verið að skrifa og rita um hana.
d) Á 20. öldinni var henni sungið lof í lófa, kom hún fram í kveðskap, skáldsögum, leikritum og söngvum. Hún var kölluð Femme fatale og lá mikil dulúð yfir brosi hennar.
e) 1919 málaði Dadaisminn, Marscel Duchamp, yfirvaraskegg og hökutopp og bjót til póstkort til að hæðast að myndinni. Þetta og önnur umræða varð til þess að Mona Lisa varð fræg fyrir að vera fræg.
f) Í ferð sinni til USA 1963 sáu ein og hálf milljón manna myndina, og í Japan og Moskvu sáu um 2 milljónir manna myndina. Voru skilinn eftir blóm og vísur við myndina eins og hún væri orðin trúartákn.
Þá vitum við það