Af "áhugamanna" listaheimi

Það er margt að gerast í listaheiminum þessa dagana, þ.e. hér á Suðurnesjum. Mönnum er minnugt þegar Baðstofan var stofnuð fyrir allmörgum árum síðan í gömlu Keflavík, af áhugafólki um listmálun og teiknun og margir sem þar tóku þátt í, enn starfandi við áhugamálið sitt. Svo lá smá doði yfir þessu öllu saman, enda vantaði líka smá opinberan stuðning við þessa "pennslaskvettara" eins og gamall kunningi minn orðaði það réttilega hér um árið. Með því framtaki að stofna síðan myndlistafélag, þar sem takmarkið var að víkka út þá starfsemi, sem hófst með Baðstofunni, má segja að næsta skrefi hafi verið tekið. Þar fengu menn inni í beitningaskúrum í gömlu HF, sem gengur undir heitinu Svarta pakkhúsið (svarta pakkhúsið stóð víst þarna á þessum reit í gamla daga) og með mikilli vinnu og stuðningi fyrirtækja og bæjar, var hægt að gera það húsnæði að því sem það er í dag. Á neðri hæð er aðstaða til námskeiða og kennslu í málun og teiknun og í gamla frystiklefanum er gallerí Svarta pakkhússins. Reyndar er til sölu þar fleira en bara málverk, glerlistafólk og handverksfólk hefur þarna möguleika á að selja afurðir sýnar. Aftur á móti er efri hæð hússins í frekar döpru ástandi, léleg kynding og einangrun, gluggalaust og engin gólfefni. Þar væri hægt með tiltölulega litlum tilkostnaði að stórbæta kennsluaðstöðu Myndlistafélagsins og bjóða uppá fleiri námskeið. Langflest þeirra námskeiða sem haldin hafa verið, hafa verið fjölsótt og vil ég nefna það að ég er einmitt þátttakandi í einu námskeiði með listamanninum Einari Hákonarsyni. Í einni kaffipásunni hafði hann einmitt orð á því, hvað myndlistaáhugi væri mikill á svæðinu (sagði reyndar Keflavík, en ég bennti honum á að þessi áhugi væri ekki síðri annarstaðar á Suðurnesjum) en honum þótti nú húsnæðið vera frekar í döpru ástandi. Tek ég undir það með honum. Þessi aðstaða míglekur!
Held ég að tími sé kominn að bæjaryfirvöld fari nú að huga að því að gera eitthvað fyrir þetta áhugafólk í sínum bæ og komi þessari starfsemi í betra hús eða að minnsta kosti fari að laga þessa annars ágætu aðstöðu svo hægt sé að bjóða betri vinnuaðstöðu.
Í síðustu viku var stofnfundur Listatorgs í Sandgerði. Þar er að skapast fín aðstaða fyrir áhuganmenn í myndlist og þegar er á staðnum Ný Vídd, listasmiðja og Gallerý Gríti. Mun þarna verða væntanlega vinnuaðstaða fyrir listamenn og sýningaraðstaða. Sandgerðingar hafa verið duglegir að standa að baki sínu listafólki og eiga þeir þökk fyrir það og mega vera stoltir af.
Í Vogunum er starfandi Vogaakademían og nóg að gera þar, eitthvað er í gangi í Grindavík en mér er það ókunnugt í hvaða formi það er.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að svona starfsemi getur ekki eingögnu þrifist á viljanum einum saman, til þess þarf líka stuðning frá bæjaryfirvöldum. Má þar nefna vinnuaðstöðu eða vinnustofur fyrir listamenn, aðstaða þar sem fólk getur unnið í friði, en nýtt sér sameiginlega kaffi- og salernisaðstöðu, auk þess að hafa möguleika á að halda sýningar. Hefur manni oft verið litið á "gamla Völlin" í þeim efnum og Rockwille áður en hann var jafnaður við jörðu. Þar voru húsnæði sem passaði undir margvíslega starfsemi, ekki bara "pennslaskvettara", heldur líka til leiklistar, tónlistar og annarra listastarfsemi.

Malbik

Ja hérna hér! Segi nú ekki annað.
Um daginn ( ágúst nánar tiltekið) var aðalgatan hér í bæ malbikuð og var sko þörf á því, svo ekki sé meira sagt. Göturnar gjörsamlega handónýtar og fyrir löngu komin tím á að lagfæra þær. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar var skipt um bæjarstjórn og hafði sú gamla lagt áherslu á að malbika allar nýjar götur og afleggjara og lagfæra aðalgöturnar. Í sumar hélt ég nú að nú væri komið að því. Neibb. Kaflinn sem var malbikaður í sumar var malbikaður aftur!! Þrátt fyrir að önnur gata var götótt eins og heklaður dúkur, þrátt fyrir að vegurinn út á Garðskaga var eins og yfirborðið á tunglinu! Kaflinn fyrir framan húsið mitt, en ég er staðsettur á horni við mikla umferðagötu, er eins og eftir stríðið í Kosovo og þegar bílar, vörubílar og trailerar með kerrur keyra þar um, skröltir í öllu og hávaðinn yfirgengilegur á köflum.
En nú getur bæjarstjórinn ekið sem leið liggur beint heiman frá sér og í vinnuna á nýmalbikuðum vegi en pöbullinn má éta það sem úti frís!

Og hana nú!Devil


Enn í málaraham!

Jæja, það er orðið langt síðan síðast, enda kallinn bara á kaf í olíu og strigum þessa dagna, þess á milli sem mar er að mála vatnsliti, teikna myndir á geisladisk, sinna vinnunni, fjölskyldunni og allt. Ekki endilega í þessari röð, sko. Mátti bara til að láta vita af mér svo að þið haldið ekki að ég sé dauður eða eitthvað þaðan af verra! Djók!
Ég hef verið að prófa mig áfram með undirvinnu á striga og árangurinn er að skila sér þessa daga. Svo er ég að fara á námskeið í næstu viku með  Einari Hákonarsyni , en hann verður með námskeið á vegum Myndlistafélags Reykjaness og sjálfur verð ég svo með námskeið á vegum sama félags í október!  Þannig að ég verð voða lítið við á næstunni en lít við öðru hvoru.

Sjáumst :) 


Í málaraham!

Það kom að því. ég hef ekki verið duglegur að blogga enda hin hefðbundna rútína byrjuð eftir sumarfrí. Þó svo að maður sitji nánast við tölvu daglega, er það aðallega að undirbúa kennslu og gera allt klárt og auðvitað má maður ekki vera að því að bloggast í vinnunni. En til að hlaða batteríin eftir vinnudaginn, framlengi ég honum á vinnustofu minni og fell í trans í tvo til þrjá tíma, eða svo. Það gerðist einmitt í gær. Ég var að taka á móti kunningja mínum á vinnustofuna og fór beint eftir vinnu. Hann sat hjá mér í 45 mín og þegar hann fór var klukkan orðin 18.00. Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður bara farið heim og farið að föndra með matseld eða eitthvað, en það var einhver árátta sem greip mig og ég tók pensil í hönd og stillti mér upp fyrir framan strigann. Ég hafði í síðustu viku grunnað hann og var búinn að draga á hann útlínur af tveim fígúrum, tveim strákum í vinnugalla í fiskhúsi  og beið myndin eftir því að ég héldi áfram. Ég blandaði liti og byrjaði að mála og ég eiginlega vissi ekki af mér fyrr en þrem tímum seinna! Svona getur listinn heltekið mann. Í kvöld ætla ég svo að fara aftur á vinnustofuna og sjá betur hvað ég var eiginlega að gera í gær.
Hafið þið lent í svona transi yfir einhverju verkefni?

Sýni ykkur svo myndina þegar hún er búin. 


NAUÐGUNARLYFIÐ!

NAUÐGUNARLYFIÐ! Óska eftir smá samstöðu hérna frá ykkur!

 Tekið af blogginu hennar Heiðu:

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst


Harry Potter

Jess, búinn að lesa Harry Potter og the Deathly Hallows og niðurstaðan kominn! En ég ætla auðvitað ekki að segja frá hvernig henni lauk, þið verðið bara að lesa sjálf. (Eða bíða eftir myndinni, svona í 3 ár eða svo) Ég og fjölskyldan erum HarryPotter aðdáendur, eigum allar bækurnar bæði á ensku og íslensku og allar þær myndir sem komið hafa út. Fórum einmitt á Fönixregluna um daginn og skemmtum okkur ágætlega. Reyndar er Fönixreglan svo mikil bók og margt að gerast í henni að það var hreinlega ekki hægt að koma öllu fyrir í tveggja tíma mynd, að sjá myndina var eins og lesa bara 4ja hvern kafla eða svo! Ég kom strax með kenningu eftir að hafa lesið Blendingsprinsinn og sú kenning var rétt að mörgu leiti, en ég segi ekki meir Whistling. Þegar allar bækurnar hafa verið kvikmyndaðar, verður örugglega tekið maraþon á þeim í einum rikk. (haldið þið að það sé geðveiki, ha!)

Þessi bókaflokkur, ásamt Lord of the Rings hafa meðlimir fjölskyldunnar lesið spjaldanna á milli og sumir oftar en tvisvar. Einu sinni á ári, um jólin, er tekið StarWars og LOTR maraþon en eini gallinn á því er að við verðum að kaupa okkur fyrstu þrjár myndirnar, (sem er í raun kafli 4, 5 og 6) á DVD, því að gamla VHS tækið gaf upp öndina í vor og svo verðum við að redda okkur fyrstu HP myndina, en  við eigum hana á VHS en hinar á DVD. Lordinn eigum við auðvitað í sér útgáfu frá framleiðanda.

Ég setti inn nýjar myndir úr ferðalaginu, undir Myndaalbúm, WildWest, þetta eru nokkrar valdar myndir.
En nú fer skólinn að byrja og lætin byrja á föstudag og sumarfríið búið,og þvílíkt blíðusumar, barasta sól og blíða alla daga, enda var það ekki fyrr en í lok júlí sem ég fór á flakk, en þá byrjaði einmitt að rigna hér á Reykjanesinu.

Þar til næst. 


Kominn heim í heiðardalinn!

Jæja, þá er mar kominn heim aftur eftir 10 daga flakki um Westfirði að norðanverðu. Súðavík, Ísafjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hrafnseyri! Ekkert nema keyrsla inn fjörð og út aftur og inn  og út og...
Alveg endalausir fjarðarbotnar, skil ekki hvernig nokkur nenni að búa þarna, sérstaklega á veturna. En fallegt er þarna, sérstaklega í Dýrafirðinum, en við áðum að Núpi og skoðuðum  skólahúsin og Skrúð, en þar hafði einhver frumkvöðull skrúðgarðaræktunar byrjað að planta niður trjám og plöntum.  Ætla næstu daga að far yfir blokk og setja inn myndir úr ferðalaginu, hreinlega nenni því ekki núna í augnablikinu.

Þegar það átti að fara að þvo eftir ferðalagið, tók þvottavélin upp á því að gera tilraun til að hengja upp þvottinn sjálf! Það gaf sig víst lega aftan á tromlunni og vélin tók að dansa eftir þvottahúsgólfinu og var hamagangurinn slíkur, að hún hoppaði breidd sína og hreinlega lokaði inngöngu inn í þvottahús! Þar sem ég sat á brókinni í eldhúsinu að klára Special K og blaða í Fréttablaðinu, varð frúin að hlaupa út og bakvið hús, til að komast inn þvottahúsmeginn til að slökkva á vélarskrímslinu! Þurrkarinn var ofan á vélinni og var dottinn niður á gólf og hindraði einnig inngöngu þeim megin, en að lokum tókst að drepa kvikindið! Þ.e. slökkva á þvottavélinni (dálítið undir áhrifum á myndinni Transformers, en ég var að koma úr bíó með gaurunum) En það er komin ný vél í þvottahús, því að sú gamla var dæmd ónýt, þar sem það myndi kosta um 25 þús. kall að laga ferlíkið og þá var alveg eins gott að splæsa á nýja. Sú gamla hefur líka þjónað okkur í 8-9 ár (blessuð sé minning hennar) og er að vona að nýja Símenns tæknin toppi þann tíma. Sú nýja er svo hljóðlát miða við þá gömlu, að við erum alltaf að athuga hvort hún sé í gangi, svo lágt heyrist í henni, svei mér þá!


Ný heimasíða Artboy

Jæja, var að hrófla upp nýrri heimasíðu með upplýsingum og myndum að málverkum mínum, auk ljósmynda. Vonandi hafið þið gagn af.
Slóðin er:

http://www.gi.is/grafisk

Ég bæti svo inn myndum og uppfæri eftir þörfum. En nú fer ég að pakka niður í ferðalagið vestur í Súðavík. Reyndar var dóttir mín að koma úr 7 vikna ferðalagi í kvöld og þær hafa ekki stoppað að tala, mæðgurnar, síðan kl. 9:30 í kvöld og nú er klukkan orðin 1:30 ! Smile En það er bara gaman!

Síja later!


Moldarstúss og ferðalag

bakverkurHa, fékk mér kerru. Svona netta kerru til að fara með heyið af ekrunni minni, sem húsið stendur á (um 1000 ferm) Og fyrst að ég var nú kominn með kerru, ákvað ég að fara að stússast eitthvað í garðinum mínum og fór að kantskera, rífa upp gamlar hríslur, sem ég dæmdi til dauða, enda óttalega væskilslegar, greyin. Klippti, skar og bograði. Gróðursetti svo nýjan Heggstaðavíðir í staðinn fyrir hríslurnar, sem voru dauðar og gat svo varla hreift mig í 4 daga á eftir af kvölum í bakinu! Ansans vitleysa er þetta! Það er greinilegt að einhverjir vöðvar í bakinu á mér föttuðu alt í einu að þeir voru þarna til staðar og emjuðu af sársauka, þetta var svo slæmt að ég gat varla snúð mér við í rúminu! Hvarflaði að mér að láta doktor líta á þetta, hélt bara að þarna væri klemmd taug eða eitthvað. En er allur að koma til, gat meira að segja farið í golf í gær!

En framundan er ferðalag og því verð ég ekki mikið á blogginu fram yfir Verslóhelgina. Við erum að skella okkur á Súðavík og nágrenni, (skilst að Ísafjörður sé næsti bær við) og ætlum að flakka um firðina í heila viku, stoppa svo við hjá mömmu í sveitinni í bakaleiðinni. Þannig að ég er farinn í tveggja vikna bloggfrí og læt ykkur svo heyra og sjá ferðasöguna, ef það er frá einhverju að segja, alla vega að sýna ykkur myndir af Vestfjörðum.

Hafið það gott á meðan Cool


Fjallaferð...

HPIM3892

 

... á nýja jepplingnum! Hann bara reyndist vel nýji KIA jeppinn, þegar ég og frúin fórum yfir Kjöl um helgina. Helgina þar áður fórum við í Fljótshlíðina og í báðum þessum ferðum var hann að eyða ca 7,9 - 8,1 ltr á hundraðið! Bara nokkuð gott það, held ég. ég hafði aldrei farið Kjöl áður og eftirvæntingin því nokkur, fjallasýn góð, en fékk í staðin rykmökk og moldarfjúk yfir okkur. Enda ekki fallið dropi úr lofti í margar vikur, eða þannig. Vegurinn var skelfilegur Byskupstungna meginn en fínn þegar við komum í Húnavatnsýsluna, enda Blöndulón þar staðsett. Hveravellir, jæja, hef séð nokkra hverastaði og persónulega fannn ég ekki fyrir miklum áhryfum af staðnum. En Hveravellir eru víst merkilegir fyrir þær sakir að vera ein heiti staðurinn  á þessu svæði, næsti er þá Geysir. OK, Krísuvík heillaði mig eiginlega meira! Myndin sýnir Kerlingafjöll, hálf nakin af snjóleysi en nokkuð tignarleg.  Þegar komið var norður fyrir, var stoppað stutta stund við Blöndulón og farið út. Það var hreinlega skítkalt, miðað við hitan sem var á Geysi og á Hveravöllum. Enda sagði vinkona okkar á Hvammstanga, að það hefur verið síðustu daga skítakuldi og í fréttunum áðan var sagt frá því að hiti hafi farið niður í frostmark í nótt!
Semsagt, flíspeysan var tekin fram, þegar farið var út úr bílnum, fínt gluggaveður og alles. Eða svo fínt Suðurnesjaveður, eins og við hér á tánni höfum undanfarin ár þurft að þola, sól, hvöss norðanátt og hiti aldrei yfir 8-10 gráður mestan part sumars, slefaði yfir í 12, ef það var rigning! En hvernig er það, átti alltaf að vera sól og blíða fyrir norðan á sumrin? Allavega hefur það verið í minningunni að ekki var hægt að opna fyrir fréttir á RUV eða í hljóðvarpi, að ekki var minnst á einmuna veðurblíðu á Akureyri. Je, righ! Var á Akureyri í viku fyrir tveim árum og það hefur aldrei rignt eins mikið og það sumar. Kom nú úr kafinu, eftir miklar yfirheyrslur á heimamanni og einum Jack Daníels seinna, a' það væri nú ekki alltaf endalaus sól þarna fyrir norðan, en þegar hún kæmi, væri talað um það í fréttum, sérstaklega ef það væri rigning í Reykjavík. En eins og allir vita er Reykjavík nafli alheimsins, hvað veður varðar Devil

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband